Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Qupperneq 18
FRAMH. AF BLS. 15.
rok náð sér um mikinn hluta landsins og rign-
ing að minnsta kosti um allan suður- og vest-
urhluta þess. Úrkoman er jafnan minnst aust-
an til á Norðurlandi, og stundum rignir þar
alls ekki. Mest verður úrk(.;uan á Suðurlandi,
einkum undir Eyjafjöllum og í Skaftafells-
sýslum. Veldur því nálægð fjalla og jökla,
sem ná þar til sjávar eða því sem næst. Enda
er heildarúrkoma ársins hvergi á landinu
meiri en á þessum slóðum.
Nú eru þrír möguleikar fyrir hendi, og skal
þeim lýst hverjum fyrir sig.
1. Lægðin fer norð-austur á milli Vestfjarða
og Grænlands, og norður fyrir land. Þegar
lægðarmiðjan er á að gizka komin norður á
móts við Vestfirði, gengur vindur skyndilega
til suð-vesturs, fyrst á Suð-vestur- og Vestur-
landi og síðan smátt og smátt og allt land.
Venjulega lygnir heldur, en vindurinn verð-
ur ójafnari, byljóttur. Jafnframt tekur veður-
lagið miklum breytingum. í stað samfelldrar
rigningar gengur nú á með skúrum eða éljum,
og er vindur hvassastur í éljunum. Á milli
éljanna birtir í lofti og heiðir jafnvel alveg af
sér um stund. Þetta er hinn alræmdi útsynn-
ingur. Oftast kólnar með suð-vestanáttinni. Á
Austurlandi og vestan til á Norðurlandi létt-
ir til, um leið og vindur snýst til suðvesturs.
Lægðin fjarlægist nú í stefnu á Svalbarða eða
Norður-Noreg. Vindinn lægir smámsaman
hér á landi, lengra bil verður milli skúranna
og þær sjálfar vægari. Frá því að vindur sner-
ist í suð-vestur hefur loftvog stigið, álíka ört
og hún féll áður.
Ef gert er ráð fyrir, að loftvog hafi byrjað
að falla á Suður-Grænlandi t. d. kl. 12 á há-
degi á þriðjudag og að lægðin stefni til norð-
austurs með 60 km. hraða á klst., þá verður
hennar vart hér í Reykjavík um 8-leytið á
miðvikudagsmorgun, þá fer loftvog að falla
hér og klósigar koma í ljós. Kl. 16—17 sama
dag er kominn suðaustan stormur með rign-
ingu. Rigningin stendur ekki nema 4—5 tíma,
segjum til kl. 21 (kl. 9 að kvöldi). Þá breyt-
ist veðrið snögglega í útsynning. Á Norðaust-
urlandi skeður allt 8—9 tímum síðar. Suð-
vestanáttin helst næstu nótt og næsta dag og
VÍKINGUR
ef til vill lengur, en úr því fimmtudagurinn
er á enda, er rétt að hafa gát á loftvoginni,
hún kann að taka að falla á ný, áður en varir,
boðandi nýja lægð. Lægðin hefir verið 1 (4—
2 sólarhringa að fara fram hjá.
2) Lægðin fer beint yfir landið, t. d. í stefnu
frá Reykjanesi til Langaness. 1 sjálfri lægðar-
miðjunni, sem er stór eða lítil um sig eftir at-
vikum, er logn en mikil rigning (eða snjó-
koma). Þar sem hún fer yfir, sléttlygnir allt í
einu, og loftvog hættir að falla. Eftir stutta
stund hvessir aftur jafn snögglega en af öf-
ugri átt, norðri eða norðvestri. Sunnan við
lægðarmiðjuna tekur vindur einnig snöggum
breytingum, stekkur úr suðaustri yfir í vestur
eða jafnvel norðvestur. Jafnframt getur kóln-
að mjög og gert mikla fannkomu — stórhríð
— sem stendur þó jafnan stutt, í hæzta lagi
fáeinar klukkustundir, og nær heldur varla
nema austur undir ÍEyjafjöll. Eftir nokkra
tíma linnir úrkomunni sunnanlands og tekur
þá að létta til. Fyrir norðan lægðarmiðjuna
tekur vindurinn ekki nein stór stökk, heldur
snýst hann jafnt og þétt úr suðaustri í austur,
norðaustur og allt upp í norður eða jafnvel
norðvestur. Þessu fylgir stórhríð um allt Norð-
urland, skellur fyrst á á Vestfjörðum, en hún
stendur fremur stutt, varla meira en 1—2
dægur. Þegar lægðin er komin austur eða
norðaustur fyrir landið, verður vindur norð-
lægur um allt land, oft með talsverðu frosti,
en bjartviðri sunnanlands.
3. Lægðarmiðjan fer meðfram suðurströnd
íslands og austur fyrir land. Vindur gengur
þá í austur og norðaustur eða norður um allt
land án snöggra breytinga. Úrkoma verður
skammvinn syðra en þeim mun meiri á Austur-
og Norðurlandi og veður nyrðra líkt og í dæm-
inu hér á undan.
I þessum lýsingum hefur verið gert ráð fyr-
ir djúpum og kraftmiklum lægðum, sem fara
með allmiklum hraða, m. ö. o. lægðum á bezta
skeiði. Ef þær eru hinsvegar teknar að eldast
og lýjast, læðast þær áfram löturhægt og hafa
það jafnvel til að „setjast um kyrrt“ yfir
landinu eða í nánd við það. Af því getur leitt
staðviðri eða ,,þráviðri“ dögum saman. Enn-
fremur má geta þess, að þegar lægðir eru
18