Skinfaxi - 01.04.1953, Qupperneq 27
SKINFAXI
27
Hvers konar menn eru svo þessir níu réttlátu í Egyptalandi?
I fyrsta lagi eru þeir allir ungir og óragir. I öðru lagi eru
þeir atvinnuhermenn af miðstéttarfólki, og þótt tveir þeirra
séu sæmilega fjáðir, hafa þeir allir hina megnustu andúð á
gömlu yfirráðastéttinni. í þriðja lagi eru þeir ákafir Múham-
eðstrúarmenn, en þótt svo sé, eru þeir hálft í hvoru Vestur-
landamenn, og þeir trúa því statt og stöðugt, að þeir séu að
framkvæma lýðræðislega byltingu. Samt væri rangt að gefa í
skyn, að þeir væru allir af sömu tegund. í rauninni eru þeir
blandaður hópur. Þeir þrír þeirra, sem þekkja England bezt,
segja hiklaust, að sú þekking hafi gert þá enn þjóðernissinn-
aðri. Einir tveir þeirra eru sæmilega vel lesnir, og þeir eru
hæglátastir og viðmælanlegastir, — eða voru þeir aðeins kænni
í viðræðum við mig? Abdul Nasr ofursti, sem tvímælalaust er
skipulagningarheili hópsins, var kennari við liðsforingjaskól-
ann egypzka. Þegar ég spurði hann, hvort hann hefði lesið
nokkuð um stjórnmál og fjárhagsmál, svaraði hann: „Nei, ég
læt Salem yfirforingja fjármálin eftir. Hins vegar hef ég lesið
mikið urn áþján Breta í írlandi og pólsku frelsisstríðin.“ Sadat
ofursti, sem er að nokkru leyti ættaður frá Súdan eins og
Naguib herforingi, sagði mér, að hann hefði lesið mjög mikið
þau sex ár, sem hann sat í fangelsi. — Hann var fangi Breta
í stríðinu, vegna uppþots og samvinnu við Þjóðverja. — Bæk-
urnar, sem mest áhrif höfðu á hann, voru skáldsögur Jack
London og ævisaga Mustafa Kemals (Ataturks), Gráúlfurinn.
Hvað er þá að segja um samband Naguibs og þessa hóps?
Naguib er vissulega ekki einvaldsherra. Ungu liðsforingjarnir
koma fram við hann líkt og föður. Þeir virða hann og heiðra,
en allir hafa þeir samt sínar eigin skoðanir. Efalaust er það
þess vegna, hve fundir hópsins dragast einatt á langinn, oft
svo klukkustundum skiptir. Þá er þýðingarmikið atriði að
muna, að Naguib var ekki einn af hinum upprunalegu upp-
reisnarmönnum. Það er einungis út af deilu við Farúk kon-
ung nm formennsku í liðsforingjaklúbbnum, að hann svo að
segja af tilvijjun varð foringi hreyfingarinnar. Nú er hann
forseti og forsætisráðherra og fundarstjóri á funduni hópsins.
Hann hefur til að bera eitthvað af umgengnistöfrum Eisen-
howers, og hann virðist kunna mæta vel við að vera önnum
kafinn við alls konar opinber embættisstörf og viðtöl við ólík-
ustu gesti og erindreka, innlenda og erlenda. Hann hefur á
skömmum tíma áunnið sér geysilega lýðhylli. Hann hefur einn-
ig orð fyrir að vera liltölulega hógvær í framgöngu og samn-
ingalipur í stjórnarháttum. Og hópnum er mikið í mun, að