Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Síða 29

Skinfaxi - 01.06.1971, Síða 29
LIÐ UMFK Margir munu bíða þess með eftirvæntingu að sjá knattspyrnuiið Ungmennafélags Kefla- víkur í keppni. Þótt keflvísku ungmennafélagarnir séu uppistaðan í hinu fræga og harð- snúna knattspyrnuliði ÍBK, þá keppa þeir sjaltlan með eigin liði á stórmótum. Lið UMFK sigraði á landsmótinu á Laugarvatni 1965, en sökum annríkis ÍBK-liðsins gat liðið ekki komið því við að taka þátt í landsmótinu 1968, en þeir munu hafa fullan hug á að minna rækilega á nærveru sína á landsmótinu að þessu sinni. Og hér kemur ný mynd af UMFK-liðinu: Standandi frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson, Gísli Torfason, Ólafur Júlíusson, Guðni Kjartansson, Grétar Magnússon, Karl Hermannsson og Kjartan Sigtryggsscn. Fremri röð frá vinstri: Ingimundur Hilmarsson, Hörður Kagnarsson, Steinar Jóhannsson, Ástráður Gunnarsscn, Vilhjálmur Ketilsson og Friðrik Ragnarsson. (Ljósm. Heimir Stígsson.) AFREKSBIKAR LANDSMÓTANNA Á landsmótum UMFI er m. a. keppt um veglegan farandbikar, sem fræknasti íþróttamaður landsmótsins hlýtur hverju sinni og einnig minni bikar til fullrar eignar. Til grundvallar eru lagðar skrár og útreikningar um alla keppendur, er hljóta mótsstig. Þuríður Jónsdóttir, HSK, hefur hlotið bikarinn á þeim tveim landsmótum, sem um hann hefur verið kepjit, og er það einstæður afreksferill hjá Þuríði. Hún er einnig meðal keppenda á Sauðárkróki nú, bæði í frjálsum íþróttum og sundi. Gefandi afreksbikarsins eru Samvinnu- trvggingar. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.