Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 37
SamlDykktir frá 79. jbingi F.F.S.Í. 19. sambandsþing F.F.S.Í. var haldið 25.—30. nóv. s.l. Á þinginu voru rædd ýmis mál er snerta sjáv- arútveg og sjómennsku, og fara hér á eftir helztu ályktanir, er sam- þykktar voru. I stjóm F.F.S.Í. til næstu tveggja ára voru kjömir: Sigurjón Einarsson Jónas Guðmundsson Guðmundur H. Oddsson Egill Hjörvar Bjami Bjarnason Henry Hálfdansson. Forseti sambandsins var kjörinn Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri. Aukning togaraflotans og tækni- framfarir. 1. 19. þing S.F.S.Í. skorar á Al- þingi og ríkisstjóm að láta nú þeg- ar gera ráðstafanir til þess að byggt verði eitt eða fleiri togveiðiskip af skuttogaragerð, með frystiútbúnaði, fyrir Islendinga. 2. Að einnig verði látin fara fram mjög ítarleg athugn á því, hvort ekki sé tímabært, að íslendingar eignist verksmiðjutogara. 3. Framkvæmdum að slíkri at- hugun verði hraðað, svo að Alþingi það er nú situr, hafi aðstöðu til þess að taka afstöðu til málsins, áður en þingslit fara fram að vöri. Tillögur í sambandi við síldarleit og síldarrannsóknir. Sjávarútvegsnefnd. 1. 19. sambandsþing F.F.S.l. skor- ar á Alþingi og ríkisstjórn að hlut- ast til um, að á næsta sumri verði 3 skip við síldarleit fyrir Norður- landi meðan á síldveiðitímabili stendur, og skipin öll undir beinni stjórn síldarleitamefndar og ekki tekin til annarra verkefna. 2. 19. sambandsþing F.F.S.I. leyf- ir sér að benda á, að síldarleit og síldarrannsóknir eru tvenns konar verkefni. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjóm, að láta byggja sérstakt skip til síldar- og fiskirannsókna, og að vísindamönn- Vf KINGUE um þjóðarinnar, er að þessum verk- efnum vinna, séu tryggð afnot af slíku skipi. 3. 19. sambandsþing F.F.S.Í. bein- ir þeirri áskorun til Alþingis og rík- isstjómar, að á því tímabili, sem von er veiði haustsíldar fyrir S- og SV-landi, sé haldið uppi samfelldri síldarleit og einnig jafnhliða gerðar síldveiðitilraunir með ýmsum veið- arfærum. Efnahagsmál sjávarútvegsins. I sambandi við þær efnahagsráð- stafanir, sem ráðgert er að Alþingi og ríkisstjórn geri nú á næstunni, leyfir 19. sambandsþing F.F.S.Í. sér, að beina þeirri eindregnu áskomn til Alþingis, að í fremstu röð ráð- stafana vegna atvinnumála, verði þess gætt að rétta fullkomlega við rekstursgrundvöll fiskveiðiflota landsmanna svo að hann sé sam- keppnisfær um vinnuafl til jafns við aðra atvinnuvegi þjóðarinnar. Og jafnhliða annarra sérgreina fisk- framleiðslunnar eftir þvi sem þörf krefur. Groinargerð. Það er staðreynd, sem ekki verður framhjá gengið, að sjávarútvegur- inn og þá einkum fiskiskipaflotinn, hefur átt við mikla fjárhagsörðug- leika að stríða undanfarin ár, þegar frá em skilin einstök tilfelli um af- burða aflamagn eða önnur afbrigði. Þetta hefur svo leitt af sér á marg- an hátt óheilbrigt ástand. Auk skuldasöfnunar og annarra vand- kvæða þar af leiðandi, hefur þessi aðalatvinnuvegur þjóðarinnar verið ófær um að keppa um vinnuafl við aðrar greinar, em hefur leitt af sér að miklir örðugleikar hafa verið á því að fá menn á skipin. Svo langt hefur þetta gengið, að menn eru hættir að meta alvöru þess, en yppta aðeins öxlum við og telja það nokkum veginn sjálfsagt að erlendir menn séu fengnir, til þess að taka við almennum störfum um borð í togurum og fiskibátum. Einn þáttur í togaraútgerð lands- manna er orðinn sá, að sækja þessa erlendu menn til heimalands þeirra og fara með þá heim aftur til orlofs og afskráningar. Landslög er ákveða um skyldur og þekkingu manna til þess að starf- rækja og stjórna sérstörfum á skip- unum em þverbrotin, og brátt orð- in marklaust pappírsgagn fyrir sí- felldar undanþágur frá þeim í flest- um greinum. I kjaradeilu, sem nú stendur yfir milli F.F.S.Í. og F.I.B, hefur þetta komið mjög áþreifanlega í ljós af útreikningum, er fram hafa verið lagðir um launakjör skipverja á tog- umnurn. Útreikningamir em byggðir á meðalaflamagni þriggja s.l. ára, er Svavar Pálsson endursk. hefur tek- ið saman. Þar kemur í Ijós, að laun skipverja samkv. núgildandi kjara- samningum em reiknuð út frá afla- tekjum, sem taldar em 6,2 millj. kr., en heildartekjur útgerðarinnar þeg- ar upbætur eru komnar á aflann em 11,2 millj. krónur. I stuttu máli: Það er staðreynd, að sjómennirnir ganga af skipunum vegna þess að atvinnu- og launa- kjörin eru óaðgengilegri heldur en í landi. Það munar um 5 millj. kr. á þeim aflatekjum, sem sjómönnun- um em reiknuð laun og aflaverð- laun af og af þeim heildartekjum, sem útgerðin er talin fá fyrir afl- ann. Skýringin virðist tiltölulega ein- föld: annað hvort er auðvelt fyrir útgerðina að bæta stórlega launa- kjör þeirra, sem á sjónum starfa og þá fást dugandi íslenzkir menn á sjóinn. Eða þá að einhveriir aðrir aðilar heldur en útgerðin sjálf hirða þann mismun, sem þarna verður á milli. Á togaraflotanum er þetta ástand svo ískyggilegt, að þess em dæmi að skipstjómarmenn gangi af úr- valsskipum, til þess að leita sér hagkvæmari atvinnu. Stjórn F.F.S.Í. er ávallt reiðubúin að veita alla þá aðstoð, er henni verður frekast unnt til fyllri upp- lýsinga um þessi mál, en 19. sam- bandsþing F.F.S.Í. hefur talið sér skylt, með framanditaðri tillögu, að 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.