Skinfaxi - 01.02.1994, Page 33
bands Hollands eru 49 sérsambönd.
Nærri öll íþróttahreyfingin er ríkisrek-
in, nema þegar kemur niður í einstök í-
þróttafélög, þar er sjálfboðavinnan við
lýði. Til að hvetja menn til að starfa
fyrir íþróttafélögin sem leiðbeinendur
eða þjálfarar, eru veitt skattafríðindi,
fyrstu 2.500 gyllinin (um 100 þúsund
ísl. krónur) eru skattfrjáls. Hvert í-
þróttafélag er skipað 70 - 100.000 fé-
lögum. f flestum tilvikum hafa einstök
félög bara eina íþróttagrein á sínum
snærum, þó eru til félög í einstaka til-
vikum sem hafa margar íþróttagreinar
innan sinna vébanda. I Hollandi eru ca.
36.000 íþróttafélög.
Mjög athyglisvert er að innan heil-
brigðisþjónustunnar í Hollandi er rekin
sérstök þjónustudeild fyrir íþróttamenn
og fær hún álitlegar upphæðir til rekst-
ar þeirra mála.
Eftir fyrirlesturinn skoðuðu þeir sem
áhuga höfðu íþróttamiðstöðina sem við
dvöldum í nánar, en síðan var haldið til
Maastricht og sá merki staður skoðað-
ur. Sökurn slæms veðurs varð minna úr
en til stóð, þó lauk ferðinni á kvöld-
verði á krá sem bauð upp á ágætis mat,
en rými til að borða hefði mátt vera
meira.
Á Philips-leikvanginum
Næst var haldið til Eindhoven og
hinn glæsilegi Philips-leikvangur skoð-
aður. Þessi leikvangur er heimavöllur
PSV. PSV og Philips-leikvangurinn
voru í eigu Philips-fyrirtækisins, en
sérstakt félag hefur verið stofnað og er
rekið utan um það í dag, þó í meiri-
hlutaeigu Philips.
Þessi leikvangur er stórglæsilegur
og tæknilega fullkominn. Á eina hlið-
ina er félagsmiðstöð, ný og glæsileg.
Þar er aðstaða fyrir PCV, áhangendur
og styrktaraðila.
Philips er aðal styrktaraðili, en ýmis
stórfyrirtæki styrkja PSV með yfir 10
milljónum króna á ári. Þeir sem styrkja
með svo háum upphæðum hafa sér-
stakar stúkur með ca. 25 sætum. Stúk-
urnar eru innan félagsmiðstöðvarinnar,
búnar sjónvörpum og steríótækjum,
þar sem menngeta endursýnt hin ýmsu
atriði sjálfir og stillt hljóð frá vellinum
inn lil sín eins og hverjum hentar. í
þessari stúkuröð eru sérstúkur Philips
þar sem tekið er á móti þjóðarleiðtog-
um og öðrunt stórmennum. Þær eru
með aðstöðu til veitinga. Á bak við
þær eru kaffiteríur og barir fyrir helstu
stuðningsaðilana. Ofan þessarar stúku
er 900 manna stúka með sjónvörpum
og öðrum tæknibúnaði. Þarna eru leigð
sæti til eins árs í senn og fást þau fyrir
250 þúsund króna hvert. Biðlistar er
eftir að fá þessi sæti.
Stór hluti félagsmiðstöðvarinnar er
aðstaða fyrir hinn almenna stuðnings-
mann PSV, salir kaffitería og barir.
Þarna mæta stuðningsmenn fyrir og
eftir leiki og ræða málin. Þarna eru
stórir sjónvarpsskjáir sem hægt er að
endursýna ýmis atriði úr leikjunum að
þeim loknum. Einnig eru þessir skjáir í
gangi meðan á leikjunt stendur þannig
að enginn þarfa að missa af neinu þótt
hann þurfi að skreppa á salerni.
Aðstaða leikmanna er ntjög góð,
nuddpottar, sánaböð, líkamsnudd,
læknisaðstaða o.fl. Ekki er þetta svona
gott fyrir aðkomuliðin, þau fá einfalda
búningsklefa eins og við þekkjum hér
heima.
Eitt horn stúku leikvangsins er girt
af og kallað búrið. Það er fyrir fyrir á-
hangendur aðkomufélaga (fótboltabull-
ur). Búrið er girl af með neti svo ekki
sé hægt að kasta hlutum milli stúka.
Að leik loknum er hópnum fylgt af
ríðandi lögreglumönnum á brautarstöð-
ina. Okkur var tjáð að sumir þessara á-
hangenda dópuðu sig upp með lyfjum
sem gerðu það að verkum að þeir
gengju berserksgang, því væru þeir
mjög erfiðir viðureignar.
Þessi leikvangur er ólýsanlegur, og
enginn getur upplifað það sem þarna er
nema koma á staðinn. En þrátt fyrir
þetta allt situr gamli Philips úti milli
almennra áhorfenda, hann vil komast í
sem nánust tengsl við leikinn, telur sig
ekki komast það í lokuðum stúkuni
með tæknibúnaði. Hann er 88 ára gam-
all og mikill áhugamaður um fótbolta.
Þegar skoðun leikvangsins var lokið
fóru þeir sem áhuga höfðu í miðbæinn
að versla, en við nokkrir félagar að
norðan og austan brugðum okkur í
kirkju staðarins og áttum rólega stund.
Að þessari fróðlegu skoðunarferð
aflokinni var haldið aftur til Lúx-
emborgar, þar sem síðustu mínútunum
á meginlandi Evrópu var eytt, drukkið
kaffi á „Cafe de Paris“ og flogið aftur
heim til Islands. Öllu því sem ég upp-
lifði verður tæplega með orðum lýst,
en væntanlega hefur eitthvað komist til
skila í þessum rituðum orðum, en tím-
inn þar ytra var allt of stuttur og margt
óskoðað. Reynt hefur verið að segja frá
því sem fyrir augu og eyru bar og sé
ekki rétt með farið ber að hafa það er
sannara reynist.
/
Félagar að norðan og austan nýkomnir úr kirkju í Eindhoven.
33
Skinfaxi