Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 33
Rauöafjall (Augpalartoq qaqaq). Austan við það er lítill vogur sem gríðarmikil granítklöpp skyggir þó á. 1 kvos þar ofan við er þorp- ið Rauðavík (Augpalartoq). Sá- um við nokkur húsanna, og þar á meðal kirkju upp fyrir klöpp- ina. Einhver skúta lá þar inni á voginum þegar við fórum fram- hjá, og ísjaki stóð grunn við inn- siglinguna. Vestur þaðan liggur sundið meðfram bröttum hamra- hlíðum og endar í vogi þaðan sem mikil dalskora gengur vestur yfir landið allt til Ketilsfjarðar (Tas- eirmiut). Heitir dalskora þessi Itivdlerssuaq, sem ég þýði Lág- heiði á íslenzku. En nú snerum við af leið og stefndum til suðvesturs, niður Mjósund (Torsukataq) í átt til hafs, en við enda þess gnæfir eyjan Nunarssuaq — Háey, 775 m. há og varnar hafrótinu að ber- ast inn í sundið. Var nú haldið út með Háey að sunnanverðu til þess að komast á hreinar leiðir Vesturbotns. Síðan var siglt framhjá Fræmeyjum (Savssat) vestur af Háey og haldið út fyrir Eiríkshólma (Kitsigsut) sem eru margar gróðurlausar klettaeyjar um fjórar sjómílur undan landi þar vestur af. Þegar við sigldum vestur sund- in um morguninn glóði allt í sól- skini og hin stórfenglegu og mik- ilúðlegu fjöll undir Hvarfi voru vafin svo margvísegri litadýrð að ekki verður með orðum lýst. Fjöllin eru víða sem ein hella frá sjávarmáli upp á brún og skift- ast á þeim ótal litbrigði líkt og af margvíslegum gróðri sé þann- ig að tilsýndar er sem sjái á grænar grasbreiður með blóma- ski’úði eða gulnaða móa þar sem er nakið bergið, máð af næðing- um hafvindanna. Uppi yfir gnæfa hin furðulegustu fyrirbæri hnjúka og tinda sem taka á sig ótrúlegustu myndir manna og dýra og alls konar kynjavera sem stigið hafi út úr heimum álfa og trölla eins og þjóðsögum, gnæfa sem „risar á verði við sjóndeild- arhring". — Eg hef að minnsta kosti hvergi séð stórfenglegi’a landslag. Það er sem það hrópi ómótstæðilegu kalli með þögn- inni og tignleikanum að ennþá sé hér ólesin sagan um liðin ör- lög og óræða framtíð. Það væri hægt að raða upp heitum ýmissa kennileita sem menn samvistum við þessa nátt- úru fegurðar og feikna hafa reynt að túlka með áhrifamagn hennar á hugi sína og skapað með því sögu samofna mikilúðleik landsins. En hverju skiftir það í stuttri grein um lítilmótlegt ferðalag nokkurra fiskimanna á litlu skipi til þess að daga annað enn minna burt frá ströndum þessa stórbrotna lands. Sólin skein á bláum himni yfir þessa töfrandi fegurð. Hinn mikli Þór (Tornarseuaq) yppti áru sinni yfir kolla granna sinna upp móti heiðríkjunni og var sem gullnum eldi slægi á ásjónu hans er landið fjarlægðist smám sam- an og þokumistrið sem lá til hafs- ins færði sig ofar smátt og smátt unz höfðar og fell hurfu í móð- una. SuSurhöf ði (Kangeq kujatd- leq) Drangeyjar hvarf loks sýn- um til suðausturs. Og loks deyfðist landsýn öll sem í þoku- bakka til austurs, og höfðum við ógreinilega landsýn úr því vegna þoku og rigningarúða næstu daga er við héldum norður með land- inu. Kokkurinn hafði glímt við að brenna uppþýtt íslenzkt lamba- kjöt meðan stímað var gegnum fegurð sundanna og glöddu menn nú maga sína við bras og súpu um það leyti er lagt var út á lognværar öldur Vesturbotnsins. Lago springinn! Þú skalt farmanns kufU klæðast, knern þíwum hrinda á flot. Ekki skaltu hrannir hræðast, hríðarél né ísabrot. Sé við ekkert illt að striða, er ekki sigur neinn að fá. Fögur lönd í fjarska bíða, falin bak við úfinn sjá. VÍK.IN GUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.