Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 68

Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 68
140 SKINFAXI Það mun hafa verið Edgar Allan Poe, ameríski rithöfund- urinn, sem einna fyrst skýrgreindi smásöguna. Síðan hófu franskir og rússneskir rithöfundar þessa bókmenntagrein til vegs og virðingar. Poe setti fram þá kenningu, að smá- saga yrði að fela í sér eitthvert ákveðið vandamál, sem leysa skyldi, hnút, sem höggvið væri á með leikni og markvissu. Væri þessi flækja ekki fyrir liendi í sögunni, vildi hann fremur kalla hana lýsingu eða rissmynd. Þó að þessi kenning Poe sé nolckuð einslrcngingsleg, liafa mestu snillingar i smá- sagnagerð lialdið sér við hana i meginatriðum. — Annars er oft býsna mjótt á mununum milli hinnar eiginlegu smásögu og rissmyndar eða lýsingar. Ekki verður hjá því komizt, þegar smásagan er athuguð, að veita því atliygli, hve hún er í eðli sínu hádramatisk. Flest- ar vel skrifaðar smásögur gætu verið hinn bezti þráður eða uppistaða í leikrit. Eins er þráður flestra leikrita hin prýði- legasta smásaga, ef fjallað væri um hann með leikni og hæfi- leikum. Ég hefi hripað niður þessar athugasemdir eða þankabrot um smásöguna, vegna þess að ég teldi það skaða, ef íslenzkir lesendur kynnu síður að meta bók eins og Teninga í tafli en einhverja lélega skáldsögu, sem hefði það eitt til síns á- gætis að vera löng, og af þeim ástæðum lientar þeim betur sem umhugsunarlaust lesefni. Góðar smásögur ýta við hugs- un manna og skerpa skilning þeirra, og góðir lesendur lesa til þess að þroska liugsun sína og skilning. II. Það sannast mjög vel á Guðmundi Inga, sem ljóðelskir menn verða einatt varir við, að einstök kvæði geta skipað skáld- um á fremsta beklc, þótt meginhluti ljóða þeirra sé ekki ýkja- mikill skáldskapur. Þetta varð þegar ljóst af fyrri bók hans, Sólstöfum. í þeirri bók voru nokkur kvæði mjög vel gerð frá lislrænu sjónarmiði, þótt flest væru kvæðin helzt til veigalítil. Engum blandaðist þó hu'gur um það, að í hókinni kvað við nokkuð nýjan tón. Sérstaklega var val yrkisefn- anna allnýstárlegt. Og þótt hann hafi simis staðar verið um of vægur við sjálfan sig i þeirri bók, og ekki alls staðar náð þeim kostum úr skáldfákinum sem æskilegt hefði verið, var samt sem áður einhver hlýr og innilegur ferskleikablær yfir bókinni, svo að manni þótti vænt um hana. Einnig voru öll kvæðin mjög liðlega kveðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.