Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Side 27
Nýtt hraðfrystihús á Akureyri
Fiskmóttaka hefst væntanlega
í júlímdnuði,
Stórbætt aðstaða útgerðarinnar og starfs-
manna d sjó og landi.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofum Út-
gerðarfélalgs Akureyrar h. f., er nú unnið sleitu-
laust og af fullum krafti við framkvæmdir hins
nýja hraðfrystihúss og hefur svo verið síðustu 4
mánuði.
Færiböné'n sett upp.
Verið er að ganga frá niðursetningu frystivél-
anna og einhvern næsta dag verður byrjað á að
setja upp færiböndin. Þegar því verki er lokið
líður að því að hið nýja fyrirtæki geti hafið mót
töku fiskjar af fullum krafti. Má ætla, að það
geti orðið í júlí n. k.
Öll starfsemin á einum stað,
Öll starfsemi félagsins verður færð í nýju
bygginguna, skrifstofur, netagerð, og þar verður
rúmgóður borðsalur til hagræðis fyrir starfs-
fólkið. Aðstaða Útgerðarfélagsins batnar til
stórra muna, verkstjórn verður auðveldari,
vinnuskilyrði við fiskverkunina verða önnur og
betri og sjómennirnir munu fagna því að vita
með nokkurri vissu að togararnir koma reglulega
í höfn í stað þess að leita löndunarhafna víðs
vegar svo sem gert hefur verið, sjómönnum til
mikils óhagræðis og leiðinda.
TJppgröftur — uppfylling.
Nýja togara höfnin er hin myndarlegasta og er
þessa daga verið að dýpka hana, framan við
frystihúsið. Er uppgröfturinn notaður til upp-
fyllingar á Bátadokkunni.
ísframleiðslan gefst vel.
Isframleiðslan hefur gefizt ágætlega og hefur
fullnægt eftirspurn við Eyjafjörð og aðkomu-
skipa. Hófst hún í október síðastliðið haust.
Lolcaátakið.
Lokaátakið til að gera hraðfrystihúsið starf-
hæft er uppsetning færibandanna, sem nú verður
farið að vinna að. Með þeim skapast ný aðstaða
hér við löndun. Hætt verður að flytja fiskinn á
bílum, svo sem gert hefur verið með ærnum
kostnaði og óæskilegri meðferð á fiskinum.
SJÓMAN NAB LAÐIÐ
V í K I N G U R
ÚTGEFANDI: F. F. S. í. — Ritstjóri Halldór Jónsson. — Ritnefnd:
Júúus Ólafsson, Ingólfur Þóröarson, Geir ólafsson, Henry Hálfdans-
son, Hallgrímur Jónsson, Egill Jóhannsson, Birgir Thoroddsen, Theo-
dór Gíslason, Páll Þorbjarnarson. — Blaðið kemur út einu sinni I
mánuði, og kostar árgangurinn 60 kr. — Ritstjórn og afgreiðsla er í
Fiskhöllinni, Reykjavík. — Utanáskrift: ..Víkingur". Pósthólf 425.
Reykjavík. Sími 5653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
Hindrun ketilsteins
í öllu vatni eru uppleyst sölt og gastegundir, sem
geta valdið ryðmyndun og setja sig föst sem stein-
lag innan í hitapípur. Þetta torveldar hitaleiðni og
þar með nýtingu hitunartækja. Það kostar og bæði
vinnu og fjármuni að fjarlægja steinlagið úr píp-
unum.
Mörg úrræði eru fyrir hendi bæði efnafræðileg og
raffræðileg til þess að „mýkja“ vatnið og hindra
steinmyndun. En þessum aðferðum fylgir annað
tveggja dýr raftæki eða stöðug notkun efna sem setja
þarf í vatnið.
Aðferð, sem er alveg sjálfvirk, ryður sér nú til
rúms í skipum, til þess að hreinsa veitivatnið í eim-
kötlum og til notkunar í öllum sjó og vatnskerfum.
Tækið er fremur lítið og hólklaga. Er það sett á
vatnsleiðningar þannig, að vatnið streymi lóðrétt upp
í gegnum hólkinn. í hólknum eru nokkrir sterkir
seglar, sem breyta kristallagerð saltanna sem upp-
leyst eru í vatninu. Skilja þá söltin sig úr og botn-
fellast og er þá hægt að fjarlægja þau með því að
blása þeim út á venjulegan hátt.
í kerfum þar sem hitastigið er ekki yfir 70 stig
C, fylgja söltin vatninu í hringrásinni án þess að
setja sig föst á hitaflötinn. Þessi aðferð er alger-
lega eðliskennd og útheimtir enga íblöndun í vatnið
af neinu tagi. Sé ketilsteinn fyrir hendi í kerfinu,
losnar hann af smám saman með þessari aðferð, og
er þá hægt að blása honum út á venjulegan hátt.
Ekki útheimtist heldur neitt viðhald eftir að tækið
er komið á staðinn. Hólkurinn er innsiglaður og segl-
arnir eru vel frá gengnir og missa ekki segulmátt
sinn við notkun. Það eina sem þarf er að hæfilega
oft sé blásið frá botni ketlisins eða kerfisins til þess
að fjarlægja steinefnin sem losna. Tæki þessi eru
tiltölulega ódýr einkum fyrir lítil kerfi og ekki rúm-
frek. Eftir „Nork Maskintidende". Hallgr. J.
Aðstoð við Sænska fiskimenn
í skerjagarðinum við Stokkhólm hefur verið komið
af stað vegna neyðarástands sem skapaðist hjá þeim
við það að smásíldarveiðin í austur-sjónum brást þeim
algjörlega vegna ísalaga, svo síldin kom alls ekki á
sínar venjulegu slóðir, og hitastig sjávarins enn svo
lágt, að vonlaust er talið, að síldin komi. Talið er
að meðaltap hvers sjómanns sé um 5,000,00 sænsk-
ar krónur,
139