Skinfaxi - 01.02.1994, Qupperneq 12
við sem foreldrar, íþróttamenn og á-
horfendur getum gengið að því sem
vísu, að þar sem íþróttir eru stundaðar,
þar sé hreint og reyklaust loft.
Vítavert tillitsleysi
Þeir sem stunda íþróttir eiga að
sjálfsögðu allan rétt á að lifa og hrær-
ast í reyklausu umhverfi. Þeirra réttur
er að vera lausir við tóbaksreyk á fund-
um, í ferðalögum og annars staðar þar
sem þeir fara um.
En íþróttafólk, sem reykir, hefur
einnig skyldum að gegna við áhang-
endur sína sem oft eru börn og ung-
lingar. Þau eiga ekki að verða fyrir
áreiti, af hálfu íþróttafyrirmyndanna,
sem örva þau til reykinga. Krafan hlýt-
ur því að vera sú, að íþróttaímyndirnar
séu reyklausar. Það er vitað að einstak-
ir íþróttamenn hafa sýnt vítavert tillits-
leysi í þessum efnum.
Dæmi þekkjast um menn sem hafa
komið fram eftir leik til að gefa börn-
um og unglingum eiginhandaráritanir,
og hafa verið með pennann í annarri
hendi en sígarettuna í hinni. Skilaboðin
sem þeir miðla til unglinganna eru
skýr: að það sé ekki bara allt í lagi að
reykja, heldur sé það af hinu góða. Af-
reksmaðurinn- fyrirmyndin- gerir það,
og unglingurinn þá auðvitað líka. Með
því að kveikja sér í sígarettu kemst
hann skrefinu nær fyrirmyndinni. Til-
vik af þessu tagi eru ekki mörg, en
ættu alls ekki, undir neinum kringum-
stæðum, að vera til.
Nú er það svo, að íþróttir eru studd-
ar af almannafé á þeirri forsendu að
þær stuðli að heilbrigði. Það hlýtur því
að vera réttmæt krafa foreldra, að
stjórn og forystumenn íþróttahreyfing-
arinnar sé reyklaus í samskiptum við
börn og unglinga. Þjálfarar og leið-
beinendur í hinum ýmsu íþróttagrein-
um predika heilbrigði og heilbrigða
lífshætti. Sjálfir eiga þeir að vera fyrir-
mynd í þessum efnum, bæði innan
vallar sem utan.
Aukið aðhald
En hvernig má auka aðhald, þannig
að réttur þeirra sem ekki reykja sé
tryggður? I þeim efnum er kannski
þýðingamest að fram komi opinber
ábyrg stefna frá íþróttahreyfingunni
sjálfri, sem virki innan hennar og utan,
sem óskráð lög: reykingar eru úti!
Þá eru merkingar mjög þýðingar-
miklar. Áberandi skilti sem gefa til
kynna að reykingar séu bannaðar á
viðkomandi svæði hafa alltaf áhrif. Þó
eru einstaklingar sem kjósa að „sjá
ekki“ slík skilti, eða með öðrum orð-
um að hundsa þau. Þá kemur til önnur
aðhaldsaðgerð, sem hægt er að beita,
en er sjaldnast gert. Það er hægt að
ganga til viðkomandi og benda honum
góðfúslega á að reykingar séu bannað-
ar á svæðinu. En þetta gera fæstir, því
miður. Viðstaddir umla kannski eitt-
hvað, en það tekur enginn af skarið.
Oft er eins og fólk átti sig ekki á, að sá
sem kýs að vera í reyklausu umhverfi
hefur allan réttinn sín megin.
Það er á ofangreindum vettvangi
sem umræddur samstarfshópur hyggst
starfa ásamt öðrum sem vinna að for-
vörnum gegn reykingum. Með góðri
samvinnu við alla þá sem taka beinan
þátt í íþróttum eða koma að þeim á
einhvern hátt er stefnan sett á reyklaus-
ar íþróttir. Iþróttir og reykingar eiga
aldrei samleið.
Hilmar Björnsson og Halldóra
Bjarnadóttir í samstarfshóp um
reykingalausar íþróttir
Marcus skrif-
ar um ísland
Sænska skiptiungmennið, Marcus Lindström, sem dvaldi hér á vegum
NSU í sumar, hefur ekki setið auðum höndum eftir heimkomuna. Hann hef-
ur skrifað langar greinar um Islandsdvölina í sænsk dagblöð og lætur mjög
vel af veru sinni hér á landi. Hann segir frá eldfjallalandinu Islandi, gróður-
fari, veðrinu, tungumálinu sem talað er, atvinnuvegunum, fólkinu sem bygg-
ir landið og ýmsu sem borið hefur fyrir augu. Hann slær einnig á léttari
strengi og segist hafa heyrt að vilji maður endilega kveðja þennan heim
strax, þá sé vísasta leiðin til þess sú, að vera í Greenpeacepeysu með áletr-
uninni : „Bjargið hvölunum!“ í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi.
I annarri grein lýsir Marcus rútuferðalagi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur
og segir fá ýmsu, sem fyrir ber á leiðinni. Hann hefur greinilega hrifist af
landi og þjóð og kemur því prýðisvel í skila í heimalandinu, sem hann hefur
upplifað hér. Það er ánægjulegt að vita til þess að dvöl skiptiungmenna
UMFI hér skuli leiða af sér svo góða landkynningu sem raun ber vitni. Þess
má geta að tveir drengir hafa nú sótt um dvöl í Svíþjóð og nokkuð öruggt er,
að sænskt ungmenni kemur hingað í sumar.
12
Skinfaxi