Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1994, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.02.1994, Qupperneq 20
Æft í Baldurshaga Um árabil hafa verið haldnar æfing- ar á föstudagskvöldum í Baldurshaga, íþróttaaðstöðunni undir stúku Laugar- dalshallarinnar í Reykjavík. Æfingarn- ar eru á vegum UMFI og hefur Ólafur Unnsteinsson stjórnað þeim síðustu 7 árin með góðum árangri. Þarna mæta að meðaltali 25 manns úr ýmsum átt- Ýmsar mælingar Að sögn Ólafs fara alls konar mæl- ingar fram á æfingunum í því skyni að fólk geti fylgst með framförum sínurn og annarra milli æfinga og stöðunni milli ára. „Ég skrifa stöðuna niður þrisvar á vetri í hlaupum og stökkum. Fólk keppist við að bæta sig svo ég tali nú ekki um að vera ekki lakari í ár en í fyrra. ‘ ‘ Að sögn Ólafs eru föstudagsæfing- arnar mikilvægar mörgum frjálsíþrótta- mönnum og nauðsynlegur þáttur í und- irbúningi fyrir mót sumarsins bæði innanlands og utan. „Ungmennafélögin eru í þeim stöðu að vera með sterkustu frjálsíþrótta- menn landsins innan sinna vébanda. Þessar æfingar hafa sitt að segja í þeim efnum.“ Ólafur fullyrðir að greinilega sé sé mikill hugur í fólki vegna landsmóts- ins. „Á síðustu æfingunni í febrúar af- henti ég afrekaskrá síðustu ára til unga fólksins og 35 manns tóku við þeim til þess að geta fylgst með úrslitum síð- ustu landsmóta. Fólk er að skoða þetta og æfir sig markvisst hérna í vetur með landsmótið í huga.” Öflugt öldungastarf Ólafur Unnsteinsson er potturinn og pannan í öldungastarfi FRI og hefur verið formaður Öldungaráðsins í 7 ár Þœr voru mœttar til œfinga á föstudeginum Breiðabliksstúlkurnar: Jóhanna Ósk Jensdótt- ir,fv. Halla Björg Karlsdóttir og Guðlaug Halldórsdóttir. um en stundum eru þeir allt upp í 60 að sögn Ólafs. Fólk kemur víðs vegar að, þar á meðal úr UMSB, HSK, úr Skaga- firði og af Ströndum. Fólk lætur sig ekki munu um að aka frá Hvolsvelli að austan og frá Hólmavík að norðan til dæmis. „Fólk kemur akandi í öllum veðrum á hverju föstudagskvöldi til að geta verið með á æfingunum, alll að 300 kílómetra leið, til dæmis Skagfirðing- ar, Snæfellingar og Borgfirðingar, sem hafa verið duglegir við að mæta. Fólki finnst það hafa gott af því að æfa með öðrum, það eykur keppni og saman- burð auk þess sem það skapar mikla samkennd og góðan félagsanda. Marg- ir sem hingað koma eru í fámennum félögum og þykir veigur í félagsskapn- um hér og etur kappi við aðra í hlaup- um, stökkum, köstum, svo eitthvað sé nefnt.“ Fv. Jón Oddsson langstökkvari og þrístökkvari úr FH í flokki 35 ára, Karl Þorláksson UMSB, methafi í langstökki og þrístökki í flokki 60 ára, Jóhann Jónsson Evrópu- og heimsmeistari úr Víði í Garði í 75 áraflokki og Aðalsteinn Bernharðsson UMSE íslands- methafi í langstökki innanhúss, 40 ára. Hann er líklegur til að láta að sér kveða á lands- mótinu á Laugarvatni í langstökki og spretthlaupum. Það er jafnvel hugsanlegt að hann komist í landsliðið í 4x400 metra boðhlaupi. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.