Skinfaxi - 01.02.1994, Side 25
Islenskt
fyrir íslendinga!
- snúum vörn í sókn á lýðveldisafmælinu
Varla hefur farið fram hjá nokkrum
manni átakið „Islenskt, já takk.“ Því
er ætlað að valda hugarfarsbreytingu
þegar fólk stendur frammi fyrir vöru-
vali, þjónustu eða stærri verkkaupum.
Að átakinu standa ASI, Samtök iðnað-
arins, VSÍ, íslenskur landbúnaður og
BSRB, auk ýmissa styrktaraðila og deif-
ingaraðila. I desember sl. gerði Gallup
könnun á áhrifum átaksins og kom þar
m.a. fram að 80% landsmanna telja að
átakið hafi skilað miklum árangri og
fyrir áhrif þess velja rúm 70% aðspurðra
frekar íslenskar vörur nú en áður.
En er þetta varanlegur árangur eða
er hann svona í raun?
Við sem að átakinu stöndum teljum
að til að ná varanleika þurfi að hamra á
sambandi vöru og vinnu og gera fólki
gleggri grein fyrir því hve afdrifarík
hver verslunarferð getur verið. Einnig
má benda á að í könnunum kemur fram
vilji, en ekki er endilega alltaf sama-
semmerki milli hans og framkvæmdar.
Það er einfaldlega ekki alltaf hægt að
standa við gefin fyrirheit; varan er
stundum ekki til í viðkomandi verslun
eða yfir stendur „súper“ tilboð á sams-
konar vöru erlendri. Þá er að sjálf-
sögðu úr vöndu að velja.
Við höfum sagt að við virðum verð
og gæðasamanburð en teljum að það
eigi að vega jafnþungt, sé varan ís-
lensk. Við segjum að íslenskt, verð og
gæði, þessa þrjá þætti eigi að leggja að
jöfnu. í íslenskum iðnaði hefur verið
samdráttur síðastliðin 10 ár og síðast-
liðin 5 ár hafa tapast yfir 4000 störf. Ef
litið er til dæmis á innflutning á kaffi,
þá hafa flætt yfir okkur óteljand vöru-
merki á nokkrum árum og er vörunni
oftast stillt þannig upp að þau eru ntun
meira áberandi en íslenska kaffið.
Þannig er þessu varið með rnargar
fleiri vörutegundir og gegna undirboð
og tilboð þar miklu hlutverki til að
koma vörunni á sent bestan stað í
verslunum. Þetta er viðurkennd stað-
reynd. En lítum aðeins á hverju hægt
er að breyta. Þar er fyrst til að nefna
eflingu þjóðerniskenndar og betri
fræðslu til allra urn það sem í húfi er.
45 ferðamenn
= eitt ársverk
í blöðunum helgina 29,- 30. janúar
birtust fyrst drög að niðurstöðu þjóð-
hagsstofnunar á viðskiptajöfnuði fyrir
síðastliðið ár og gæti hann orðið hag-
stæður í fyrsta skipti í sjö ár. Yfir 30
milljarða halli var á árunum tveim þar
á undan. Það er því mikið í húfi fyrir
íslenska þjóð að efla nú enn frekar allt
sem íslenskt er og sjá til þess að við-
skiptahalli við útlönd eigi sér ekki
framar stað.
Nokkur stórverkefni mætti nefna
sem snúa beint að aukinni atvinnu og
meiri gjaldeyristekjum. Ber þar fyrst
að nefna aukna vinnslu á sjávarafurð-
um í neytendapakkningar til að sent
minnst fari af fiski óunnum úr landi.
Nú þegar hafa verið unnir markaðir í
Bretlandi og Belgíu f}/rir ýmsar unnar
hágæðavörur úr fiski. í þessari grein er
gífurleg vinna óunnin og mikið mark-
aðsstarf sem þarf að sinna. Næst ber að
nefna byggingariðnaðinn en þar hafa
orðið miklar breytingar. Húsgagnaiðn-
aður og innréttingaiðnaður hafa átt í
gífurlegum erfiðleikum enda gengdar-
laust flutt inn og oft ekki leitað tilboða
innanlands. Má þar einnig nefna hús-
hlutaiðnað en í honum eru meðal ann-
ars tilbúnir gluggar og fleira þess hátt-
ar. A síðastliðnu ári bar þónokkuð á
því að sett hafi verið inn í útboðsgögn
að viðkomandi hlutir ættu að vera er-
lendir. Þar með hefur íslenskum fram-
leiðendum ekki verið gefinn möguleiki
á að bjóða í. Þetta verður að stöðva,
enda virðist það vera almennt viðhorf
að þessi framleiðsla eigi að vera inn-
lend og furðu vekur hver tekur svona
Erlenda kaffið er stundum meim áberandi í hillun en það íslenska, þó ekki alltaf
Skinfaxi
25