Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 27
um leið og bullan lokar útstreymisopunum á uppleið, og 15% aukinn þunga á loftinu í strokknum. En þetta gaf þó aðeins 6,3 kg meðal- þrýsting í m.s. „Aslaug Torm“, sem áður er nefnd. Þá hafa Werkspoor verksmiðjurnar árið 1943 búið hollenzka farþegaskipið „Prins Willem van Oranje“ einni Werkspoor-Lukt tólf strokka einvirkri tvígengisvél, sem hefur 125 snúnings- hraða með 7,5 kg meðalþrýsting. Þessi vél not- ar sumpart blástursgasið sem orkugjafa fyrir þrýstihleðslu og skojun. En auk þess eru hjálp- arloftdælur, sem dregnar eru af hverju kross- höfði, og gerir það vélina nokkuð flóknari. B. & W. verksmiðjunum hefur hins vegar tek- izt að finna rétt stærðarhlutföll milli blástur- pípanna og blásturgassnældunnar, þannig að snældan gefur nægilega orku til þrýstihleðslu við gangsetningu með aðstoð gangsetningslofts- ins í blástursopunum, og hæggangi með mjög lagþrýstu blástursgasi. Gerð vélarinnar verður nú stórum einfaldari. Hið merkilega notagildi hennar stígur úr 81—90%, og þrýstihleðslan eykur orkuna um 35%. Eftir þessari gerð eru nú smíðaðar tvígengis trunk-vélar, tíu strokka. Slaglengd 900 mm, strokkþvermál 500 mm. Ná þessar vélar um 625 hö. í strokk með 7,9 kg meðalþrýstingi og 200 snúningshraða. Án þrýstihleðslunnar náðu þessar vélar aðeins um 416 hö. pr. strokk. Krosshöfuðvélar smíðar B. & W. nú af ofan- nefndri gerð, tíu og tólf strokka, og fimm strokk- stærðir með tilsvarandi slaglengd. Allar vinna þær með 7,9 kg meðalþrýstingi. Kunnugt er, að Gebr. Stoork verksmiðjurnar smíðuðu árið sem leið átta strokka tvígengis einvirka dieselvél með þrýstihleðslu knúna frá FramleiSsla: REKNET J ASLÖN GUR HERPINÓTABÁLKAR ÞORSKANET o.fl. o.fl. Netin eru hnýtt úr bómullargarni, liampgarni, perlon- og nylon- garni. SCIIROEDER-netm eru óviSjafnanlega vei&in! N etaverksmiSja GRien SCHROEDER & CO., Reinheim og Hamborg Þýskalandi Stofnsett 1872 Einkaumboðsmenn: V. Siqurðsson & Snœbiörnsson h.f. Aðalstræti 4 - Sími 3425 - Símnefni: Vimex blástursgasinu. Vinnur sú vél með 7,0 kg og 115 snúningshraða. Margt bendir því til, að það verði tvígengis einvirkar krosshöfuðvélar með þrýstihleðslu knúin blástursgasinu, sem eftírsóttastar verði fyrir stóru skipin næstu árin. Þá virðist gas- knúin þrýstihleðslutæki einnig vera að ryðja sér til rúms í fjórgengisvélum fyrir fiskiskip. H. J. Smœlki — Jæja, Siggi minn. Þykir þér ekki gaman að henni litlu systui' þinni? — Jú, dálítið. En ég vildi nú heldur, að það hefði verið strákur. Dóri leikbróðir minn eignaðist systur í haust, og nú fullyrðir hann, að ég sé bara að herma eftir sér. VÍKINGUR 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.