Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 12
öryggi sjófarenda á nættusvæoinu Eftir Þorkel Sigurðsson, vélstjóra Nú á þessum seinustu tímum ,hlýtu2< sú spurning að vakna, hvernig sé háttað öryggi þeirra manna, sem sigla um ófriðarsvæðin, og þessi spurning hlýtur að verða ásæknari eftir því, sem ástæður ófriðaraðilanna breytast í þá átt, að vafamál muni verða hversu mikið tillit sé tekið til þess, þótt þeir séu frá hlut- lausum aðila. Ég ætla sérstaklega að taka til athugunar öryggi þeirra sjómanna, sem sigla á fiskiflot- anum, og þá þær hliðar sem snúa að útvegs- mönnum, um útbúnað til öryggis þeirra manna, sem sigla á skipum þeirra. Og þar næst hvernig við sjálfir, sem á skipunum sigl- um hugsum um það, að hafa björgunartækin í því ásigkomulagi, að eins fljótlegt verði að grípa til þeirra, ef óhappið skeður, og frekast verður á kosið. Það verður að segja útvegsmönnum til verð- ugs hróss, hér á ég við útgerðarmenn togara- fiotans og annara sambærilegra skipa, að þeir sýndu fyllsta vilja á því, að hafa báta og ann- að, er að björgunarskilyrðum laut, sem bezt úr garði gert þegar byrjað var á ísfiskveiðunum, og gerðu meira en að fullnægja reglum, sem settar hafa verið um útbúnað björgunarbát- anna. Til dæmis mun hafa verið settur mótor í annan bátinn á hverjum togara, og ennfrem- ur hefir verið komið fyrir litlum loftskeyta- stcðvum í björgunarbátum margra togaranna. En eins og allir vita, sem eitthvað þekkja til þessara mála, þá er ekki allt fengið með því, þótt lagt sé stórfé í útbúnað á skipunum, tii öryggis sjómönnum. Þessi öryggistæki verða að vera í því ásigkomulagi, að eins fljót- legt sé að grípa til þeirra og mögulegt er. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að ef fiskiskip lendir á sprengidufli, þá er aðeins um sekúndur að ræða, þar til skipið er sokkið, ef það fer þá ekki í tætlur strax. Það liggur því í augum uppi, að það er stór- vítavert að sigla á milli landa yfir ófriðarsvæð- in, með björgunarbátana bundna niður á stól- ana eins og á friðartímum væri, og eins og um enga sérstaka hættu væri að ræða. Það mun hafa verið meiningin, að bátaugl- unum væri snúið út, og bátarnir hafðir utan- borðs á aðalhættusvæðunum, en því miður eru mjög mörg dæmi til þess, að þetta sé ekki gert, sérstaklega ef eitthvað er að veðri, og það þá fært sem ástæða, að þá sé ekki hægt að halda áfram ferðinni með venjulegum hraða, en tím. inn eru peningar nú á tímum. Þarna skilur á milli með fiskiskipin og stóru flutningaskipin eða farþegaskipin, að fiski- skipin eru það lág yfir sjó, að í aftaka veðr- um getur verið hætta á að sjór nái til bátanna, aftur á móti eru stærri skipin það há, að þau geta ferðast með bátana hangandi utanborðs, næstum í hvaða veðri sem er. Það eru ekki nema tvær leiðir í þessu máli: að fyrirskipa að hafa bátana utanborðs, og VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.