Skinfaxi - 01.05.1994, Síða 32
bera til að hefja starfsemi, svo gleymist
það, lognast útaf og kemur aldrei neinu
í verk. Öflugasta fjöldahreyfingin í
landinu er íþróttahreyfingin og það er
sorglegt að hún skuli ekki vera notuð
meira en raun ber vitni,“ sagði Kolvið-
ur.
Sterk staða
Þeir aðilar sem studdu Lífsstíl ‘94
voru m.a. Ungmennafélag íslands,
íþróttasamband Islands, Ólympíunefnd
Islands, Tóbaksvarnarnefnd og íþróttir
fyrir alla.
Ólína Sveinsdóttir stjórnarmaður í
UMFÍ flutti erindi og fjallaði um
markmið starfs UMFI, eðli hreyfingar-
innar og markmið hennar. Hún minni á
fjölbreytt starf innan hreyfingarinnar,
til að mynda íþróttastarf, menningar-
starfsemi, umhverfisvernd og skóg-
rækt. Stundum heyrðist að ungmenna-
félögin væru gamaldags og hallærisleg,
sem oftast kæmi frá aðilum, sem ekki
þekktu til.
„Við erum sannfærð um að við
erum í takt við tímann,“ sagði Ólína, „
og ekkert er fjær okkur en að kasta fyr-
ir róða „gömlu gildunum“ sem enn
virðast í fullu gildi. Það er líka lýsandi
fyrir tíðarandann að þar sem ný í-
þróttafélög eru stofnuð virðist ung-
mennafélagsformið verða frekar fyrir
valinu eins og t.d. Ungmennafélagið
Fjölnir í Grafarvogi.“
Ólína ræddi um sterka stöðu ung-
mennafélagshreyfingarinnar og mann-
ræktarstefnu hennar. Hún sagði að lok-
um:
„Ungmennafélag íslands er ekki
stofnun í fílabeinsturni, heldur lifandi
samtök með mikil og bein tengsl í
grasrótina, þar sem boðleiðirnar eru
stuttar og skilvirkar.
Það að vera „Ungmennafélagi“ er
ekki bara að vera í einhverju félagi
innan UMFI heldur er það „Lífs-
stfll.“
Ráðstefnugestwn var meðal annars boðið í gönguferð, undir leiðsögn Elísabetar Hannes-
dóttur, að útsýnisskífu Kópavgsbœjar.
Ritgerðasam-
keppni Skinfaxa
Eins og greint var frá í síðasta
tölublaði efnir Skinfaxi til ritgerða-
samkeppni meðal grunnskólanema
um efnið „Eflum íslenskt.“
Markmiðið með keppninni er að
fá íslensk ungmenni til að velta fyrir
sér hvernig við getum sem best eflt
íslenska framleiðslu á sem flestum
sviðum. Hvers vegna þurfum við að
leiða hugann að þessu atriði, og
hvaða afleiðingar það hafi höldum
við ekki vöku okkar gagnvart er-
Iendri sambærilegri framleiðslu. Rit-
gerðin þarf að vera að minnsta kosti
tvær vélritaðar blaðsíður. Skilafrestur
er til 15. október.
Keppnin fer fram í tveim aldurs-
flokkum: 12 ára og yngri (f. 1983 og
síðar) og 13-16 ára (f. 1978-1981).
Þriggja manna dómnefnd mun fara
yfir allar ritgerðirnar og velja þrjár
bestu úr hvorum flokki. Veitt verða
vegleg verðlaun og munu ritgerðirnar
birtast í Skinfaxa.
Ritgerðirnar skulu berast til skrif-
stofu UMFÍ merktar: Ritgerðasam-
keppni Skinfaxa.
HEFUR ÞU
TEKIÐ ÞÁTT?
32
Skinfaxi