Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Síða 24
heimi sem er. Næringargildi afurðanna held- ur sér betur á þennan hátt en á nokkurn ann- an, sem þekktur er. Það er ánægjulegt að ganga niður að Edin- borgarhúsunum og sjá þar atvinnulífið í full- um gangi. Vú5 Hraðfrystistöðina munu nú vera 50 fastráðnir karlmenn og 50 stúlkur, en auk þeirra vinna þarna daglaunamenn af og til, eftir því sem með þarf. Er augljóst, hversu mikil atvinnubót þetta er fyrir Eyjabúa. Verðið sem Hraðfrystistöðin greiðir fyrir fiskinn er hæi'ra heldur en á fiski, sem keypt- ur er til söltunar, eða 15 aurar fyrir hvert kíló af þorski (11,5 aurar í salt) og 20 aurar fyrir kíló af ýsu. Hvílík lyftistöng útveginum hér er að þessu, sést bezt á því, að ýsan má heita verðlaus, ef ekki væri hægt að hraðfrysta hana, þegar engin skip eru hér til fiskkaupa, sem oft getur hent. Verð á flatfiski er enn ekki ákveðið. Mikil hagsbót og sérstaklega mikil- væg er sú, að allur fiskur, sem á bátinn veið- ist er nú hagnýttur, en áður voru margar teg- undir ekki hirtar svo sem karfi, uppáhalds- fiskmeti Þjóðverja, nefndur gullfiskur, stein- bítur, tindaskata, sandkoli o. fl. íslendingurinn Álice Riis. Framh. af bls- 22. vísi þar, í hinum nýja heimi. En það urðu sár vonbrigði. Ég fékk heldur ekkert þar að gera og hélt því vonsvikin heim á leið aftur. — En nú hafið þér sem sé fengið stöðu? — Já, og ég er himinlifandi! Það hefir leitt af ófriðnum að hörgull er orðinn á dönskum loftskeytamönnum og þess vegna fékk ég þessa stöðu á „Birthe“. — Þér lítið svo á, að þetta sé kvenmönnum fært? — Skilyrðislaust! Loftskeytastarfinu fylgja talsverð skrifstofustörf og það er vanalegt að það séu kvenmannsstörf. Hvað hættunum við- víkur, þá skal ég ekki missa kjarkinn heldur sýna það, að ég sé starfinu vaxin. Mér er full ljóst, að ef svo ber undir, þá á loftskeytamað- urinn að vera sá, er fer næstsíðastur frá borði. Kæmi slíkt fyrir, já — þá skal ekki standa á því, að ég geri skyldu mína til hins síðasta. — Svo fór „Birthe“ að losa landfestarnar. Hér má heita að um nýyrkju í stórum stíl sé að ræða á sviði fiskafurðavinnslu, öllum til ómetanlegs gagns á sjó og landi. Allt starfsfólk fyrirtækisins verður undir eftirliti heilsuverndarstöðvarinnar hér. Er það mikilvægt frá sjónarmiði starfsfólksins sjálfs, (að fólk sem ekki hefir heilsu til, vinni ekki) fylgst með þeim, sem veikir eru fyrir og vinna áhættustörf, og ekki síður frá sjónarmiði vör- unnar, matvælanna sem verið er að framleiða. Verður þar að gæta ítrasta þrifnaðar í öllu, svo markaður fáist sem öruggastur og trygg- astur. Hraðfrystistöðin mun vera stórfelldasta at- vinnufyrirtæki Eyjanna, sem kemur til björg- unar útgerðinni á þrengingartímum. Saltfisk- framleiðslan hefir til þessa verið aðal bjarg- ræðisvegur Eyjabúa, en má nú heita í kalda koli. Heill sé þeim, sem með víðsýni, atorku og dugnaði ryðja nýjar brautir, skapa byggðar- lögum lífsmöguleika; það eru þeir sönnu brautryðjendur, og mættu allir verða ásáttir um að óska þeim góðs brautargengis. Forust- an er ómetanleg á þessum sem öðrum sviðum. Ungfrú Alice Riis er, eins og hún segir, fædd í Danmörku af íslenzkum foreldrum. Faðir hennar er Árni Riis, sem í mörg ár var í förum hér til landsins á gufuskipinu „Á. Ásgeirsson“, en hefir síðan verið skipstjóri á ýmsum gufuskipum í Danmörku. Hann er son- ur Aðalbjörns sál. Jóakimssonar skipstjóra og því bróðursonur Helgu sál. Jóakimsdóttur í Heimabæ í Hnífsdal og Jóakims Jóakimssonar snikkara á Isafirði, sem margir kannast við. Jóakim er enn á lífi og nýtur góðrar heilsu. Er hann hinn ernasti þó hann sé hátt á níræðis- aldri. Móðir ungfrú Alice Riis, er frú Louise, dótt- ur S. J. Nielsen, sem lengi var verzlunarstjóri við verzlun L. Tang á ísafirði og síðast kaup- maður þar. Ungfrú Alice, sem gert hefir íslenzka garð- inn frægan með því að vera einasta og líklega fyrsta loftskeytakona heimsins til sjós, á fjöl- marga ættingja hér á landi. VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.