Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 2
~j* M.s. Rafnkell ferst Vélskipið Rafnkel úr Garði fór í sinn fyrsta róður á nýbyrjaðri vetrarvertíð, um kl. 2 aðfaranótt mánudagsins 5. janúar s.l. Nótt- ina sem Rafnkell fór í róðurinn úr Sandgerði, höfðu farið þaðan nokkrir aðrir bátar. Út á miðin er talin um hálfs annars tíma sigling. Eru þau beint vestur af Garðsskaga, 10—15 mílur. Ekki var vitað um ferðir annarra skipa á þessum slóðum, en fiskibáta úr verstöðvum á Suðurnesjum. — Á miðunum var slæmt veður og munu Rafnkels-menn ekki hafa lagt línuna. Á svipuðum slóðum var og Víðir II. úr Garði, og einn- ig vélbáturinn Mummi. Sást síðast á mánudagsmorgun. Um klukkan fimm ámánudags- morgun hafði Eggert skipstjóri á Víði II. samband við Rafnkel. Víðir var þá að leggja línu sína. Um borð í Rafnkeli var þá allt með eðlilegum hætti. Skömmu eftir þetta samtal milli bátanna, hafði skipstjórinn á Mumma, Sig- urður Bjamason, séð til Rafn- kels. Rétt á eftir brá Sigurður sér niður til þess að fá sér kaffi- sopa, en þegar hann kom upp í brúna aftur, sá hann ekki Ijósin á Rafnkeli. Mun Sigurður þá ekki hafa talið ástæðu til að grennsl- ast um ferðir Rafnkels. Þetta er hið síðasta sem til Rafnkels sást. Aðrir Sandgerðisbátar komu úr róðri á áætluðum tíma á þriðju- dag. Leitað var til Slysavarnafé- lagsins, og var hafin leit á sjó og í landi. Fóru björgunarsveitir af stað meðfram ströndinni, en björgunarskipið Sæbjörg, sem var á næstu grösum, hóf leit. Menn gengu á fjörur í Kirkju- vogi og fundu ýmis veiðarfæri rekin merkt Rafnkeli, svo og þil- farsplanka. Garðar Guðmundsson, skip- stjóri á bátnum, var meðal kunn- ustu aflamanna á Suð-Vestur- landi. Hann var sonur hins þjóð- kunna atorkumanns, Guðmundar Jónssonar, útgerðannanns á Rafnkelsstöðum í Garði, en hann var eigandi bátsins. — Rafnkell var byggður í Þýzkalandi 1957 og var 70 tonn. Þeir, sem fórust, voru þessir: Garðar Guðmundsson skipstj., 41 árs. Hann lætur eftir sig konu og 9 börn. Kona hans er Guðrún Ása Eyjólfsdóttir. Eru þrjú börn þeirra fermd. Var Garðar sonur Guðmundar á Rafnkelsstöðum og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Björn Antoníusson stýrimaður, Skipasundi 31, þrítugur. Hann var frá Fáskrúðsfirði. Kona hans er Guðrún Mikkelsen og eiga þau tvær dætur, 5 og 2ja ára. Móðir Björns, Sigrún Björnsdóttir, var og í heimili þeirra. Vilhjálmur Ásmundsson 1. vél- stjóri, Sandgerði, 33 ára. Hann lætur eftir sig konu og tvö böm, hið eldra 10 ára en hið yngra 6 mánaða. Kona hans er Gróa Ax- elsdóttir. Faðir hans er Ásmund- ur, bóndi á Kverná í Grundar- firði. Magnús Berentsson matsveinn, Sandgerði, 32 ára. Hann bjó hjá foreldrum sínum, Berent Magn- ússyni og Kristínu Þorsteinsdótt- ur í Krókskoti. Jón Sveinsson háseti, 36 ára, Sandgerði. Hann lætur eftir sig unnustu, Unni Lárusdóttur, og móður átti hann á lífi, Kristínu Guðmundsdóttur, sem hjá honum var. Ólafur Guðmundsson háseti, 36 ára, Sandgerði. Hann var fyrir- vinna aldraðra foreldra sinna, Guðmundar Eyjólfssonar og Guð- rúnar Ölafsdóttur í Amarbæli í Sandgerði. i (.! V ■" <• ' til skipverja á m/s Rafnkeli GK 510. Aðfaranótt 4. janúar lagði m.s. Rafnkell frá Garði upp í sína fyrstu sjóferð á nýbyrjuðu ári, sem um leið varð hans síðasta. Hlekkir hafa brostið í íslenzkri sjómannastétt. Það er okkar hlut- verk, sem eftir stöndum, að tengja þá á ný. 1 dag kveðjum við þessa sex eftirtöldu félaga og þökkum þeim fyrir liðnar sam- verustundir. Garðar Guðmundsson, skipstj., Vilhjálmur Ásmundsson, vél- stjóri, Jón Sveinsson, háseti, Björn Antoníusson, stýrimað- ur, Magnús Berentsson, matsv., ólafur Guðmundsson, háseti, VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.