Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 36
Sig. Oddgeirsson.
Fyrsta sjóferðin mín í Eyjum
Ég var ekki hár í lofti, en
herðibreiður og samanrekinn, er
ég fyrst fór á sjó með föður mín-
um; hann var nýbúinn að kaupa
bát, fjögra manna far með Eng-
eyjarlagi. Ég hlakkaði mikið til
að flytja bátinn með föður mín-
um neðan úr Sandi og suður í
Klauf (kaupstaðurinn, eins og
hann var kallaður í þá daga), en
þar höfðum við þegar búið hon-
um naust.
Klauf er suðurundir Stórhöfða
við Víkina norðanverða, þar er
þröng vör, sem hægt er að lenda
í „dauðum sjó“, en hættuleg í
brimi; og er þá lagt frá og lent
í Víkinni, því stórgrýti er á bæði
borð.
Tilhlökkunin varð brátt að
þrautum sjóveikinnar, og þegar
komið var suður að Hellutá (aust-
ur á Stórhöfða) var ég búinn að
vera sem sjómaður (í bili), en
pabbi frábær ræðari og krafta-
jötunn mikill, þótti vinnubrögð
mín léleg. Þá vorum við í Suður-
eyjarsundi og mjög harður mót-
straumur. „Róðu, strákur“, sagð’
ann, „engi dugur er í þér“. Mér
fannst þetta mikil móðgun (ég
hef víst reiðst), en svo brá við að
sjóveikin hvarf með öllu og hefi
ég aldrei fundið til hennar síðan.
Þegar komið var vestur Ketilsker
renndi pabbi, og er hann hafði
tekið grunnmálið, setur hann
þegar strax í þungan drátt og
dregur upp að borði, en þetta
reyndist vera ferleg hámeri, og
viðbrögð hennar þau, að hún
braut stórt gat á bátinn við kjöl-
inn, bakborða, svo sjór fossaði
inn. Ég snaraði mér úr jakkan-
um, tróð í opið og settist með
Einvígi upp á líf og dauða
(Framh. af bls. 27).
Nokkrum dögum seinna, er ég
spurði um foringjann, sem gafst
upp, var mér sagt að hann hefði
látist á spítalanum.
Síðan þessir atburðir áttu sér
stað, hafa hinir japönsku hermenn
þrásinnis sýnt, að þeir fórna fúslega
lífi sínu. Eitt sinn skaut amerískt
herskip niður japanska flugvél.
Skipshöfnin kastaði köðlum niður
til hinnar japönsku áhafnar, en ekki
einn einasti snerti við köðlunum.
Þeir kusu heldur að deyja en að
láta bjarga sér og gefast upp.
I hinum grimmilegu orrustum á
sitjandann ofan á allt saman.
Þetta dugði — báturinn pottþétt-
ur! En pabbi tók djúpt í árinni
þá og hélt til lands.
Það var ólendandi í Klaufinni
vegna brims, svo að við lögðum
frá og lentum í Víkinni, þar sem
er sandfjara.
Þegar við vorum búnir að
brýna bátnum, segir pabbi minn
(hann skrollaði dálítið) : „Þú er
baga duglegu stáku, Siggi minn“.
Ég vil taka það fram að lok-
um, að faðir minn dró þessa stóru
skepnu með berum höndum, sem
þó var þverkrækt.
Svo fór með sjóferð þá. (Þetta
mun hafa verið sumarið 1907).
Bataanskaga var það algengt að 3—
4 Japanar létu hafa sig að skot-
spæni, svo að félagar þeirra gætu
séð hvar vélbyssur óvinanna væru
faldar og síðan miðað fallbyssum
sínum á þá.
Við Lagusayn á Bataanskaga
höfðu Japanir afar rammgert stein-
steypu virki á valdi sínu, svo ramm-
gert að heita mátti óvinnandi. Þama
voru 500 Japanir til varnar. Eftir
grimmilega bardaga var virkið loks
tekið, en engir fangar. Af þeim 500,
sem vörðu virkið, féllu 350, en hinir
150 frömdu sjálfsmorð. Þeir hentu
sér fram af einum virkisveggnum,
sem stóð á þverhníptum klettavegg,
í urðina fyrir neðan.
Sími 13309
RAFLAGNIR
RAFVÉLAVIÐGERÐIR
potnmatrvihg YlH- og ]ArnðþTpj
le&tamálnmg, t&tn:>lmum£lniní*.
uUatordsnAölni n é*
36
VÍKINGUR