Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1994, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.05.1994, Qupperneq 9
Sigra Jón Arnar og Sunna fjórfalt? - Sigurður P. Sigmundsson skrifar um frjálsíþróttir á landsmóti Landsmotsspa: Fríða Rún Þórðardóttir, í miðið, sést hér í forystu í 1500 m á síðasta landsmóti. Hún er líkleg til að vinna þrefalt á Laugan’atni. Spretthlaup karla Jón Arnar Magnússon er sigur- stranglegastur í 100 m og 110 grinda- hlaupi. Hann hefur aldrei verið sterkari samanber frábært íslandsmet hans í tugþraut í lok maí. Mikil keppni mun verða um næstu sætin á eftir Jóni Arnari. f 400 m verð- ur erfitt að sigra Egil Eiðsson, hinn 32 ára „ungling“ (fékk það viðurnefni eftir sigurinn í 400 m á landsmótinu á Akureyri 1981) sem hefur sýnt góða takta undanfarið. Setti m.a. persónulegt met í 300 m hlaupi í maímánuði. Millivegalengda- og langhlaup karla Fremur dauft er yfir millivegalengd- um karla í ár. Sigurbjörn Arngrímsson, HSÞ, sem dvaldi í Bandaríkjunum s.l. vetur og hefur átt við þrálát meiðsli að stríða, verður að teljast líklegur sigur- vegari í 800 m. Hinn bráðefnilegi 16 ára Skagfirðingur, Sveinn Margeirs- son, mun berjast um annað sætið. Sig- mar Gunnarsson hefur reynsluna til að sigra í 1.500 m, en Rögnvaldur Ing- þórsson gæti veitt honum harða keppni. Keppnin í 5.000 m verður spenn- andi, en þar eru þrír keppendur rnjög jafnir. Gunnlaugur hefur ekki verið jafn sterkur síðan hann vann 5.000 m á landsmótinu 1990, en ég hallast þó að því að endasprettur Sigmars muni ráða úrslitum. Rögnvaldur er meira spurn- ingarmerki, ef honum tekst vel upp þá verður erfitt að sigra hann. Boðhlaup karla Boðhlaupin verða mjög jöfn. Skag- firðingar með Jón Arnar og Helga Sig- urðsson verða ekki auðunnir og sama má segja um UMSK með Egil Eiðsson, Kristján Friðjónsson og Inga Þór Hauksson sem bestu menn. Lið HSK gæti einnig blandað sér í baráttuna. Stökk karla Jón Arnar Magnússon er yfirburðar- maður í langstökki og gæti sett ís- landsmet. Hann er einnig líklegur til að sigra í stangarstökkinu, ef hann tekur þátt í þeirri grein. Kristján Gissurarson mun þó ekki gefa það sæti auðveldlega frá sér. Enginn íslendingur leggur þrístökk sérstaklega fyrir sig. Menn bregða sér í greinina þegar nauðsyn krefur og hefur Olafur Guðmundsson komist einna best frá því undanfarið. í hástökkinu er Selfyssingurinn efni- legi, Magnús Aron Hallgrímsson, lík- legur sigurvegari. Hann er í mikilli framför og er að verða nokkuð öruggur með tvo metrana. Köst karla Allt bendir til þess að sigurinn í öll- um kastgreinunum verði óvenju örugg- ur að þessu sinni. Andrés Guðmunds- son, sem hefur einbeitt sér að krafta- keppnum undanfarin ár, er nú aftur kominn á fullt í kúluvarpinu og bætti fyrri árangur sinn strax á sínu öðru móti um miðjan maí er hann kastaði 18,60 m. Vésteinn Hafsteinsson er ör- uggur sigurvegari í kringlukasti, en í þeirri grein hefur hann borið ægishjálm hér á landi á annan áratug. Unnar Garðarsson er sömuleiðis líklegur sig- urvegari í spjótkastinu en hann bætti sinn fyrri árangur í vor. Spretthlaup kvenna Húnvetningurinn Sunna Gestsdóttir hefur komið sterk til leiks á brautinni í Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.