Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Síða 27

Skinfaxi - 01.02.1994, Síða 27
Samstarf við skólana Þá hefur einnig verið rætt um hvern- ig koma megi á samstarfi við grunn- og framhaldsskólana og koma þar af stað umræðu um mikilvægi þess að setja íslenskt í 1. sæti. Þannig geti nemendur sjálfir stuðlað að því að ein- hverja vinnu verði að fá að loknu námi, því ekki lifum við af því að þjónusta hvert annað ef við útrýmum íslenskri framleiðslu. I skólum landsins er nú þegar kom- inn svartsýnitónn vegna atvinnuleysis- ins og óar mörgum framhaldsskóla- nemanum við framtíðinni, þótt sá hinn sami kaupi sitt Lion Bar eða Snickers, Mars eða annað erlent sælgæti með kókinu. Hann hugsar ekki út í þá stað- reynd, að ef 10 prósent aukning yrði á sölu innlends sælgætis, þá myndu skapast 130 ný störf, sem síðan hefðu margfeldisáhrif á tjölgun starfa. Talið er að fyrir hvert starf, sem verður til í iðnaði verði til annað, þegar á öðru ári í öðrum atvinnugreinum vegna marg- feldisáhrifa, meðal annars vegna við- bótartekna nýs starfsmanns, hráefnis- kaupa innan lands og aukinna skatt- tekna. Störfum fjölgar síðan eftir því sem tíminn líður frá því að hvert nýtt starf skapast í iðnaði. Að fimm árum liðnum má gera ráð fyrir að orðið hafi til þrjú og hálft dagsverk í öðrum at- vinnugreinum á móti hverju nýju árs- verki í iðnaði. Þetta kemur meðal ann- ars fram í lauslegri athugun, sem Ingvi Harðarson gerði fyrir Félag íslenskra iðnrekenda í fyrra. Til þess að útrýrna 4500 manna at- vinnuleysi þarf að skapa 1285 ný störf á næstu þrem árum. Talið er að það myndi jafngilda 13.4 milljarða veltu- aukningu í iðnaði. Á árinu 1990 er talið að við höfum flutt inn vörur að söluverðmæti 50-54 milljarða, sem hægt væri að framleiða innanlands. Af þessum tölum má sjá að til mikils er að vinna og fögnum við því öllum samstarfsaðilum sem vilja vinna undir merkjum átaksins „Is- lenskt, já takk” og innleiða nýjan liugs- unarhátt því nú er mikið í húfí. Notum því ár fjölskyldunnar og lýðveldisaf- mælið til að snúa vörn í sókn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar, í undirbúningsnefnd vegna átaksins „Islenskt, já takk.‘ ‘ Umf. Stafholtstungna: Setti upp „Tobacco Road” Leikdeild Umf. Stafholtstungna setti í vetur upp „Tobacco Road” eftir Erskine Caldwell. Leikstjóri var Þröstur Guðbjartsson en auk hans áttu 30 manns hlut að sýningunni á einn eða annan hátt. Að sögn Sigríðar Þorvaldsdóttur formanns leikdeildarinnar hófust æf- ingar upp úr 20. október. „Allt gekk ljúflega fyrir sig,“ sagði Sigríður, „samstarf leikenda, leikstjóra og þeirra starfsmanna sem ekki eru kall- aðir fram í lok sýninga, en eigna þó að minnsta kosti jafn stóran hlut í árangrinum og þeir sem á sviði sprikla.“ Frumsýnt var 3. des- ember síðastliðinn og lauk sýningum milli jóla og nýárs. „Áhorf- endur náðu ekki að verða 400 að þessu sinni,“ sagði Sigríður, „og fannst okkur að- sóknin lítil. En við metum hitt meira að þeir sem komu voru á- nægðir og sjöunda og síðasta sýningin var sú fjölmennasta. Kannski var jólamánuðurinn ó- hentugur sýningartími, kannski er það krepp- an. Það er nú svo að fjármálin eru höfuðverkur leikfélaga sem og ann- arra félaga, en við teljum okkur hafa sloppið fyrir hornið, svona nokkurn veginn.“ Á öllum aldri Sigríður sagði, að yngsti leikarinn í sýningunni hafi verið 15 ára en sá elsti 65 ára. „Leikstarfið er engu öðru líkt eins og allir vita sem reynt hafa. Bakterían er nánast ódrepandi. Það var sannar- lega gefandi að vinna með svona breiðum aldurshóp,“ sagði Sigríður. Hún sagði enn fremur, að leikdeildin hefði sinnt ýmsum verkefnum öðrum en uppfærslum í gegnum árin. Mætti þar nefna námskeiðahald. „Svo förum við í leikhúsferðir og heimsækjum ýmist áhuga-eða atvinnuleikhús,“ sagði Sigríður. Leikdeild Umf. Stafholtstungna hefur starfað af krafti frá árinu 1977. Þegar deildin minntist 15 ára starfsaf- mælis síns gaf hún meðal annars út veglegt afmælisrit. Þar kemur fram að meðal verka sem hún hefur sett upp í gegnum tíðina er „Sonur skóarans og dóttir bakarans,“ eftir Jökul Jakobs- son, „Ættarmótið,“ eftir Böðvar Guðmundsson, „Ærsladragurinn,“ eftir Noel Coward, „Hvað er í blý- hólknum?“ eftir Svövu Jakobsdóttur og síðast en ekki síst „Bjartsýni,“ eft- ir nokkra vaska heimamenn og -kon- ur. Af þessari handahófskenndu upp- talningu má ráða að leikdeildin hefur tekið bæði góð verk og fjölbreytt til sýninga. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.