Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 24
 / • UPP A LIF □ G DAUÐA Það var í Tokyo í Japan. Ég hafði starfað nokkur ár við amerísku sendinefndina og hafði í gegnum starf mitt kynnst ýmsum háttsett- um japönskum embættismönnum. Hjá okkur starfaði þá um tíma Warren J. Clear höfuðsmaður, hinn ágætasti náungi. Dag nokkurn kom Ugaki, her- málaráðherra Japana, að máli við hann að hann sýndi nemendum við liðsforingjaskólann japanska hina einkennilegu íþrótt Ameríkumanna, hnefaleikana. Clear féllst á þetta, ef hann fengi í staðinn að sjá hvernig herinn æfði japönsku glímuna jujitzu. „Ágætt“, sagði ráðherrann, ,,ég skal sjá um að þér fáið að glíma við jujitzu mann". Næstu tvær vikur æfði ég hnefa- leik með Clear í nokkrar mínútur á dag. Til allrar hamingju hafði Clear æft hnefaleik sem áhugamað- ur og haldið sér í nokkurri þjálfun, en við þorðum þó ekki öðru en að æfa helstu atriðin, sem ætlað var að sýna, enda þótt að við byggjumst aðeins við vingjarnlegri kynningar- viðureign. Hinn ákveðna dag mættum við svo í hinum stóra leikfimisal jap- anska liðsforingjaskólans. Ugaki veitti okkur móttöku; og okkur til mikillar undrunar kynnti hann okk- ur fyrir krónprinsinum, Hirohito, sem síðar varð keisari Japana. Návist hans gerði okkur engu síð- ur undrandi en þau 400 liðsforingja- efni, sem mættir voru til þess að horfa á. Mig furðaði á, hve óvenjulega há- ir þeir voru, harðneskjulegir og sól- brenndir. Ugaki kallaði einn hinna hraust- legustu úr hópi japananna fyrir sig. „Kitamura, jujitsukappi hins keisaralega japanska hers“. Síðan bætti hann við og beindi þá orðum sínum til Clear: „Keppinautur yð- ar“. Clear rétti honum hendina, en Japaninn tók ekki í hana heldur beygði sig djúpt um mjaðmir. Clear átti að velja á milli 350 gr. æfingahanzka og 175 gr. keppnis- hanzka. Ég furðaði mig á, að Clear valdi þá þyngri, en skildi það nokkr- um sekúndum síðar, þegar Kita- mura andmælti því að Clear notaði þessa hanzka. Hann sagði mér síð- ar: „Ég vissi að hann myndi mót- mæla hvorum hönzkunum sem ég veldi, svo ég kaus þá verri og fékk þá betri“. Það hafði verið ákveðið með sam- þykki Kitamura að lotan kyldi vera 3 mínútur. En nú gekk Ugaki fram og mælti bæði til keppenda og á- horfenda: „Tilgangur minn með þessari viðureign, er að sýna hina raunverulegu hæfni jujitsu gagn- vart hnefaleikum. Þess vegna óska ég eftir að viðureignin njóti sín eins og í raunveruleikanum á orrustu- vellinum, með því að Kitamura sé leyft að notfæra sér jujitsu til fulln- ustu, og sömu réttindi sé Ameríku- manninum veitt í hnefaleikum sín- um. Ég ætlast til að þetta verði raunhæf viðureign, ekki aðeins sýn- ing. Henni á ekki að ljúka fyrr en annar er ófær til leiks eða óskar eftir að viðureigninni sé hætt. Að öðrum kosti mun ekkert sannast um hæfni þessara íþrótta og viðureign- in hafa lítil áhrif á áhorfendurna". Þannig var þá komið, að viður- eignin skyldi standa þar til yfir lyki og hver lota ákveðin 5 mínútur og sá, er fyrst lægi eftir að dómar- inn hefði talið upp að 10 frá falli hans, væri úr leik. Tveir liðsforingjar voru tilnefnd- ir til þess að gæta klukkunnar og bjöllu. Ég tók einnig upp úr mitt. Ugaki benti á tvo krítarhringa sem voru í 20 feta fjarlægð hvor frá öðrum: „Þið standið hvor í miðju hvors hrings, þar til bjallan hringir, þá ráðist þið til atlögu“. Kitamura var sjáanlega vel þjálf- að hraustmenni, sex fet og einn þumlungur á hæð, með axlir eins og bóga á bjamdýri, og vóg 90 kíló. Hendur hans voru harðar eins og járn, þjálfaðar af jujitsu árum sam- an og æfingum við að brjóta fjalir með handarjaðrinum. Hann var í jujitsubúningi. Clear var sex feta hár og vóg tæp 85 kíló, spengilegur Ameríkumaður. Vöðvar hans voru mjúkir og þjálf- aðir, og kviðvöðvarnir harðir sem stál. Hann var klæddur sundbol. Við hvatningarorð frá löndum sínum varð Japaninn fyrir sálrænum verk- unum, sem voru honum mjög í hag. Á móti múgáhrifum máttu uppörv- anir mínar lítils. En Clear hafði stáltaugar og hann athugaði með rólegri yfirvegun hvað beið hans. Mótstöðumaður hans myndi ekki leitast við að berja hann í gólfið, hann myndi leitast vifi að limlesta hann og gera hann þannig óvigan. Bjallan hringdi. Keppinautamir nálguðust hvor annan til hægri. Ég sé að Clear er á verði gegn höggi í nárann. Eins og leiftur fellur höggið og lendir á innanverðu vinstra læri. Til allrar hamingju of lágt. Höggið lætur eftir sig rauðan þrimil. Þá reynir Japan- inn að sækja frá vinstri hlið. Clear hreyfir sig með honum og ber frá sér við og við til þess að halda hon- um frá sér. Kitamura er öruggur, svipur hans er hæðnisfullur. Mér þyngir í hvert sinn er ég horfi á hann leggja til höggs við bráð sína. Það er átzt við, reitt til höggs og högg borin af sér. Á hverri sekúndu lævís brögð og kænlegar varnir. Allt í einu kem- ur Clear höggi á barkakýli Kita- mura. Augu Japanans fyllast af tárum. Upp frá þessu sá Japaninn rautt. Hann leggur til atlögu og kemur höggi á andlit Clears með jaðri vinstri handar, sem flær skinn- ið af andliti hans og nefi, en sú hægri lendir á hægri framhandlegg hans. Um leið nær Clear að koma höggi á andlit Kitamura, er snertir höku 24 VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.