Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1994, Side 28

Skinfaxi - 01.02.1994, Side 28
USVS og USÚ: Skemmtileg skólamót sem gefa krökkum innan sambandanna kost á að kynnast betur Skólamót USVS og USÚ eru orðin fastur liður í starfi skólanna í Austur- og Vestur-Skaftafellsýslum. Mótin eru haldin í byrjun mars ár hvert, á fimmtudegi og föstudegi, þannig að þau fara fram á skólatíma. Keppnin skiptist í frjálsar íþróttir, körfuknatt- leik, innanhússknattspyrnu þar sem húsrúm leyfir, skák og spurninga- keppni. Þrír aldursflokkar eru í frjáls- um, 5.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.- 10. bekkur í stelpna- og strákaflokki. Þrír keppendur eru frá hverjum skóla í hverri grein í frjálsum en þær eru fjórar í hverjum flokki, þannig að þetta mót er að jafnaði mjög fjölmennt. Má gera ráð fyrir 150-200 keppendum í allt. I körfuknattleik og knattspyrnu er eitt lið frá hverjum skóla í stelpna-og strákaflokki, en í skák og spurninga- keppni er sameiginlegt lið stráka og stelpna fyrir hvern skóla. Að sögn Páls Péturssonar fram- kvæmdastjóra USVS eru þessi skóla- mót þannig til komin, að haustið 1979 hittust nokkrir athafnamenn úr USVS og USÚ á þingi UMFÍ á Stóru-Tjörn- um. Þar bar margt á góma og ræddu þeir meðal annars um að auka sam- skipti þessara tveggja sambanda. I nokkur ár hafði sýslukeppnin svokall- aða verið haldin í frjálsum íþróttum, auk nokkurra knattspyrnuleikja, en að öðru leyti voru samskiptin lítil. Niður- staðan varð sú að konta á keppni í í- þróttum milli skólanna í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum og auka þannig kynni barna og unglinga á milli sambandanna. Þessi hugmynd varð að veruleika vorið 1980 þegar fyrsta skólamót USVS og USÚ var haldið á Kirkjubæjarklaustri. Samböndin annast undirbúning mót- anna og framkvæmd þeirra í samráði við íþróttakennara skólanna. Fyrst var eingöngu keppt í frjálsum íþróttum, og síðan bættust við aðrar greinar, svo sem körfubolti, skák og innanhúss- knattspyrna, og nú síðast spurninga- keppni. Sýnir þetta að skólamótið er orðið mikil hátíð fyrir alla krakka, hvort sem þau stunda íþróttir hugans eða líkamans. Vandað til undirbúnings Að sögn Páls taka æfingar og undir- búningur fyrir mótið mikinn tíma hjá krökkunum. Leggja þau mikið á sig til að ná sem bestum árangri fyrir sinn skóla í keppninni. Þau sem ekki kom- ast í liðið reyna að fá eitthvert annað hlutverk í hópnurn, svo sem að vera ljósmyndarar. Sumir skólar mæta með klapplið, sem er vopnað fánum og veifum og syngur baráttusöngva. Það skipa oft yngri nemendur sem ekki fá að keppa vegna aldurs. Þeir eru þá búnir að mála á fána og borða nafn skólans síns. En skólamótin eru ekki bara vett- vangur fyrir íþróttakeppni milli skóla, því kvöldvökur eru fastur liður í dag- skránni. Þar verður oft glatt á hjalla og krakkarnir fá tækifæri til að skemmta sér saman og kynnast betur. Þetta verð- ur einnig til þess að nemendur og kennarar eiga auðveldara með að hafa samskipti sín á milli á öðrum vettvangi skólastarfsins. Þess má að lokum geta að skólarnir sem hafa tekið þátt í þessu móti eru Ketilsstaðaskóli, Víkurskóli og Kirkju- bæjarskóli í Vestur-Skaftafellssýslu og Nesjaskóli, Hafnarskóli og Heppuskóli í Austur-Skaftafellssýslu. Heppuskóli keppir undir nafni Hafnarskóla. I ár var mótið haldið í Vík, dagana 3.-4. mars. Þátltakendur á skólamóti sem haldið var á Kirkjubœjarklaustri 1992. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.