Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 9
nokkur hundruð mílur. Þar sem dýpið er miklu minna en hálf öldulengd þeirra, er litið á þær sem langöldur eða grunnsævis- öldur, jafnvel á 13000 feta meðal- dýpi hins opna hafs, og hraði þeirra takmakast af dýpinu við nálægt 450 mílur á klukkustund. Þessar hraðfara og válegu öld- ur gera engin boð á undan sér, en hægt er að finna truflanirnar, sem valda þeim, með jarðskjálfta- mælum. Strandgæzla Bandaríkj- anna rekur kerfi viðvörunar- stöðva við Kyrrahaf, til að fylgj- ast með jarðskjálftum. Þegar mælingar sýna, að jarðskjálfti hefur átt sér stað á sjávarbotni, eru viðvaranir sendar út. Komið hefur fyrir, að viðvaranir hafa ekki reynzt ábyggilegar. Eitt sinn var útvarpað tsunami við- vörun í Honólúlú. Fólk þusti nið- ur að strönd þúsundum saman, en aðeins mjög lítil alda kom þar að landi. I vissum strandhéruð- um, sem eru nærri svæðum tíðra jarðskorputruflana, er hætt við þessum voðalegu eyðingaröldum, einkum við Miðjarðarhaf, Kar- íbahaf og vesturströnd Asíu. Miðað við allan hnöttinn koma þær oftar en fólk gerir sér ljóst: næstum einu sinni á ári. Þann 29. ágúst 1883 olli eldgos úr Krakatoa í Austur-Indíum mikilli flóðöldu. Ekki er víst, hvort öldurnar mynduðust við neðansjávar sprengingu, miklar hræringar á sjávarbotni eða að næstum teningsmíla af grjóti hafi fallið niður í sjóinn, en öld- urnar urðu eftirminnilegar. — Nærri upptökunum var öldutími þeirra tvær klukkustundir og í mikilli fjarlægð var hann um ein klukkustund. öldur, sem voru að minnsta kosti 100 feta háar, sóp- uðu burt borginni Nerak, 38 míl-^ ur frá eldfjallinu, öldurnar köst-' uðu herksipinu Berow 1,8 mílur inn í land, 30 fet upp fyrir sjáv-. arflöt, 36,380 manns fórust af völdum aldnanna á fáum klukku- tímum. Með mælingum í Suður- Afríku (4690 mílur frá Krata- tóa), á Hornhöfða (7820 mílur) og í Panama (11470 mílur) var VÍKINGUR SJÖUNDA MYND: Alda brotnar við ströndina þeRar hún kemur á minna dýpi en nemur hálfri öldulengd hennar (1) Grynnið eykur ölduhœðina og- styttir öldu- lengdina (2). Degar dýpið er aðeins orðið 1,3 sinnum ölduhæðin geta vatnsagnirnar í öidutoppnum ekki lengnr haldið brautir sínar vegna þrengsia, aldan brotnar (S). Garður af Iöðri myndast og sjórinn heldur áfram (4). pað sem enn er eftir af öld- unni heldur áfram upp flæðarmálið og kallast aðsog (ð). greinilega fylgzt með ferð öldu- hópsins, sem í voru um 12 öldur, mælingarnar sýndu, að hraði þeirra um Indlandshaf var á milli 350 og 450 mílur á klukku- stund. Þann 1. apríl 1946 gerði tsu- nami, sem varð til af umbrotum í neðansjávargjánni viðAleutian- eyjar, mikinn usla, en sem betur fór á strjálbýlli ströndum. Á Hawaiieyjunum varð mikið tjón, nokkur hundruð manna fórust, tjón á eignum nam milljónum. I Hilo á Hawaii sýndi tsuuami þessi, að varla verður vart við svona öldur úti á sjó. Skipstjóri nokkur, sem var um borð í sldpi sínu fyrir utan höfnina, varð furðu lostinn þegar hann sá, að öldur, sem hann hafði ekki orðið var við, voru að eyðileggja höfn- ina og mikið af borginni. Þessar sömu öldur ollu miklu tjóni um allar Kyrrahafseyjar, 4000 mílur frá upphafsstað og einnig á strönd Suður-Ameríku. 100 feta há alda eða meira gjöreyðilagði steinsteypt vitahús á Scotch Cap í Alaska. Vitahúsið var úr styrktri steinsteypu og stóð á grunni sem stóð 32 fet ofan við sjávarflöt, einnig reif aldan burt loftskeytamastur 100 fet ofan við sjávarflöt. Ýmiskonar truflanir í jarð- skorpunni munu halda áfram að valda flóðöldum í framtíðinni. Þar sem fólkinu fjölgar stöðugt í strandhéruðum, má búast við stórkostegri slysum og meira tjóni af völdum flóðaldna en áður hafa þekkzt. Einhvemtíma á næstu öld má búast við, að alda komi, sem að minnsta kosti jafn- ast á við flóðöldu þá, sem sópaði strendur Bengalflóans árið 1876 og varð 200,000 manns að bana. Hin reglubundna hækkun og lækkun sjávaryfirborðsins við strendumar er af ölduhreyfing- um sem við köllum sjávarföll. Sjávarföllin stafa af sameigin- legum aðdráttaraflsáhrifum sól- ar og tungls, en þau era þó aðal- lega komin undir afstöðu tungls- ins á hverjum tíma. Stórstraum- ur er þegar sól, jörð og tungl era í hér um bil beinni línu, en smá- straumur þegar 90° hom er á milli tungls og sólar frá jörðinni séð. öldutími flóðöldu sjávarfall- anna er venjulega hálfur tungl- dagur. Upplýsingar um sjávar- föllin er að finna í flóðtöflum, leiðarlýsingum og víðar. Flóð- tími og flóðhæð einstakra staða, sem ekki eru á opinni strönd, er að miklu leyti kominn undir sam- bandi þeirra við hafið. Enn aðrar öldur eru þær, sem sveiflast til og frá (SEICHE) — sérstök tegund af ölduendurkasti. öldu hreyfingar þessar eru sam- bærilegar við hreyfingar vatns- ins í baðkari, þegar maður stíg- ur skvndilega út úr því. Vatnið kastast til og frá og leitar jafn- 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.