Skinfaxi - 01.04.1953, Side 31
SKINFAXI
,31
])etta hérað allmikið og þó máske engu síður landið
allt sögu, sem mér finnst allt of lítið á lofti haldið, cn
er þó saga um móðurást og umhyggju, sem varð undir-
rót mikilla atburða.
Lítill drengur clst upp á nafnlausum bæ austur i
Svíþjóð.
Um æsku hans vitum vér ekkert. Föðurnafn þekkjum
vér aðeins af því, að það hefur verið órjúfandi tengt
nafni sonarins. Móðurnafnið veit enginn.
Og þó er móðir hans ef til vill merkasta konan, sern
kemur við sögu landnámsins á Islandi.
Þessi maður er Garðar Svavarsson.
Um hann eru þessar fáu línur i Landnámabók: „Mað-
ur hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt. Hann fór
að lcita Snælands að tilvísun móður sinnar framsýnn-
ar. Hann köm að landi fyrir austan Horn hið eystra.
Þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og
vissi, að það var eyland. Hann var um vetur einn
norður í Húsavík á Skjálíanda og gerði þar hús. Um
vorið, er hann var húinn til hafs, sleit frá honum mann
á I)áti, er liét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann l)yggði
])ar síðar, er heitir Náttfaravík. Garðar fór þá til Nor-
egs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður
Hróars Tungugoða. Eftir ])að var landið kallað Garð-
arshólmur, og var ])á skógur milli fjalls og fjöru.“
Litla vitneskju höfum vér um Garðar aðra en ])á, sem
felst í þessari frásögn Landnámu. Og ef vér gerum ráð
fyrir, að hún sé öruggasta heimildin, skulum vér at-
huga hana lítið eitt nánar. Hér er aðeins smámynd.
Fáir drættir, en svo lokkandi skýrir og fagrir, að hug-
urinn hlýtur að staðnæmast, virða fyrir sér mvndina
og vefa inn í hana sína drætti, seiri blasa við milli
línanna. Og hvað sýnir þá þessi smámynd oss?
Garðar Svavarsson er víkingur í leit að frægð og
frama. Heima híður móðirin. Hún \’ill gjarna geta beint
huga sonarins að einhverju stóru, finna honum hlut-