Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 26
alla þá orku, sem hann hafði, í leift- ursnöggt hægri handar högg. Höggið — áreksturinn — hrelldi Japanann. Hann fálmaði í tilgangs- leysi út í bláinn, og með andköfum þyrlaðist blóð milli mölbrotinna tannanna. Þá fékk hann annað hægri hand- ar högg, sem hafði verið seilst langt til. Miskunnarlaust högg á kjálka- barðið. Hinn japanski áflogahundur hætti pati sínu, og í stað fjaðurmagnaðs, iðandi líkamans, lyppaðist nú mátt- vana líkami niður á gólfið. Enginn gekk fram til þess að telja. Krónprinsinn og Ugaki óskuðu Clear til hamingju með sigurinn, en hvað þeir nöldruðu í barminn heyrði hvorugur okkar. Grafarkyrrð ríkti í salnum. Sviplaus, skásett augu áhorfenda störðu á máttvana hrúgald jujitsu hetjunnar um leið og því var drösl- að burt af leiksviðinu. Aldrei heyrð- ist Kitamura getið framar. Það er lítill vafi á því, að hann hafi gripið til kviðristunnar, sem er hin eina friðþæging Japanans fyrir yfirsjón- ir, sem samlandar hans fyrirgefa ekki. Við Clear fundum það á öllu að dvöl okkar var þegar orðin nógu löng, svo að við hröðuðum okkur á brott. Á heimleiðinni sagði Clear við mig: „Aldrei skal ég láta ykkur flækja mig út í annað eins, — aldrei að eilífu“. En sögu Clears er ekki lokið. Hann átti eftir að kynnast Japönum betur. Hann tók þátt í bardögunum á Bataamskaga og er sagður hafa gengið svo vasklega fram, að hann var heiðraður sérstaklega. Hér fer svo á eftir grein skrifuð af Clear ofursta um hinn japanska hermann: Þeir eru ekki miklir á velli jap- önsku hermennirnir, eða vörpulegir. Ef valinn væri úr meðalmaður, mundi hann reynast um 160 cm á hæð og liðlega 100 pund. Hann fær kr. 8.20 á mánuði í kaup og af því má hann eyða 60 aurum til eigin þarfa. En hann getur lifað á hnefa- 26 fylli af hrísgrjónum og litlum bita af þurrkuðum fiski á dag og álítur það meðaldagsverk að ganga 50 km. á 24 klukkustundum, og sem bar- dagamaður á hann sér engan jafn- ingja. í nokkur ár var ég í gestaþjón- ustu í japanska hernum og kynntist þá þessum smávöxnu gulleitu mönn- um mjög vel. Ég fór frá Tokyo til bæjar, sem heitir Aziu-Wakamatau, og átti að ganga þar í annað japanskt her- fylki. Hið fyrsta, sem ég rak augim í. er ég kom í aðalstöð foringjaráðs- ins, var eftirfarandi áletrun yfir dyrunum: „Munið að dauðinn er létt sem f jöður, en að skyldan er þyngri en nokkurt fjall“. Hershöfðinginn Hayashi að nafni, kynnti mig fyrir herforingjaráði sínu og svo fóru allir inn í herbergi, þar sem mynd af keisaranum hékk uppi á vegg. Allir hneigðu sig djúpt og stóðu þögulir um stund. Næsta morgun kl. 5 fengu nýliðamir frá hinum afskekktu bændabýlum sín fyrstu kynni af herþjónustunni. Við skulum skyggnast inn í eitt af þessum gulu heilabúum og sjá, hvað þar er fyrir. I fyrsta lagi veit þessi fáfróði bóndasonur að hann er afkomandi guðanna. Það er bjargföst trú hans og 80 milljóna af þjóðbræðrum hans. Þar að auki veit hann að keisarinn er sonur himinsins, hin æðsta vera og endur- holdgaður guð. Jafnvel myndin af hinum litla Hirohito, með gleraug- un, er guðdómleg. Mörg hundruð Japanir hafa látið lífið við að bjarga þessari mynd út úr brenn- andi húsum. Skólastjórar, sem hafa látið sér í léttu rúmi liggja, þótt eitthvað af skólabörnunum færust, er skólar þeirra brtrnnu, hafa fram- ið kviðristu, ef þeim tókst ekki að bjarga mynd keisarans úr brunan- um. Nýliðinn hefur að baki sérmargra ára þjálfun, við strangan aga og harðrétti. í engu landi, ekki einu sinni Þýzkalandi eða ítalíu, er líf einstaklingsins eins skipulagt af hinu opinbera og í Japan. Frá því er nýliðinn fór að vitkast, hefur hann verið hvattur til dáða með sög- um af afburðamönnum og hetjum, sem fómuðu öllu fyrir föðurlandið. Allir leggjast á eitt, heimilið, skól- inn, musterið og herbúðimar, að móta hina óþroskuðu barnssál í stakk hermennskunnar. I rauninni byrjar þjálfun nýliðans, er hann sem 6 ára sveinn, er látinn marsjera um gólfið í skólastofunni með mal- poka á baki, syngjandi hersöngva. Tólf ára gamall fær hann einkennis- búning og léttan riffil. Þá er hann látinn taka þátt í heræfingum, þar sem notaðar em léttar fallbyssur og handsprengjur. Þegar hann er 15 ára æpir hann heróp og æðir fram með bmgðnum byssusting 1 áhlaupi á ímyndaðar óvinastöðvar. Ári síðar er hann farinn að aka skriðdrekum úr krossviði um leik- velli skólans, og þegar hann er 19 ára, hefur haxui gengið 40 km. á dag með þtmgan bakpoka, grafið skotgrafir, reist gaddavírsgirðingar og lært að notfæra sér landabréf. Hann hefur vaðið yfir ískalda fjalla- læki, stundum í geirvörtur, þramm- að í ófærð og ryki og soðið hrís- grjónahnefann sinn í smáfötu yfir opnum eldi. Þá hefur hann og verið þrautæfður í skilmingum og jap- anskri glímu. Skömmu síðar sá ég þessa „ný- liða“ ganga fylktu liði inn á æfing- arsvæðið til að taka á móti rifflum sínum. Háttsettur foringi stóð við grindina, þar sem rifflunum var raðað og kallaði á einn hermann í einu. Þar hneigðu þeir sig djúpt, tóku við rifflinum og hneigðu sig svo aftur. Þessi athöfn og sú lotn- ing, sem vopninu er sýnd, er þess virði að henni sé gaumur gefinn. Nokkrum dögum síðar kynntist ég annarri hlið japanskrar skap- gerðar. Hersveitin, sem ég var með fékk skipun um að vera viðbúin, löngu fyrir dögun, í fullum herklæð- um. Ég spurði undirforingjann, sem hafði verið settur mér til aðstoðar, hvað stæði til. „Herdeildin á að ganga upp á Bandai-San og til baka í dag“. Mér leist ekki á blikuna. Bandai- San er 3500 m. hátt f jall og ég var nýsloppinn úr sjúkrahúsi í Tokyo, þar sem ég hafði legið í 4 mánuði í magablæðingu. Það var mjög heitt þennan dag og brátt tóku hertygin VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.