Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Side 1
5 1 Ó m F) H H R B L F) Q ! Ð UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS III. árg., 1. tbl. ReyUjavík, janúar 1941 ÁRAMÓT Árið 1940 er liðið, fyrir margar þjóðir hef- ur það verið ár sorgar og eyðileggingar. Ekki hefur þjóð vor alveg sloppið við afleiðingar hins hörmulega hildarleiks, sem nú er háður í námunda við okkur, þótt segja megi, að við höfum sloppið mjög vel til þessa, þegar tekið er tillit til þess, hvað aðrar þjóðir verða að líða, og einnig til þess, hve oft við hættum á tæpasta vaðið í hinni daglegu lífsbaráttu sjó- mannanna. Land okkar hefur verið hertekið af erlendu stórveldi, eins og svo mörg önnur lönd. Það, að við höfum enn að mestu sloppið við almenn óþægindi af völdum hertökunnar, er að sjálfsögðu mest að þakka legu landsins, svo og nokkuð eðli hertökunnar. Það mun þó vera heitasta ósk allra sannra íslendinga, að því fargi verði sem fyrst létt af þjóðinni. En til þess að þjóðin geti orðið frjáls þjóð og notið frelsisins, eins og menningarþjóð sæmir, er ekki nóg að losna við hið erlenda setulið. Þegnaimir þurfa einnig að verða frjálsir, en þeir eru og verða fangar í sínu eigin landi á meðan að þeir eru dæmdir til ævarandi vinnu- mennzku hjá allskonar landshornalýð, er safnast. hefur í bæina og lifir þar á því, að vera hattvirtir kjósendur, leggja ekkert á sig, en heimta allt af öðrum. Auðvitað á þetta ein- ungis við þá, sem ekki vilja vinna. Þannig eru þá hinir vinnufúsu dæmdir til þrældóms fyrir þenna lýð og misjaínlega vitur stjórnarvöld, bæði bæja og ríkis. Þetta er ekki hið rétta ástand og því verður að breyta. Skattalöggjöfin og útsvörin verða að vera sniðin þannig, að til einhvers sé að vinna og strita daga og nætur. Lítið hefur áunnizt í hinum ýmsu áhuga- málum sjómanna á hinu ný-liðna ári, og veld- ur þar mestu um hið óvenjulega ástand, að oss er tjáð. En nú virðist vera þeir uppgripa- tímar, fyrir verzlun og sölu sjávarafurða, að vel mætti ætla að nú yrði hafizt handa um stórfellda lausn þeírra mála; þarf víst ekki að minna á, að fyrir dugandi starf íslenzkra sjómanna velta nú þær fjárfúlgur inn í landið, sem fáa hefur víst nokkurntíma dreyrnt um, hvað þá heldur séð, hér hjá oss. Bíðum við nú og sjáum hvað gerist á í hönd farandi Alþingi í málum þeim, er sjómenn hafa sérstaklega beitt sér fyrir á síðustu tímum. Veltur á miklu um lausn þeirra, sérstak- lega fyrir framtíð sjómannastéttarinnar. Það, sem gert hefir verið, er lítið, en það, sem þarf að gera, er mikið og mikilsvirði. Það þykir ekki hlíta að fara hér um mörg- um orðum að þessu sinni. Þó skal aðeins minna á, að það málið, sem efst er í huga sjómanna, auk vitamálanna, er skólabygging sú, hin margum talaða, sem sjómenn hafa beðið eftir svo árum skiptir. Eins og ástatt er nú um vitamálin, þar með er átt við fyrirmæli hins erlenda setuliðs um að eigi skuli loga nema á einstöku vitum, og 1 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.