Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1994, Page 29

Skinfaxi - 01.02.1994, Page 29
Lúðvík Gústafsson deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins: Skynsamleg innkaup - draga úr uppsöfnun sorps 70-75 prósent glerja, áldósa og plastflaska skila sér til söfnunarstöðva. Menn hafa haft af því vaxandi áhyggjur að förgun úrgangsefna með brennslu eða urðun leiði til ó- viðunandi umhverfismengunar. Þetta hefur orðið til þess að æ frekar er hugleitt hvernig nýta megi úr- gangsefni eða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að allt of mikið magn þeirra myndist. Frekari nýting úrgangsefna er í dag- legu tali oft nefnd endurvinnsla. Undir endurvinnslu flokkast svo endurnýting efna, endurheimting eða endurmyndun þeirra og hin eiginlega endurvinnsla. Endurnýting felur í sér endurtekna notkun sömu hluta, til dæmis á gler- flöskum. Með endurheimtingu er átt við hreinsun efna af aðskotaefnum til að fá þau í upprunalegt ástand, en einng er átt við nýtingu orku úr sorpi, til dæmis brennslu sorps til varma- eða raforkuframleiðslu. I endurvinnslu er úrgangsefnum bætt inn í framleiðslu- ferli vöru, til dæmis þegar muldar gler- flöskur eru notaðar í nýframleiðslu á gleri eða áldósir í álbræðslu. Einnig er ný vara búin til úr úrgangsefnum, til dæmis pappír úr endurunnum dagblöð- um eða plastílát úr gömlu plasti. A Islandi er endurvinnsla úrgangs- efna ekki langt á veg komin þó að hún hafi tekið stórt stökk fram á við þegar skilagjaldi á drykkjarílát var kornið á 1989. Nú skila sér 70-75 prósent glerja, áldósa og plastflaska til söfnun- arstöðva. Að vísu er ekki nema hluti þessara efna endurnýttur, til dæmis álið og plastefni. Framleiðsla og notk- un á endurunnum pappír er til staðar en er ekki umfangsmikil. Helst má þar nefna framleiðslu á eggjabökkum. Vonir stóðu til að allt brotajárn á landinu gæti farið í bræðslu, en þær vonir rættust ekki þar sem stálbræðslan í Hafnafirði varð gjaldþrota eftir aðeins átta mánaða starfsemi. I stað þess að fara í bræðslu er brotajárnið sem safn- ast hefur á lóð stálfélagsins tætt og málmflísarnar fluttar út. Á Akureyri er starfrækt fyrirtæki sem breytir gömlum hjólbörðum í gúmmímottur og hellur. Á þessari stuttu upptalningu, sem er þó ekki tæmandi, sést að endurvinnsla úrgangsefna er ekki umfangsmikil enn sem komið er. Ekki má gleyma endur- vinnslu úrgangs í görðum til gróður- moldargerðar, sem einstaklingar hafa lengi stundað. Vandað til innkaupa Eru Islendingar þá ekki nógu dug- legir við endurvinnslu, eða er hægt að stórauka hana? Áður en þessu er svar- að er rétt að huga að réttri meðferð ú- gangsefna í heild. Það er samdóma álit llestra þeirra sem þurfa að fást við úr- gangsefni, að mikilvægast sé að láta vörur ekki verða að sorpi. Ekki er heppilegt að kaupa vörur í tvöföldum eða þreföldum umbúðum, sem eru ein- göngu til skrauts en ekki til að verja vöruna fyrir hnjaski eða örverum. Mælt er með, að verslað sé með inn- kaupakörfu eða tösku í stað þess að kaupa plastpoka. Mikilvægast er að minnka sorpmagn. Brennsla sorps og urðun eru neðst á þessum lista yfir meðferð úrgangsefna. Brennsla er þó ofar en urðun, þar sem Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.