Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Síða 25
Sveinn Sveinsson sjómaður:
Um uppsetningu og geymslu
Veiðarfæra
SjómannablaSið Víkingur hefir beðið mig
að skrifa um uppsetningu og geymzlu veiðar-
færa. Þrátt fyrir það, að ég hefi verið sjómað-
ur frá því ég var 10 ára gamall til 38 ára og
tekið þátt í flestöllum veiðiskap, sem stundað-
ur er hér, bæði í sjó og vötnum og hefi auk
þess verið á stærsta og fjölbreyttasta netaverk.
stæði landsins í 8 ár, þá tel ég mig hvergi nærri
hæfan til að skrifa um þetta efni, eins skýrt og
af eins mikilli þekkingu, sem þyrfti, en um
þetta er mjög lítið skrifað, sem þó væri mjög
þýðingarmikið. Þar sem landið stendur og fell-
ur með sjávarútveginum, þá væri mjög eðlilegt
að um þetta væri talað og ritað all verulega,
af til þess hæfum mönnum.
Þegar ég var krakki og var við róðra á ára-
bát með handfæri og línu, þá var hvorutveggja
haft mjög grant, og það svo ,að óþægilegt var
að draga færið eða línuna ef nokkur þvngsli
voru, en því var haldið fram, að þau væru svo
miklu veiðnari, og nokkuð er víst, að væru
mótorbátar á sömu slóð, þá fiskuðu þeir oftast
minna hlutfallslega við línulengdina og þeir
sem á mótovbátunum voru, kendu því um, að
þeir þyrftu að nota sverari línu.
Þegar búin voru til net, hvort það voru
silunga-, laxa- eða hrognkelsanet, var sótzt
eftir því, að garnið væri eins fínt og frekast
mátti, þrátt fyrir að netin entust minna. Það
var þeirra trú og þekking á veiðarfærum, að
til þess að þau veiddu, yrðu þau að vera grönn
og létt. Endingin var aukaatriði.
Handfæra fiskirí er senn alveg úr sögunni,
sem þó var mjög miltið stundað hér við land
um margar aldir, og línan er á hverfanda hveli
vegna þess hvað hún er dýr og línuveiðar
kostnaðarsamar. Allt virðist því stefna að því,
að einungis verði notuð net, af einhverri teg-
und í framtíðinni, ennþá meir en gert hefir
verið, þótt þau hafi verið allmikið notuð.
Þar sem notaðar eru allmargar tegundir
neta, allar ólíkar hver annaúi, þarf mikla
kunnáttu til að geta búið þau öll til það vel,
að þau séu góð veiðiverkfæri. Sum net eru slétt
og óbrotin og mjög fljótlegt að læra að búa
þau til einhvernveginn, t. d. þorskanet, síldar-
net, jaxa- og silung'anet og hrognkelsanet.
Þessar tegundir eru að því leyti einfaldar, að
netið sjálft er alt jafndjúpt og úrtökulaust.
Aðeins möskvastærð og felling, sem þekkja
verður og svo að velja í þau mátulega svert
garn og af góðri tegund. Herpinætur eru líka
úrtökulausar eða flestar þeirra, en þær eru
með dýptarmismun, svo mörgum eða flestum
eru þær erfiðari viðfangs, heldur en ef um úr-
tökur væri að ræða.
Troll öll, hvað sem veiða á með þeim og eins
dragnætur, eru búin til með úrtökum og eru
sumar eftir föstum reglum, aðrar hingað og
þangað um netið, eins og t. d. í dragnótum og
þó einna mest í síldartrollum vegna þess að í
þeim er svo misjöfn möskvastærð eða um 12
á alin í vængjunum, upp í 48 neðan til í
belgnum og allt jafnað með úrtökum, eftir því
25
VÍKINGUR