Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 16
Yfirgangur peningagróðans. Kaupsýslumenn keppa um verzlunar- umboð fyrir erlenda aðila, og þar er peningagróðinn auðvitað mælikvarðinn á áhuga keppenda. Hugsjónamenn og hugsjónakonur í Reykjavík keppast við að etja ungum stúlkum í svokallaða „fegurðarsam- keppni“. Eftir fréttum að dæma er hart bitizt um umboðin fyrir erlendar stúlkna- sýningar ekki síður en um vöruumboðin. Þess konar keppni hefur hingað til ekki verið talin íþróttakeppni, en nú er svo komið, að vissir kaupsýsluaðilar hafa í hyggju að tengja slíka gróðakeppni við ungmennafélags- og íþróttahreyfinguna, og hefur víst fáa órað fyrir því að svo langt yrði seilzt. í dagblaði einu er hinn 6. maí s.l. viðtal við einn dugmikinn hug- sjónamann í verzlunarstétt, sem hefur krækt sér í nokkur umboð, t. d. fyrir „Miss Universe á Miami, Florida, USA, Miss International í Japan, Miss Europe, sem haldin verður í einhverju Evrópu- landanna eða nálægum Austurlöndum, Miss World, sem haldin er í London, Miss Scandinavia, sem haldin verður í Finnlandi og Miss Young International í Japan“. (Ekki getið um umboðalaun). Líka er viðtal við þann aðila, sem virð- ist vera umboðsmaður umboðsmanns hinna erlendu „Miss-fyrirtækja“, en það er kona, sem fær að græða á því að smala stúlkum í úrtökumót hins fyrr- nefnda umboðsmanns. Kona þessi lætur kjósa „fegurðardrottningar“ eða „ung- frúr“ í hverri sýslu og flestum kaupstöð- um (Sjá Skinfaxa, 3. 1969) undir því yfir- skini, að þær eigi allar að keppa á úrslita- mótinu í Reykjavík. Aðeins 12 stúlkur tóku samt þátt í úrslitunum í Reykjavík í maímánuði s.l. Áðurgreindu blaðaviðtali lýkur á eftir- farandi hátt: „Loks greindi Sigríður Gunnarsdóttir frá því að ráðgert væri að fá ungmenna- eða íþróttafélög, í hverri sýslu fyrir sig á landinu til þess að velja fulltrúa viðkom- andi sýslu til þátttöku í Fegurðarsam- keppni íslands í framtíðinni.“ Auðsjáanlega er það auðveldur leikur fyrir óprútútið gróðabrallsfólk að græða á hégómagirnd unglinganna, en gegn slíku hljóta ungmennafélögin að snúast. Það er nógu illt, að félagsheimilin víða um land skuli hafa verið leigð undir þessa Iágkúrulegu fjáröflunaraðferð hinna sjálfskipuðu fegurðardómara úr Reykjavík, þótt íþrótta- og ungmenna- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.