Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 8
FIMMTA MYND: Kortið sýnir hvernig ölduorkun í A safnast að tanganum Á’ vegna breyttrar öldustefnu. Jafnmik- il orka i B heldur inn flóann en dreyfist á stórt svæði við ströndina. Láxéttu línumar tákna öldubrjóstin; en lóðréttu Iínumar skipta orkunni í jafnstórar einingar í 'rannsóknarskyni. Slíkar rann- sóknir em ómissandi til stuðnings við áformaður teikntngar af hafnargörðum og öðmm mannvirkjum við ströndina. þeim mun minni hæð sem orku- tapið var meira, þegar hún h. "otn- aði. Hin nýja alda brotnar líka, þegar hún kemur á minna dýpi en hin minnkaða hæð hennar þolir. Þar sem alda brotnar er dýpið mælt frá sléttum haffleti, 1,3 sinnum hæð brotsins. Hægt er að mæla hæð brotsjávar, þó hann sé nokkuð langt frá landi, á þann hátt að ganga niður í flæðarmál- ið þar til topp hinnar brotnandi öldu ber í sjóndeildarhringinn. Augahæð þar miðað við lægstu útsogslínu er jöfn hæð brotsins. Brattur sjávarbotn hefur mik- il áhrif á brotsjóina. Þegar brött neðansjávarbrekka neyðir stóra öldu til að sleppa orku sinni skyndilega, myndast holskeflur, sem hringa faldinn, veltandi nið- ur í öldudalinn framundan. Stundum lokast vatn inni undir hinni brotnandi öldu, þá verður sprenging vegna loftþrýstings með miklum hávaða og brim- strókum hátt í loft upp. Ef neð- ansjávarbrekkan er löng og halla- lítil, eins og á Waikaki á Hawaii- eyjum, myndar hinn brotnandi toppur ödunnar löðurgarð, sem veltur niður brjóst hinnar hálf- brotnu öldu í áttina til lands. Þar sem öldumar flytja mikla orku upp að ströndinni ,geta þær valdið miklu tjóni. D. D. Gaillard, kapteinn í verkfræðingadeild bandaríska hersins, notaði tíma sinn í hemum aðallega til að rannsaka öfl aldnanna á mann- virki. Árið 1904 sagði hann frá nokkrum merkilegum dæmum um eyðileggingarmátt þeirra. Hafnargarður í Cherbourg í Frakklandi var aðallega úr stór- grýti, ofan á honum var 20 feta hár veggur. 1 stormi henti sjór- inn 7000 punda klettum yfir vegginn og færði til 65 tonna steyptar steinblokkir um 60—70 fet. Sterkar stálgrindur hlífa nú vitanum á Tillamooh kletti und- an Oregonströndinni. Vitinn er 139 fet upp fyrir sjávarflöt um fjöru. Þetta er nauðsynlegt, því öldumar hafa rótað upp grjóti og { brotið vitann nokkrum sinnum. Einu sinni kastaðist 135 punda1 klettur gegnum þakið á húsi vita- varðarins og eyðilagði allt í hús- inu. Gmnnur hússins er 91 fet ofan við sjávarflöt. Ofan á enda hafnargarðsins í Wick í Skot- landi var 800 tonna steinsteypt- ur haus, honum var fest við und- irstöðuna með 3,5 þumlunga gildum járnteinum. I miklum stormi 1872 horfði maðurinn, sem byggði hafnargarðinn, undr- andi á, að hausinn og undirstað- an, samtals 1350 tonn, kastaðist í heilu lagi inn í höfnina. Hann byggði garðinn upp aftur og lét nú 2600 tonna haus ofan á enda hans. Þetta mannvirki fór sömu leiðina í stormi nokkrum árum seinna. Ekkert er um það skráð, hvort maðurinn hélt stöðu sinni og reyndi aftur. tJtreikningar Gaillards sýna að afl öldunnar hefur verið 6,340 pund á fer- þumlung. öldur af völdum jarðskjálfta, röskunar á botni sjávar og eld gosa eru jafnvel enn kröftugri og valda meira tjóni en vindöld- ur. Atomsprengingar, sem gerð- ar hafa verið við yfirborð sjáv- ar, gefa vísbendingu um að slík- ar sprengingar, ef gerðar verða, geti valdið stórhættulegum sjáv- aröldum. Almenningur þekkir eða hefur heyrt getið um svonefndar flóð- öldur (tidal waves), þó þær eigi ekkei-t skylt við flóðöldu sjávar- falla. Haffræðingar voru óánægð- ir með þetta rangnefni. Stungið var upp á að ráða fram úr þessu með því að taka upp japanska orðið tsunami. Seinna kom í ljós að japanskir haffræðingar voru jafn óánægðir með þetta orð, sem þýðir það sama og hitt. En orðið tsunami hefur náð mestri lýð- hylli um öldur á sjó ,sem hvers konar röskun í jarðskorpunni veldur. Líkt og þegar hlutur fellur í vatn, setur snögg hreyfing á sjávarbotni ölduhóp á hreyfingu. . Þegar slíkar öldur eru komnar 'af stað ,fara þær langar leiðir tmeð miklum hraða og tapa lítilli i*orku. Þó hæð þeirra á djúpum ifsjó sé aðeins fáein fet, geta þær risið mjög hátt, þegar þær koma upp á meira grynni, flætt yfir strandhéruð og brotið allt og eyðilagt. Hæð þeirra er þá næst- um aðallega undir nálægu botn- lagi og lögun strandarinnar kom- in. öldutímar tsunamialdna eru yfir 15 mínútur og öldulengdin SJÖTTA MYND: Hundrað feta há flóðalda eða TSUNAMI olli mildu tjóni í Scotch Cap í Alaska árið 1946. Vita- húsið úr styrktri steinsteypu eins og myndin sýnir, eyðilagrðist eins og neðri myndin sýnir. Upp á háhæðiiuii 103 fet fyrir ofan sjávarflöt felldi aldan loft- skeytamastiu-. Brak úr vitahúshinu skol- aðist upp á hæðina. Sama flóðalda sem varð af jarðskjálfta við Aleuiteueyjar skall á HawaUeyjum, Suður-Ameriku og kyrrahafseyjum í 4000 mílna fjarlægð fár upptökum. VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.