Skinfaxi - 01.02.1994, Page 14
hópnum verði með þjóðdansaatriði á
kvöldvökunni. Kornið verður upp sér-
stökum samkomustað fyrir þá sem
kepptu ‘65. Þar verða myndir og ýmsir
munir til sýnis, sem tengjast umræddu
móti. Einnig verða sýndar kvikmyndir
frá því. Ekki er ákveðið hvar „’65-at-
hvarfið“ verður, en kappkostað verður
að búa vel að gestum sem það heim-
sækja.
„Næst vil ég nefna þætti sem flokk-
ast undir hin traustu gildi og baráttu-
má) ungmennafélaganna í landinu,“
segir Ólafur Örn enn fremur. „Þeim
ætlum við að gera hátt undir höfði á
landsmótinu. Þar vil ég nefna ræktun
Iands. Tekist hafa samningar við Olís
og Landgræðsluna um að vekja sér-
staka athygli á uppgræðslu lands á
mótinu. Það verður gert með myndum,
skiltum og öðrum sýnilegum hætti. Þá
verður fenginn myndarlegur land-
græðslureitur í nágrenni Laugarvatns,
sem verður afgirtur. Þessi reitur verður
opinn almenningi alla mótsdagana,
þannig að fólk getur, þegar því hentar á
þeim tíma, farið á svæðið og lagt sitt af
mörkum til landgræðslu. Þar verða fyrir
ráðgjafar frá Landgræðslunni, sem sýna
munu gestunum þann gróður sem fyrir
er, hvernig á að stinga niður rofabörð,
hvaða tegundum fræs á að sá í svæðið
og hvernig, svo eitthvað sé nefnt.
Til athugunar er að vera með veit-
ingar og uppákomur á landgræðslu-
svæðinu. Þegar nær dregur landsmót-
inu verður væntanlega hægt að fá efni
og leiðbeiningar varðandi þetta á Olís-
stöðvunum. Hugsanlega verður Olís
með einhvern landgræðsluleik í gangi
sem lýkur þá á mótinu.
Ef til vill verður gestum gefinn kost-
ur á að leggja eitthvað af mörkum til
skógræktar líka, en ekki liggja fyrir á-
kvarðanir í þeim efnum enn.“
Börnin með
UMFÍ hefur ákveðið að efna til mál-
ræktarátaks í tilefni afmælis íslenska
lýðveldisins, eins og frá er greint ann-
ars staðar í blaðinu. Angi af því verk-
efni verður færður inn á landsmót, því
einhvers konar útgáfa af málræktar-
keppninni, sem fram fer á rás 2 að und-
irlagi UMFÍ, verður haldin á landsmót-
inu. Með því móti verður vakin athygli
á málrækt.
„ Við leggjum áherslu á að ná til
barnanna, laða þau að ungmennafélög-
unum og vekja athygli þeirra með já-
kvæðum hætti á landsmótunum,“ segir
Ólafur Örn. „I þessu skyni verðum við
með mjög stóran barnakór á mótinu.
Um verður að ræða samkór hvaðanæva
af svæði HSK. Hann mun syngja í í-
þróttahúsinu við ákveðin tækifæri, en
einnig er hugmyndin að hann muni
syngja við setningarathöfnina. Með
þessu móti munum við ekki aðeins
laða börnin að ungmennafélagshreyf-
ingunni og fá fallegt og gott atriði inn
á mótið, heldur sækjumst við einnig
eftir því að ná tengslum við heimilin á
svæðinu með þessum hætti.“
íþróttakeppnin verður með hefð-
bundnum hætti og samkvæmt reglu-
gerð landsmóts. Óvenjulegt telst að
grípa þurfi til forkeppni í tveim grein-
um, vegna mikillar þátttöku, en það
gerðist nú. Forkeppni stendur yfir í
knattspyrnu. Slík keppni mun einnig
fara frani í körfubolta. Ákveðið hefur
verið að keppt verði á einni helgi í
fjórum riðlum. Átján lið hafa skráð sig
til keppni. Verður raðað eftir styrk-
leika, en ekki landshlutum í riðlana
vegna þess að mörg sterkustu liðin eru
á sama landssvæðinu. Drátturinn í riðl-
ana verður látin ráða því hvort keppnin
fer fram á mörgum stöðum á landinu
eða hvort hún fer öll fram á einum
stað. Keppt verður fyrstu helgina eftir
lok íslandsmótsins. Ut úr hverjum riðli
munu koma tvö lið, þannig að alls
munu átta lið keppa á landsmótinu.
Hvað varðar sýningargreinar á mótinu,
hefur verið ákveðið að hestaíþróttir
verði sýndar þar.
Hugað að minjagripum
„Nú er verið að huga að gerð minja-
gripa fyrir mótið,” segir Ólafur Örn.
„Sú hugmynd að ein gerð þeirra yrði
Ijósmynd af landsmótssvæðinu, hefur
hlotið jákvæðar undirtektir. Myndin
yrði lekin á föstudeginum, þegar
mannfjöldinn væri kominn á svæðið.
Hún yrði til sölu strax á laugardegi. Að
öðru leyti verður fjölbreytni minja-
gripa mjög stilll í hóf, en leitast við að
hafa þá þeim mun vandaðri.”
Heiðurgestur á 21.1andsmóti UMFÍ
verður Þórir Þorgeirsson fyrrverandi í-
þróttakennari og oddviti á Laugarvatni.
Sérstakir gestir mótsins verða Stefán
Jasonarson og Björn Sigurðsson, sem
báðir áttu sæti í landsmótsnefndinni
1965, svo og Hafsteinn Þorvaldsson
sem var framkvæmdastjóri þess lands-
móts.
Vonandi eiga sem flestar þessara kvenna eftir að hittast á landsmótinu nú og rifja upp
ýmsa skemmtilega atburði frá mótinu ‘65. (Myndin birtist í bókinni Saga landsmótanna.)
14
Skinfaxi