Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 27
V. að segja til sín. Ég fékk ákafan hjartslátt og átti erfitt um andar- drátt. Að lokum þoldi ég ekki við lengur, og sneri mér að aðstoðar- foringja mínum og sagði: „Viljið þér gjöra svo vel og tilkynna her- deildarforingjanum, að ég ætli að snúa við aftur til herbúðanna". Aðstoðarforingi minn sneri sér að mér, næ’stum hranalega, og sagði með mikilli geðshræringu: „Ef þér treystið yður ekki til að ganga á Bandai-San, þá neyðist ég til að biðjast undan þjónustu yðar. Ég gæti ekki þolað að herdeildin brigsl- aði mér um samneyti við mann, sem ekki er harðger. Hjá okkur er það skilyrðislaus krafa að foringjar séu harðgerir“. Ég sá strax að ég var að stofna heiðri míns eigin hers í voða og staulaðist því áfram. Aðstoðarforingi minn brosti gleiðu brosi: „Þér ætlið að reyna að fylgjast með hermönnum r»orum“, spuj’ði hann varfærnislega. Þessi 12 km. ganga var hreinasta martröð, en þó var ferðin heim sýnu verri. Þrátt fyrir það gafst ekki einn einasti hermaður upp. Þegar herdeildin fór að búa sig undir hin- ar árlegu heræfingar, sem fram fara einu sinni á ári, sváfum við undir berum himni, svo að segja á hverri nóttu. Bæði foringjar og ó- breyttir hermenn sváfu á jörðinni, sveipaðir yfirfrökkum sínum. Við borðuðum vígstöðvaskammtinn, en hann var sýnu verri en herbúða- skammturinn, sem þó mun vera lé- legasti matur í heimi. Herbúða- skammturinn er vanalega: Ámorgn- ana bragðlaus súpa úr soyjabaun- um, um miðjan daginn hrísgrjón og ef til vill nokkrir bitar af súrsuðum bjór og svolitlu af hrísgrjónum með fiski, á kvöldin hrár fiskur með sykruðum rauðrófum. Samt er þessi matur kóngafæða samanborið við vígstöðvaskammt- inn. Á vígstöðvunum kæra Japanir sig ekki um eldhús, svo að aðalfæð- an var að jafnaði kalt niðursoðið kjöt og beinakex. Stundum fengum við hrísgrjón eða bygg, sem við suð- um, ef hægt var að ná í vatn. En það var ekki fyrr en nokkru seinna, að ég sá hvers hinn japanski VÍKINGUR hermaður er megnugur. Einn morg- un kl. 3 var hersveitin send af stað í hraðgöngu. Hver hermaður var látinn bera 150 riffilskot og 35 punda malpoka. Klukkutíma eftir að lagt var af stað tók að húðrigna. Vegimir breyttust í forasíki og mal- poki og föt og allur útbúnaður gegn- blotnaði. Hér við bættist napur vindur, sem nísti í gegnum merg og bein. Allan daginn og fram á nótt þrammaði hersveitin áfram í ávaðinu. Á miðnætti höfðum við gengið liðlega 50 km. Þá var numið staðar í hálftíma til að gleypa í sig matarbita og lagfæra bakpokana. Svo var haldið áfram alla nóttina og allan næsta dag, og kl. 8 að kvöldi þess dags höfðum við gengið 50 km. í viðbót. Þá kom fyrirskipun um að herdeildin ætti að taka sér vamar- stöðu meðfram á, sem rann þar ná- lægt. Áður en hermennirnir fengu að borða, urðu þeir að grafa 600 metra langa skotgröf. Um leið og hver sveit hafði lokið við sinn hluta af gryfjunni gleyptu hermennimir í sig matarbita og sofnuðu svo í svaðinu. Eftir tæplega 4 klst. svefn kom skipun um að halda heim til her- búðanna, á skyndigöngu! Þetta var lagt á menn, sem höfðu gengið rúma 100 km. á 40 tímum, grafið skot- grafir og hvílt sig í tæpa 5 tíma. Enn á ný lagði herdeildin af stað um miðja nótt, og allan næsta dag var gengið í steikjandi sólskini. Um kl. 6 síðdegis nálguðumst við smáþorp og sáum alla þorpsbúa í röðum meðfram veginum til að hylla hermennina. Það voru gefnar fyrir- skipanir. Hinir þreyttu hermenn réttu úr sér, byssunum var haldið með mátulegum halla, vinstri hand- leggirnir sveifluðust og herdeildin gekk framhjá hópnum í taktföstum „gæsagangi “. í útjaðri þorpsins var numið stað- ar og þar fór fram stutt athöfn. Bæjarstjórinn las eitthvað upp af skjali. Herdeildin svaraði með því að þylja með miklum fjálgleik og í hálfum hljóðum: „Hvort sem ég sekk í grassvörð fjallahlíðanna eða flýt sem nár í vatninu, dey ég glað- ur fyrir keisarann". Það runnu tár niður kinnar gamla fólksins, og jafnvel ungbömin stóðu í þögulli lotningu. Áfram seig svo þessi árstranmur af bakpokum. Klukkutíma eftir klukkutíma stritaði þessi halarófa örþreyttra hermanna á fram ímyrk- inu. Það var numið staðar tvisvar þessa nótt, 20 mínútur í hvortskipti. Klukkan 6 um morguninn fengum við hrísgrjónakökur og svo var haldið áfram í þessari þvermóðsku- legu þögn, sem fylgir járnkaldri á- kvörðun. Þetta fór að taka á taug- arnar. Hundgrey kom hlaupandi frá bóndabýli og glefsaði í hælana á einum foringjanum. Hann dró sverð sitt úr slíðrum og sneið af honum frammfæturna. Hinir þreyttu her- menn hlógu dátt að hinu limlesta dýri, þar sem það veltist um hjálp- arvana. Um hádegið var ekki numið stað- ar. Þá sáum við í f jarska hilla undir herbúðaþökin. Rétt í því heyrðust stuttaraleg skipunarorð: „Hlaupið við fót“. Ég átti bágt með að trúa mínum eigin eyrum. Þessir menn skjögruðu af þreytu. Þeir höfðu gengið rúma 200 km. á 72 tímum, borið riffil, 150 riffilskot og 35 punda bakpoka og sofið í fjóra tíma. Og nú áttu þeir að „hlaupa við fót“. Göngulagið breyttist nú í óreglu- legt skokk. Bakpokamir hossuðust upp og niður á svitastorknum bök- unum. Ungur undirforingi féll á grúfu í rykið og lá grafkyrr. Her- búðahliðið kom i ljós. Það glamraði í götusteinunum undan hinum þungu jámslegnu hermaimaskóm. Þeir voru á leiðarenda, skyndigang- an, sem engir aðrir hermenn í heimi hefðu þolað, var á enda. Herdeildarforinginn fann það á mér, að mér gramdist hin þrælslega meðferð á hermönnunum, er hann lét hlaupa við fót. Hann sagði: „Þreyttir hermenn geta alltaf þraukað einn kílómeter í viðbót til að hertaka enn eina óvinabækistöð. Þetta er eina leiðin til að sannfæra þá um það“. Þegar ég minntist á að þetta væru aðeins æfingar, svaraði hann: „í mínum augum eru heræfingar og stríð það sama". (Framh. á bls. 36). 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.