Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Page 10
HARALDUR OUÐMUNDSSON: Hvert er viðhorf ríkisvaldsins fil bræðslusíldarútvegsins? Sumarið 1940 mun vera eitt mesta síldar- sumar, sem menn muna. Veðráttan var einn- ig sérstaklega hagstæð til síldveiða fyrir Norðurlandi. Það hafa því farið saman góð- viðri og yfirgripsmikil síldargengd. — Flestir munu því líta svo á, að nú sé til viðar runnið eitt mesta hagsældar sumar, sem komið getur yfir íslenzkan síldarútveg og þá menn, sem að honum vinna. Sumarið er nú liðið og því hægt með fullum rökum að benda á þann sorglega sannleika, að síldveiðifloti lands- manna átti þess engan kost að nýta að fullu þá veiðimöguleika, sem fyrir hendi voru vegna ófullnægjandi löndunarskilyrða. f línum þeim, sem hér fara á eftir, mun verða reynt að taka til athugunar það ófremd- ar ástand, sem ríkt hefur í síldarútvegsmálum þjóðarinnar um margra ára skeið, enda þótt það hafi náð hámarki í sumar. Á s.l. vori var nokkur uggur í síldarútvegs- mönnum viðvíkjandi bræðslusíldarútgerð á komandi sumri, vegna styrjaldar þeirrar sem nú geisar hér í Norðurálfunni. Komu því fram frá útgerðarmönnum ýmsar kröfur um íhlut- un ríkisstjórnarinnar til tryggingar hallalaus- um rekstri síldarútvegsins á sumrinu. Nokkru eftir miðjan júní tilkynnti stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins að tilhlutun ríkisstjórnarinnar, að öll sú bræðslusíld, sem Síldarverksm. rík- isins tækju á móti í sumar yrði aðeins tekin til vinnslu og greitt út á mál (135 kg.) síldar kr. 12,00, sem væri óafturkræf lágmarks- greiðsla, auk þess myndi að loknu starfsári verksmiðjanna verða greidd verðaukning, ef hagnaður yrði á rekstri þeirra. Á þessu lág- marksverði var þó gerð breyting 20. ágúst á þá lund, að það var lækkað í kr. 9,00 á mál og stóð verð það sem eftir var veiðitímans. Stjórn Síldarverksm. ríkisins hefur því á þessum óvenjulegu tímum, með aðstoð ríkis- stjórnarinnar, náð sínu langþráða takmarki, þ. e. a. s., henni hefur tekizt að ná í sínar aðist sem elding aftur að stýrissveifinni, rak son sinn frá henni, tekur sjálfur við og segir syni sínum að setjast í sæti sitt á öftustu þóft- unni, sem hann og gerði og miðaði nákvæmlega, hvort faðir sinn léti horfa á túngarðinn og gæti stýrt svo nákvæmt, að hnífill bátsins aldrei leit- aði annað hvort norður eða vestur fyrir tún- garðinn. Og sér til stórrar undrunar, sagði Rós- inkar fóstri minn mér, að svo hefði faðir sinn stýrt beint, hvort heldur var á báru eða milli bára, þá hefði hnífill bátsins jafnan stefnt á túngarðinn, meðan Árni stýrði, sem ekki var lengi, þangað til hann heimtaði son sinn til sín, lét hann halda um stýrissveifina með sér og sýndi honum og kenndi stjórn.araðferð sína, er Rósinkar sagði mér, að sér hefði síðan að góðu gagni komið, þótt hann varla hefði orðið jafnsnjall föður sínum í þeirri all-miklu íþrótt, að stýra með snilld, stærri eða smærri opnum skipum. VÍ KINGUR 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.