Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 3
SKINFAXI 3 deilumál. Sameiginleg hugðarefni og aðalatriði hafa ætíð verið næg til þess, að félagsskapurinn liefur fremur styrkzt en veikzt við ólík sjónarmið. Félögin hafa reynt að rækta og vekja virðingu fyrir mann- gildi einstaklingsins og efla hann til félagslegra átaka. „Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi i hugsun, verki, lisl “ hefur verið kjörorð mannræktarhugsjónar l'é- laganna. Náskvld mannræktinni, og raunar ein grein hennar, er málræktin, fegrun tungunnar, bæði hvað snertir orðaval og framsetningu. Sá dýri þáttur starfsins má ekki slakna. Sú þjóð, sem á fvrst og fremst rætur sínar sem sjálfstæð þjóð í sögulegum og andlegum afrekum, má sízt una snurðum og bláþráðum í þeim menn- ingarþáttum, sem ná til upphafs Iiennar. Slíkt veikir tengslin við liðnar kynslóðir. Væru íslendingasögur, með sínum gagnyrlu og hnilmiðuðu samtölum, um- ritaðar á reykviskt götumál, hygg ég, að mörgum þætti timabært að tala um hættu og hvetja til varð- stöðu. Erlend áhrif berast nú örar til okkar en áður. Við erum ekki lengur yzt á Ránarslóðum, heldur í þjóð- braut. Því fylgja bæði kostir og hættur. Voldugir straumar frá stórum þjóðum berast nú að ströndum okkar fámenna fösturlands. \rið þekkj- um öll þá tilbneigingu yngri bróðurins og hins smærri að apa eftir stóra bróður, hvort sem það er gott eða illt. Svijiuð hætta vofir vfir smáþjóð, sem mælir slærð sjálfrar sín og annarra eftir höfðatölunni, en ekki eftir menningarþroska og manngildi einstaklinganna. Tungan á í vök að verjast, ef við, sem eigum hana og kennum þeim yngri, erum ekki vel á verði og vöndum málfar okkar hversdagslega. Það er enginn þjóðrembingur að viðhalda og vernda svo dýran arf. Minnumst þess, að „tungan geymir i timans straumi trú og vonir landsins sona“. Hún er

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.