Skinfaxi - 01.02.1994, Qupperneq 22
Mikill áhugi og góður árangur hjá UMSB:
Hér þykir ekkert „púkó”
að vera í íþróttum
- segir íris Grönfeldt sem þjálfar um 200 manns í Borgarfirði
Þegar Skinfaxamenn voru á ferð í
Baldurshaga, var þar mætt Iris Grön-
feldt með hressan hóp 13 og 14 ára
unglinga úr UMSB. Það hafði verið
■ r f jí 1
w-mrM 11
' /ii- 7 /I /m IABm I
l1 ■'rifj ....
íris ásamt nokkrum af 'starfsmönnum mótsins.
f*\ - |
\ wl1
-=s7'/ v „-A Á . wlK
Tilbúnarað gera sitt besta,fv. Linda, lnga Dögg, Helena Sif, lnga Bima og Lilja Sif.
skotið á skyndikeppni og tóku Borg-
firðingarnir þátt í henni af miklum
krafti. Þótti upplagt að taka smá spjall
við Irisi, sem nú þjálfar um 200 börn
og unglinga á svæðinu.
„Mörg eldri krakkanna, frá 15 ára
og upp úr, eru orðin mjög góð,“ sagði
íris. „Aðalmálið er að passa að þau
sem á eftir koma verði ekki út undan,
eins og stundum vill verða. Ég fór því
með þau í Baldurshaga til þess að leyfa
þeim að æfa og taka þátt í mótinu. í
vor munum við síðan fara að Laugar-
vatni og dvelja þar í æfingabúðum. Það
má alls ekki koma fyrir, að yngri
flokkarnr gleymist af því að þeir eldri
eru orðnir svo góðir.“
íris þjálfar alla flokka hjá UMSB og
Skallagrími, en hún tók við þjálfuninni
hjá UMSB 1989. í Borgarnesi þjálfar
hún upp undir 100 manns og annað
eins annars staðar í Borgarfirðinum,
einkum að Varmalandi og á Hvann-
eyri. Að aðalstarfi vinnur hún sem í-
þróttafræðingur við íþróttamiðstöðina í
Borgarnesi.
Byggt á heildinni
„Okkur hefur tekist að halda hópum
vel saman, þannig að það er ótrúlegur
fjöldi 14-16 ára krakka, sem æfir hjá
okkur. I gær var ég með um 35 manns
í þessum aldursflokki á æfingu, sem
telst óneitanlega gott. Oft er það svo að
krakkar á þessum aldri hætta í frjálsum
og fara að gera eitthvað annað.
Ég held að með skipulegri þjálfun
hafi okkur tekist að halda utan um
þennan hóp. Það er rnjög mikill í-
þróttaandi ríkjandi hér og mjög mikil
uppbygging á öllum sviðum í Borgar-
nesi. Það þykir ekkert „púkó“ að vera
í íþróttum hérna. Krakkarnir fá mikinn
22
Skinfaxi