Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 7
FJÓRÐA MYND: 112 íeta liá alda, er ef til vill stærsta alda sem mæld hefur veriö á hafinu. Mælingin var g-erð á bandaríska oiíuflutningaskipinu Ramapo árið 1933, á kyrrahafinu. Uppdrátturinn sýnir livernig aldan var mæld. At- hugandinn A á stjórnpalli horfði aftur og sá: samskeyti aftursmasturs og stangar B (Salningu) bera við öldutoppinn og sjóndeildarhringinn. Útreikningar sem byggðust á athugunum og teikningu skipsins sýndu ölduhæðina. Lengsti öldutími undiröldu, sem tilkynnt hefur verið um, er 22,5 sekúndur, en það svarar til 2600 feta öldulengdar og 78 mílna hraða á klukkustund. Tíu sek- únda öldutími er meðaltími þeirr- ar undiröldu, sem kemur upp að ströndum Bandaríkjanna, þó er þessi tími eitthvað lengri á Kyrrahafs- en Atlanzhafsströnd- inni. öldumar og ströndin. Þegar öldurnar nálgast land, koma þær á dýpi, sem er minna en hálf öldulengd þeirra, þá hef- ur dýpið áhrif á ölduhraðann. öldurnar kallast nú grunnsævis- öldur. Öldulengdin styttist, hæðin vex, hraðinn minnkar, aðeins öldutíminn helzt óbreyttur. — Grunnið breytir öldunum mikið. öldubrjóstin bogna í samræm- ingarátt við lögun botnsins, þeg- ar dýpið verður of lítið brotna þær. Sá sem horfir á sjóinn, sér brátt, hvernig öldurnar haga sér. Hinar stærri öldur nálgast ströndina næstum alltaf sam- hliða henni, enda þó þær virðist stefna skáhallt, þegar þær eru í dálítilli fjarlægð. Þessi stefnu- breyting öldunnar er jarðfræði- lega all mikilvæg. Orkudreifing öldunnar er með þeim hætti að ströndin verður beinni. Þegar aldan nálgast höfða, þá hægir sá hluti öldubrjóstsins, sem fyrst kemur upp á grunnið, ferðina, en þeir hlutar þess, sem eru á dýpra vatni, halda hraðanum. Þar með kemur bugða á ölduna, hún nálg- ast höfðann frá öllum hliðum, orkan safnast saman í styttri öldufald. Afleiðingin er sú, að aldan rís hærra. Enda segja gamlir sjómenn: „Annesin draga til sín öldurnar". önnur sneið af sömu undiröldu heldur inn í flóa. öldubrjóstið lengist, þess vegna verður öldu- hæðin þar tiltölulega lá, alls stað- ar við landið. Þess vegna meðal annars er betra lægi fyrir skip inni á flóum, en skjóllausir höfð- ar verða fyrir höggum og eyð- ingu af völdum sömu aldna. Hægt er að fást við hin mælanlegu ein- kenni aldnanna og merkja hegð- un þeirra á kort á svæði, þar sem dýpið er þekkt. Verkfræðingar, sem undirbúa byggingu hafnar- garða og annarra mannvirkja, teikna venjulega kort til þess að geta séð, hvernig öldur með mis- munandi öldutíma og af ýmsum stefnum muni breyta stefnu þar upp að landinu. Teiknaðar eru raðir öldubrjósta, sem skift er í reiti sem tengdir eru saman í belti með jafnri ölduorku. Hlut- fallið á milli orkusvæðis beltisins úti á sjó og upp við landið er stuðull breyttra öldustefnu. Þegar athugaðar eru breyting- ar á stefnu aldnanna verður að taka tillit til furðulítilla ójafna á sjávarbotni. Þegar hafnargarð- urinn í Long Beach í Kaliforníu hafði staðist átök sjávarins ár- um saman, braut sjórinn skarð í hann í meðalstormi árið 1930. Gert var við garðinn. Árið 1939 braut sjórinn aftur skarð í hann. Athuganir Paul Hovrens frá haf- rannsóknarstofu Schripps sýndu, að í aðeins þessi tvö skifti hafði alda með löngum öldutíma, af ná- kvæmlega suðsuðaustri (165°) staðið af ójöfnu á sjávarbotni í 7 mílna fjarlægð á 250 feta dýpi og stefnt á garðinn þar sem hann brotnaði. Hafði ójafna þessi að nokkru leyti aukið ölduhæðina, sem var 3,5 sinnum fram yfir meðallag þar sem skarðið kom. 1 síðari heimsstyrjöldvarnauð- synlegt að afla vitneskju um dýpi úti fyrir óvinaströnd, áður en landganga var hafin. Vísinda- meim okkar höfðu endaskifti á venjulegum vinnuaðferðum við slíkar athuganir. Þeir sundurlið- uðu nákvæmlega tímasettar raðir af ljósmyndum ,sem teknar voru úr lofti og leituðu að breytingum á stefnu og lengd aldna, sem nálguðust landið og gerðu svo kort af lögun sjávarbotnsins. Þegar aldan lendir á grunni, ummyndast hún og verður að brotsjó. Aldan styttist og verður brattari, þegar botninn fer að hafa áhrif á hringbrautir vatns- agnanna, sem í henni eru. Þrýst- ingur frá botninum gerir braut- irnar að hallandi sporbaugum. Hraði vatnsagnanna í öldutoppn- um vex. Aldan rís hærra og æðir áfram. Að síðustu skortir fram- hlið toppsins allan stuðning, hann fellur niður í öldudalinn. Aldan er nú brotin og brautir vatnsagn- anna eru ekki lengur til. Afleið- ingin er brim. Ef áfram grynnir verður hin brotna alda að beljandi garði af lofti blönduðum sjó. Ef hin brotna alda kemst á meira dýpi, eins og á sér stað, þegar brýtur á rifi, getur hún risið aftur í VÍKINGUE 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.