Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Síða 8

Skinfaxi - 01.06.1971, Síða 8
4 Úrslit í 100 m. hlaupi á síðasta landsmóti. Guðm. Jónsson (HSK) sigrar, á undan Jóni Benónýssyni (HSÞ) og Sigurði Jónssyni (HSK). í knattleikjum eru landsmótsstig gefin á eftirfarandi hátt: Sex efstu liðin liljóta stig sem hér segir: 1. 18 stig, 2. 15 stig, 3. 12 stig, en liðin sem verða í 4.—6. sæti hljóta 6 stig hvert. Verðlaun. I liverri einstaklingsgrein hljóta 6 fyrstu menn verðlaun og einnig boð- hlaups- og boðsundssveitir. Sérverðlaun eru veitt sem hér segir. í frjálsum íþróttum og sundi: 1. Héraðssambandi, sem flest stig hlýtur í samanlögðum frjálsíþróttagreinum og samanlögðum sundgreinum. 2. Stigahæstu konu í frjálsum íþróttum og í sundi. 3. Stigahæsta karli í frjálsum íþróttum og í sundi. 4. Fyrir bezta afrek konu í frjálsum íþróttum og sundi skv. stigatöflu. 5. Fyrir bezta afrek karls í frjálsum íþróttum og sundi skv. stigatöflu. Séu fleiri en einn jafnir að stigum, eða hafi hlotið sama árangur eftir stigatöflu, skulu allir hljóta sömu verðlaun. I starfsíþróttum: Stigahæsti sambands- aðili og stigahæsti einstaklingurinn. I glímu: Stigahæsta héraðssambandið og sigurvegari í hvorum þyngdarflokki. Hátíðar- og skemmtidagskrá. Að kvöldi laugardagsins 10. júlí verður kvöldvaka með fjölbreyttum skemmti- atriðum að vanda og á eftir verður dans- leikur. A sunnudag verður svo hátíðar- dagskrá með ræðuhöldum, íþróttasýning- um og ýmis konar skemmtiefni. Þessi mynd er frá lands- mótinu á Laugum 1946. Stúlkur úr íþróttakenn- araskóla íslands sýna fim- Ieika undir stjórn Bjöms Jakobssonar skólastjóra sem leikur undir á fiðlu. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.