Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 3
Það er óþarfi að kynna þessa
menn frekar. Þeirra saga hefur
verið sögð á liðnum árum, er lýst
hefur verið árangri íslenzkra
fiskiskipa. En sá árangur, sem
þessi skipshöfn náði, sannar, að
það var valinn maður í hverju
rúmi. Þessir menn höfðu um
langt árabil verið skipverjar
Garðars, lengst af á Mumma frá
Garði og nú tvö seinustu árin á
Rafnkeli.
„Að heilsast og kveðjast, það
er lífsins saga“. Og þegar kvatt
er við tímamót eða þáttaskil, þá
rifjum við gjarnan upp liðnar
samverustundir.
í dag þakka ég forsjóninni fyi'-
ir að hafa gefið mér tækifæri að
vera með þessum mönnum. Það
var mér hollur skóli.
Ég tók fljótt eftir því, hve öll
vinna um borð í Mumma fór
hljóðlega og ákveðið fram. Þar
voru samtökin slík, að unun var
á að horfa. Og væri fyrirskipun
gefin, sem sjaldgæft var, þá var
hún oftar gefin með augnaráði
einu. Afköstin við vinnuna voru
svo mikil, að fátítt mun.
Það var gaman að kynnast
þessum mönnum, og fá að hríf-
ast af því, sem mætir okkur, þeg-
ar við hittum fyrir mann, sem er
eitthvað. Og þarna voru menn,
sem voru sannir sjómenn fram í
fremstu fingurgóma og inn að
innstu hjartarótum. Það er þetta
afl, sem birtist í hverju því starfi
sem unnið er af heilum hug og
veitir ánægju. Það er sköpun, sem
þarf ekki að vera skynjanleg
neinum öðrum en þeim, sem skap-
ar, en þar birtist hún, sem játn-
ing til lífsins.
Garðar Guðmundsson hóf skip-
stjóm liðlega tvítugur á útgerð
föður síns, Guðmundar á Rafn-
kelstöðum, og gegndi því starfi
samfleytt í nær tvo áratugi. Frá
upphafi var honum skipað á bekk
ttieð íslenzkum öndvegisskipstjór-
um. Hann var fengsæll, gætinn
og athugull stjómandi og sér-
staklega vinsæll meðal manna
sinna.
Það var gaman að ræða við
Garðar í góðu tómi um hin ýmsu
VÍKINGUK
vandamál tilverunnar, því hjá
honum fór saman afbragðs greind
og léttleiki, sem hafði uppörvandi
áhrif á þann hátt, að mönnum
leið betur á eftir. Hann gat verið
strangur, en hann var réttlátur.
Ég minnist og samskiptanna
við hann, eftir að hafa kennt sjö
áf börnunum hans níu, sem hann
bar svo mikla umönnun fyrir og
vildi gera allt til að framgangur
þeirra yrði sem mestur. Hann
þakkaði og mat það, sem vel var
gert. En hvað yljar okkur kenn-
urunum meira, en þakklæti og
réttlátt mat foreldra á því, sem
við reynum að gera vel ? Og eins
var það á sjónum. Hann þakkaði
velgengni sína því mikla manna-
láni, er hann hefði haft frá upp-
hafi skipstjómar sinnar.
Einn var sá eiginleiki, sem mér
fannst hvað sterkastur hjá Garð-
ari og það var þrautseigjan. Við
veiðarnar gafst hann aldrei upp.
Og það var einmitt þessi eigin-
leiki, er einkenndi svo mjög allt
hans líf og þá sérstaklega í veik-
indum hans, því um margra ára
skeið átti hann við vanheilsu að
stríða, en hann gafst aldrei upp.
Ég kvaddi Garðar við skipst-
hlið daginn fyrir hans hinztu
ferð. Fjórir af skipsfélögunum
frá vetrarsíldveiðunum, þar á
meðal sonur hans og mágur, voru
þá að fara í land. Þeirra tími var
elcki kominn. Ég hef sjaldan rætt
við hann eins kátan. Hann sagði
mér að þetta yrði sín síðasta ver-
tíð á Rafnkeli. Að henni lokinni
fengi hann nýja bátinn. Hann
logaði af áhuga, er hann lýsti
hvernig hann ætlaði að koma
hinum ýmsu hlutum þar fyrir.
Hann horfði vonglaður fram á
veginn.
Garðar! Þú hlauzt þitt skip
fyrr en við hugðum. 1 dag óska
ég þér og skipshöfn þinni heilla
og blessunar á því fleyi, er þið nú
siglið, „austur af sól og suður af
mána,sýður á keipum himinlind“.
Kæru vinir! Ég bið þann, er
örlögum manna stýrir, að styrkja
og styðja ástvini ykkar þar til
leiðir liggja saman á ný.
Garði, 17. janúar 1960.
Þorsteinn Gíslason.
3