Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1994, Side 8

Skinfaxi - 01.02.1994, Side 8
Jónas Halldórsson sundkennari en hann var samstarfsmaður minn og góð- ur félagi um áratuga skeið.“ Stendur upp úr - Stendur eitthvert mótanna upp úr í huga þínum? „Mótið á Laugarvatni 1965 stendur upp úr í minningunni af ýmsum ástæð- um. Bæði var veðrið stórkostlegt alla mótsdagana auk þess sem aðstaðan var mjög góð til flestra hluta. Þó er aðeins eitt sem setur svolítinn skugga á. Þannig var að við áttum mann í úrslit- um í 100 metra hlaupi, Ragnar Guð- mundsson. Hann varð fyrir því að hon- um var vísað úr úrslitahlaupi fyrir það að hafa þjófstartað. Mér fannst það ekki réttmætt en maður deilir ekki við dómarann. Við hér á Sauðárkróki höfum alltaf átt fólk í fremstu víglínu hvort sem er í frjálsum íþróttum, sundi, handbolta, knattspyrnu og í körfubolta. Ég man aðeins eftir þessu eina atviki sem var svolítið leiðinlegt. í minningunni er bjart yfir lands- mótunum og hefði ég ekki viljað missa af neinu þeirra. Hvert fyrir sig var stór- viðburður í hugum þeiira sem þátt tóku í þeim. Núna eru mótin orðin svo stór í sniðum að ekki er hægt að fylgjast með öllu því sem þar gerist. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort mótin séu að verða of umfangsmikil og hvort ástæða sé til að minnka þau. Þá kemur aftur hitt að íþróttagreinum fjölgar og forystumenn allra greina vilja koma sínu að.“ Hugsjónin flúði á brott - Þú hefur unnið fyrir Ungmenna- sambandið og UMFÍ um áratuga skeið og varið til þess þúsundum vinnu- stunda. Er ekki óhætt að fullyrða að þú sér hugsjónamaður? „Ég hef sagt það á prenti að það væri hálfgert skammaryrði nú til dags að vera hugsjónamaður, það þykir svo ófínt. Ég held að hugsjónir verði alltaf að vera með - mér virðist auðshyggjan og veraldarhyggjan vera orðin svo á- berandi á öllum sviðum þjóðlífsins, slíkt er hættulegt menningu okkar. Fyrr á árum starfaði ntaður án end- urgjalds sem leiðbeinandi eða þjálfari. Það var aldrei borgað fyrir slíkt. Eins og nú þurfti fólk þá að vinna sér inn peninga til að geta lifað en þá var það talið brot á hugsjóninni að taka greiðslu fyrir. Þegar farið var að taka peninga fyrir þessi störf flúði hugsjón- in á brott. Það fór býsna mikill tími hjá mér í í- þróttir og stjórnsýslu í tengslum við þær. Sannleikurinn er sá að maður get- ur ekki farið út í slíkt nema að gefa því einhvern forgang. Ég viðurkenni að oft bitnaði þetta á fjölskyldu minni þegar ég hljóp kannski burtu þegar síst skyldi til að sinna félagsmálum. En mér hefur liðið vel í þessu starfi og notið þess að vera með. Þó verður það að segjast eins og er að stundum komu stundir sem maður var ekki neitt sérstaklega áfjáður að leggja sitt af mörkum. Það var svo sem ekki alltaf brennandi löngun. Maður þarf hins vegar að gera sér grein fyrir því að maður hefur tekið að sér verk sem maður verður að ljúka.“ Að sýna tillitssemi - Virðist þér vera munur á ungu í- þróttafólki í dag og fyrir 50 árum? „íþróttafólk virðist taka hlutina mjög alvarlega í dag - af miklu meiri alvöru en áður. Fyrr á árum tók ég tíma í kappreiðum hestamanna hér á Sauð- árkróki. Það sarna sé ég þar, alvaran er orðin miklu meiri. Menn komu jafnvel góðglaðir til þess að taka þátt í kapp- reiðum, þá var ekki nema einn og einn knapi sem fór með sitt hross eins og vera bar. Nú er allt annað uppi á ten- ingnum. Mér virðist hlutirnir hafa þró- ast í rétta átt. ‘ ‘ - Getur þú gefið ungu íþróttafólki góð ráð? „Ég held varla, nema þá að taka hlutina alvarlega en vita um leið að Sundfélagar á Sundmeistaramóti lslands 1944, Logi Einarsson, Guðjón Ingimund- arson og Ingi Sveinsson. Guðjón setur Sundmeistaramót unglinga á Sauðárkróki 1965. Erlingur Pálsson formaður Sundsambands íslands lengst til vinstri. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.