Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 26
sem möskvinn minnkar. — Menn eru mjög misjafnlega fljótir að læra að þekkja þetta allt nægilega vel til að geta tekið að sér uppsetn- ingu þessara veiðarfæra, og mjög fáir svo vel að sér, að geta búið þau til öll svo vel sé. Öllum þessum veiðarfærum er margt sam- eiginlegt, t. d. verða þau að vera rétt upp sett og haldast rétt á meðan þau eru í notkun. Það þarf að vera hart og létt efnið sem í þeim er, og af sem allra beztu tegund. Það þarf að vera sem grennst og vel unnið og veið- arfærið má ekki vera of stórt. Vanti eitthvað af þessu, verður veiðarfærið aldrei gott veiðverkfæri, það er alveg víst, en mönnum getur gengið sæmilega að veiða með þeim og álitið þau góð, en það er ekki sönnun fyrir því, að þau geti ekki verið betri. Sá maður, sem fæst mikið við dragnætur, hefir allra manna bezt tækifæri til að dæma um hve lítið má vera að þeim til þess að þær fiski ekki, og margar fiskað dálítið og hafa menn haldið, að þær væri sæmilegar, en hafi þær verið skoðaðar nákvæmlega, hefir fundist eitthvað að þeim og þegar það er lagað, hafa þær fiskað mikið betur. Sumar dragnætur hefir ekki verið hægt að draga vegna þess að þær hafa alltaf verið fast- ar, aðrar svo þungar að þær hafa lokast allt of fljótt og dregist eftir það lokaðar. Allar þess- ar nætur er hægt að laga, ef garnið í þeim er ekki of þungt. Verkstæði það, sem ég hefi unnið á, hefir fengið sendar dragnætur hingað og þangað að af landinu. Að sumum var hlægi- lega lítið, sumum mikið. Allar voru þessar næt- ur útlendar, því mjög lítið hefir verið búið til af þeim hér. Þó settum við upp nokkra tugi, sem líkuðu vel þegar við gátum fengið í þær vissa garntegund, létta og harðsnúna, en ef garnið var linsnúið og þungt í sér, líkuðu þær ekki rétt vel, þó þær væru að öðru leyti nákvæmlega eins, aðeins garnið sjálft gerði það að verkum að ekki var hægt að gera þær að góðu veiðiverkfæri. Almesti gallinn á þessu er, að sá sem fiska á með veiðarfærinu, skuli ekki geta dæmt um sjálfur, hvort það er sæmilegt veiðiverkfæri eða ekki. Honum gengur illa, hann veit ekki VÍKINGUR af hverju það er, hvort það er af hans óheppni eða klaufaskap, eða af því að eitthvað sé að veiðarfærinu. Mitt álit og mín reynsla er, að á fjöldanum af veiðarfærum séu einhverjir gallar, aðeins misjafnlega miklir. Þótt veiðarfærið sé skoðað og mælt upp nákvæmlega, finnst kannski ekki neitt að því, eða með öðrum orðum, það er sett upp eins og venjulegt er, en þá er það, að veið- arfærið getur verið of stórt eða of þungt efn_ ið sem í því er. Ég get ekki látið hjá líða, að nefna hér eitt dæmi um hve lítið má vera að dragnót til þess að hún ekki fiski. Nótin var eftir mig sjálfan. Það voru til hjá okkur nokk- urar slöngur en við áttum ekki til á þær teina. Maður kom og bað um dragnót, en ég sagði að við ættum ekki til teina, en hann sagðist eiga nóga gamla teina ágæta, sem hann vildi heldur nota, heldur en að fá ekki nótina. Þeg- ar hann kom svo með teinana, voru þeir af tveim nótum en ekki hægt að fá góða teina, nema taka úr báðum. Ég bað svo þann, sem alltaf felldi fyrir okkur, að fella nótina og at- hugaði ekki að segja neitt um hvernig nota ætti teinana, hverja saman, eða hvar. Þegar maðurinn kom inn aftur sagði hann að nótin hefði fiskað ágætlega tvö höl, og svo ekki söguna meir. Ekki nokkurn hlut. Ég sagði honum að koma með nótina og þegar farið er að skoða hana, finnst ekki neitt að, þegar tein- arnir eru lagðir saman passa þeir nákvæm- lega, en út af þeim hlaut þetta að koma og sá sem felldi nótina hélt því fram, að þetta hlyti að vera vitleysa, en ég efaðist ekki um að mað- urinn hefði rétt fyrir sér. Við enn frekari athugun, kom í ljós, að not- aðir höfðu verið bútar sitt úr hvorum teinum á víxl sem stemmdu ekki hver á móti öðrum en voru þó jafn margir báðum megin og orsak- aði snúning á netið en raskaði ekki hlutfalli á milli teinanna. Þegar svo búið var að fella nót- ina aftur, reyndist hún prýðilega. Það er alveg víst, að dragnætur fiska ekki vel, nema þær hafi þau skilyrði, sem áður er getið og á það við um öll net, að þau verða að vera létt, rétt upp sett o. s. frv. Ég hefi oft verið að hugsa um, síðan ég kom í land og hefi rekið mig á að net veiða ekki, af 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.