Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 44

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 44
44 SKINFAXI Rit send Skinfaxa. Skinfaxa liafa borizt Nýjar kvöldvökur, XLV. árg. 1.—4. hefti. Þetta gamalkunna tímarit flytur enn sem fyrr sögur, greinar, sagnir, o. fl., til fróðleiks og skemmtunar. í þessum árgangi lýkur endurminningum Kristjáns S. Sigurðssonar. Smásögur, Jjýddar og frumsamdar, eru nokkrar í ritinu, auk framhaldssögunnar. Þá eru umsagnir um bœkur, er J)eir rita Steindór Steindórsson og ritstjórinn, Þorsteinn M. Jónsson. Lausavísnajiátturinn, sem ráðgerður var í fyrra, hefsl með Jjcssu liefti. Hefst liann á visum eftir Jónas Tryggvason, Finnstungu í Bólstaðarhlíðar- hreppi, A-Hún. — Ungmennafélagar eru mjög hvattir til að senda þættinum lausavísur. Er j)að vitað mál, að út um allar byggðir landsins eru fjöhnargir hagyrðingar, scm að staðaldri kasta fram stökum. — Skinfaxi heitir nú á ungmennafélaga að senda bögur. Þær geta verið um allt milli himins og jarðar, en nafn liöfundar þarf að fylgja með. Skýringar eru og stundum nauðsynlegar. Hvernig væri, að einstök Umf. eða jafnvel heil héraðssambönd kvæðust á i Skinfaxa? ( Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga fslands. Pósthólf 406 — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H. F.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.