Skinfaxi - 01.02.1994, Page 37
Umf. Grundarfjarðar á tímamótum:
Nýr íþróttavöllur
- eykur enn á blómlegt starf
Ungir sein aldnir fjölmenntu á afniœlishátíð Umf. Grundaifjarðar.
Það hefur ýmislegt verið að gerast
hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar að
undanförnu. I haust var minnst 60 ára
afmælis þess. Þá var tekin fyrsta
skóflustungan að íþróttavelli á staðn-
um.
„Þetta var heilmikil viðhöfn,“ sagði
Eiður Björnsson formaður ungmenna-
félagsins við Skinfaxa. „Fyrst var
gengið fylktu liði frá bensínslöð Esso
hér í bænum og inn á íþróttavöllinn.
Þar var skrifað undir sanining milli
ungmennafélagsins og sveitarfélagsins
þess efnis að gerður yrði nýr íþrótta-
völlur og voru fjögur ungmenni fengin
til að taka fyrstu skóflustunguna. I
samningnum er gert ráð fyrir að að-
staðan muni kosta 10 1/2 milljón og
leggur sveitarfélagið til 80% kostnað-
arins og ungmennafélagið 20%.
Þegar skóflustungan hafði verið tek-
in var haldið upp í skóla þar sem fram
fór skemmtidagskrá og veitingar voru
fram reiddar.
Við opnuðum tilboð í gerð íþrótta-
vallarins nú í lok febrúar og reyndust
þau vera 1 1 - og það lægsta hljóðaði
upp á aðeins 31% af kostnaðaráætlun. I
þessum áfanga er gert ráð fyrir jarð-
vinnu og þökulagningu. Ekki er reikn-
að nreð að völlurinn verði fullbúinn
fyrr en vorið 1995. Það er mjög brýn
þörf á nýjum velli því að við höfum
nánast enga aðstöðu fyrir frjálsar í-
þróttir utanhúss og fremur lélegan
knattspyrnuvöll. Nýi völlurinn verður á
gamla vallarsvæðinu rétt við skíða-
svæðið og íþróttahúsið. Aðstaðan er
því öll samtengd og felst í því mikil
hagræðing. ‘ ‘
Eldri flokkarnir fámennir
Það er löluvert líf í íþróttastarfinu á
Grundarfirði þótt útiaðstaðan sé ekki
upp á það besta.
„Hér höfum við ágætt íþróttahús þar
sem krakkarnir æfa að vetrinum. Ný-
lega var haldið frjálsíþróttamót í
Stykkistólmi þar sem 34 krakkar frá
okkur tóku þátt. Á sumrin hafa öll
frjálsíþróttamót á svæðinu farið fram í
Stykkishólmi, en með tilkomu nýs
vallar á Lýsuhóli fyrir tveimur árum er
nú unnt að halda keppni þar. Til stend-
ur að halda íþróttahátíð héraðssam-
bandsins þar næsta surnar en það verð-
ur í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin.
I fyrra var stofnuð blakdeild hjá
okkur. Sæmilegur gangur hel'ur verið í
henni og meðal annars tókum við þátt í
Islandsmóti með prýðilegum árangri.
Vandinn hér er sá að þegar ungling-
arnir eru orðnir 16 ára fara þeir í burtu
í skóla yfir vetrartímann. I körfunni
erum við til dæmis með prýðilegt lið úr
8. og 9. bekk grunnskólans. Á rnóti í
haust burstuðu þeir til dæmis KR-inga.
Það er svolítið sorglegt að ná upp góðu
liði á þessum aldri sem hverfur síðan á
brott í önnur félög eftir eitt eða tvö ár.
I knattspyrnunni erum við ekki nema
7-8 á þeim aldri sem keppum í meist-
araflokki en ágætis lið í yngri flokkun-
um. Ástæðan fyrir þessu fámenni í
eldri flokkunum er líka sú að hér
stunda mjög margir sjóinn og eru að
heiman langtímum saman.
Ekki má gleyma að geta þess að við
eigum ágætis sundlið hérna sem hefur
verið afgerandi á Snæfellsnesi nrörg
undanfarin ár þó að gengi þess hafi
ekki verið sérstakt upp á síðkastið af
ýmsum ástæðum.“
Kraftur í skíðadeildinni
„Um 450 félagar eru í Umf. Grund-
arfjarðar nú. Töluvert starf hefur verið
í kringum skíðadeildina sem mikill
kraftur er í. Við erum með toglyftu rétt
við bæjardyrnar. Krakkarnir geta rennt
sér beint úr skólanum og í lyftuna. Við
höfum einnig eignast snjótroðara og
byggt hefur verið hús á svæðinu. Sveit-
arfélagið hefur lagt svolítinn pening í
þetta fyrirtæki, en síðan hafa ung-
mennafélagar aflað fjár með ýmsu
nróti, til dæmis með því að bjóða
ferðafólki upp á ferðir á Snæfellsjökul.
- Hvað er framundan?
„Hér er æft af krafti með mót sum-
Skinfaxi
37