Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Side 20
AGNAR GUÐMUNDSSON:
Rrásin á „Rrinbjörn hersir“
Víkingurinn hefir náð tali af Agnari Guð-
mundssyni, er var 1. stýrimaður á Arinbirni
hersi, þegar hin ægilega loftárás var gerð á
hann af þýzkri sprengjuflugvél þann 22. des.
s. 1. 14 sprengjum var varpað á skipið og vél-
byssukúlum rigndi yfir skipverja meðan þeir
voru að reyna að komast í lífbátana. Agnari
segist svo frá:
Sunnudagsmorguninn þann 22. des. s. 1., er
Arinbjörn hersir var staddur á 53° 23' N. br.
og 5° 05' V. lgd., eða um 12 sjómílum NV af
Mull of Cantyre, heyrðum við til flugvélar,
sem okkur þótti nú engin nýlunda, því urg
þeirra er orðið svo hversdagslegt, einkum í
námunda við Englandsstrendur. Og það er nú
svo, að vanalegast er ekki verið að reikna út,
hvort þessari eða hinni flugvélinni búi illt í
huga við viðkomandi. í þessu tilfelli skeði það,
sem alltaf má búast við. Flugvélin, sem var
,,Heinkel“ 111, long distance twinengine-
bomber, flaug niður undir masturtoppa skips-
ins, og lét sprengju falla, er féll bakborðs-
megin við skipið og orsakaði óhemju loftþrýst-
ing. Skipið lék á reiðiskjálfi, líkt og því hefði
verið siglt með fullri ferð upp í stórgrýti.
Eitt og annað gekk úr skorðum, ljós slokkn-
uðu, og leki kom þegar að skipinu. — Þeggr
svona stendur á, má enginn vera að því að í-
huga hvaða geigvænlegu augnablik eru að
líða, allir hafa nóg að gera við að koma fyrir
sig þeim öryggistækjum, sem skipinu fylgja
og hægt er að notfæra sér.
Okkar fyrsta verk var að slaka bakborðs-
bátnum, sem var útsleginn, og meðan við vor-
um að slaka bátnum, flaug flugvélin yfir okk-
ur og reyndi með vélbyssu sinni að hæfa menn-
ina, sem voru að slaka, um leið og hún lét aðra
sprengju falla. Þegar báturinn var kominn í
sjóinn og komnir í hann 8 menn, flaug flug-
vélin yfir í þriðja sinn og lét nú skothríðina
dynja á skipinu og ibátnum og sleppti nú
tveimur sprengjum, sem þó hvorugar hittu
skipið. Við þessa skothríð særðust allmikið 5
af þeim, sem í bátnum voru, og einn á þilfar-
inu. Ennfremur skemmdist báturinn það mik-
ið, að hann flaut aðeins á öftustu loftkössun-
um. Eftir að við vorum komnir frá skipinu á
lífbátnum, sem var illa sjófær, gerði flugvélin
3 árásir á það. Alls lét hún 14 sprengjur falla,
en engin hæfði skipið, en svo nærri féllu þær,
að skipið kastaðist og liðaðist til, eins og það
væri í brimróti upp í skerjagarði.
Það var sýnilegt strax, að flugmennirnir
beindu skothríðinni aðallega að skipverjum,
í útvarpinu. En vonandi koma aftur betri tím-
ar, þegar spámönnum lands vors verður veitt
málfrelsi og leyft að vaða elginn um veðrið
og veginn og vinda og lægðir. Vænti ég þess,
að skýringar þær, sem gefnar hafa verið hér
í ritinu á aðferðum við veðurspár og háttum
lægða, megi verða til þess, að einhverjir geti
betur en ella glöggvað sig á veðurlýsingum
og veðurspám og haft af þeim aukin'not.
VIKINGUK
20