Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 22

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 22
Æfingar með þyngdum Æfingar þær með þyngdum, sem ég set fram hér, eru aðeins dæmi um smáhluti af öllum þeim æfingum með þyngdum og hverskonar mótstöðu, sem notaðar eru við þjálfun frjálsra íþrótta. Það er rétt og satt að ekki er of mikið til af lyftingatækjum hér á landi og því er ekki hægt um vik fyrir flest ykkar að hefja slikar æfingar, en þar sem hugmyndaflugið er fyrir hendi, má notast við ýmislegt í stað þeirra með líkri útkomu fyrir þann, sem æfir, svo sem járnstengur ýmiskonar, sandpoka og ýmsar aðrar þyngdir, sem þannig eru úr garði gerðar, að auðvelt er að halda á þeim. Þeir, sem ekki hafa æft slíkar æfingar áður og hér eru upptaldar, skulu fyrir alla muni fara verlega og æfa eingöngu með mjög léttum þyngdum að sinni og meðan þeir eru að læra að beita líkamanum við æfingarnar. En það er ekki ætlast til þess að allir æfi allar æfingarnar, sem upp eru gefnar, heldur skal reynt að æfa þær æfingar einar, sem þroska mest þá vöðva, sem mest á reynir við útfærslu íþróttagreinarinnar, en það eru fyrst og fremst æfingar, sem líkjast mjög íþróttagreininni i framkvæmd. Og nú vil ég reyna að hjálpa ykkur enn frekar með þvi að benda á hvaða æfingar þið ættuð að leggja stund á og miða þá við íþrótt ykkar. Hástökkvarar, langstökkvarar og þrístökkvarar noti æfingar no. 1 - 2 - 3 - 4-5-6-7-Ð. Stangastökkvarar noti æfingar no. 1-3-9-12-14-16-17-19. Kúluvarparar noti æfingar no. 1-5-9-10-13-17-21-22. Kringlukastarar noti æfingar no. 2-6-8-11-13-15-16-17. Spjótkastarar noti æfingar no. 1-4-7-10-14-17-18-21. Sleggjukastarar noti æfingar no. 1-3-8-12-14-16-19-20. 1. Staðið með fætur eilitið i sundur. Hafa má smávegis upphækkun undir hælum. Hnébeygja og rétta. Beygjan hæg en réttan hröð. Æfing- in hefur einnig góð áhrif á bakvöðvana. Með beztu árnaðaróskum! Guðm. Þórarinsson. 2. Staðið með fætur eilítið í sundur. Hæg hnébeygja en hröð réttun. Hryggur beinn. Hefur góð áhrif á bakvöðv- ana. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.