Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 21
Fljótandi
verksmiðja
C FobríírsAitf
Verksmiðjuskip er ekkert nýtt fyrirbæri, þvi að um áratugabil hefir slíkt verið tíðkað við hvalveiðar. Fjöldi tilrauna hefir
einnig' verið gerðar tU þess að notfæra stór flutningsskip og verksmiðju eða fiskviimsuskip við aðrar veiðar, en heppn-
ast misjafnlega. Á siðustu ánun hefur hinsvegar orðið mjög ör þróun í þessu efni, og fer nú sífellt fjölgandi skipum, þó
einkum togveiðiskipum sem útbúin eru til þess að vinna aflann strax um borð í skipunum á fiskimiðunum.
Má nú segja að algjör umbylting sé að verða á útbúnaði og bygg ingarlagi fiskveiðiskipa og tugir tvídekka togara og verk-
smiðjutoga sækja nú á fiskimiðin.
En stórþjóðimar halda áfram að einbeita sér að gagngerðari fiskveiðum og fiskvinnslu á höfum úti. Rússar byggja fjölda
skipa með margvísleg verkefni en sem í samstarfi gera heila fiotadeild í fiskiðnaði. Peir gera einnig tilraunir til fiskyeiða
úr kafbátum. Pjóðverjar hafa imdanfarin ár gert mjög grandgæfilegar tilraunir til fiskveiða með rafmagnl og náð mjög góðum
árangri.
Teikningin hér að ofan (úr þýzka vikuritinu Stem) er þvi raunverulega ekkl nein fjarlæg hugarsmíð, heldur mætti telja hana
nokkuð ljósa yfirlitsmynd um það sem koma skal, að því er snertir stóriðnað í fiskveiðum og fiskvinnslu: Þyrilvængjan tv. er
að hefja sig til rannsóknarflugs. pyrilvængjan efst th. hefir fundið fisktorfu, og veiðiskipið efst á myndinni er að skjóta út
bauju til þess að afnmrka staðinn. Stærsta skipið á myndinni er fiskiðnaðar verksmiðjan, en til beggja hliða eru veiðiskip að
losa afla sinn. Um borð í verksmiðjuskipinu 'eru auk allra tegunda fisknýtingartækja, viðgerðarverkstæði, hjúkrunarfólk og
skemmtikraftar, allt til öryggis og aðhlynningar því fólki sem tilheyrir þessu mikla fiskiðjuveri.
hyggja Sovétríkin á veiðar á
mjög fjarlægum miðum. Það
kemur skýrast í ljós þegar at-
hugað er, að þeir hafa tekið í
notkun nokkurs konar „verkstæð-
iskip“, sem fylgja veiðiflotanum
eftir og munu það vel útbúin að
verkfærum og varahlutum að þau
geti tekið að sér allar minnihátt-
ar viðgerðir á fiskvinnsluvélum,
auk annarra véla, og jafnvel
skipt um vélahluta, ef þörf kref-
ur. Er þá ekkert til fyrirstöðu að
skipin geti haldið úti þar til þau
verða að fara heim til botnhreins-
unar og meiriháttar klössunar,
Vf KIN GUR
þar sem áhafnirnar má flytja á
milli með flugvélum.
Þá eru miklar líkur fyrir því
að tekin verði í notkun flugvéla-
móðurskip til þess að annast sam-
göngur við heimalandið, og gætu
þau um leið verið birgðaskip.
Frétzt hefir einnig að Rússar
hafi tekið í notkun eins konar
„skemmtiferðaskip" útbúin ýms-
um tækjum til dægradvalar fyrir
áhafnir í fríum. Mönnum kemur
helzt til hugar að áætlanir séu
þegar á döfinni um að hefja fisk-
veiðisókn í suðurhöfum, en eins
og menn vita eru þar víðáttu-
mikil svæði sem ókönnuð eru og
gefur auga leið að þar munu vera
auðug fiskimið, er gætu ef til vill
létt á hinni þungu ásókn, sem
verið hefir á norðanverðu At-
lantshafi og Kyrrahafi.
Mönnum hefir orðið tíðrætt um
rússneska verkstæðisskipið Neva,
sem nýlega hefir verið byggt í
Archangel og fylgir verksmiðju-
togurunum eftir. Byggingarlagið
kvað vera mjög nýstárlegt; véla-
kostur skipsins og stjórnpallur er
aftast á skipinu, en að framan
kemur tveggja hæða yfirbygging
sem nær aftur eftir dekkinu.
21