Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 5
ÖNNUR MYND: Ölduliópur eða öldulest hreyfist áfram með aðeins hálfum hraða hverra einstakrar öldu hópsins. Að ofan er ölduhópur í fyrstu stöðu. Að neðan hefur hópurinn og orka hans hreyfst aðeins helming af leið öldu 2. Alda 1, er hjöðnuð niður, en alda 4 hefur myndast í hemiar stað aftan við hópinn. öldur sem BROTNA VEÐ LANDB0 ERU ÞVl FJARSKYUDIR NIÐJAR ALDNA SEM FYRST FÓRU AF STAD. öldinni, voru mörg flókin atriði um öldurnar sett upp í jöfnur. Vísindaleg svör við spurningunni hvernig orka vindsins flytzt yfir í öldurnar, fengust þó ekki. Nauð- syn þess, að hægt væri að segja fyrir um öldugang og brim í sam- bandi við hernaðaraðgerðir í síð- ari heimsstyrjöld, vöktu athygli Haralds U. Svendrups og Walters Munk við hafrannsóknarstofu Schripps. Með rannsóknum sín- um í stríðinu á samtvinnuðum verkunum vinds og báru gáfu þeir fyrstir manna rökstudda heildarlýsingu á því, hvernig vindurinn magnar öldurnar. Með lýsingu þessari virtust athuganir á öldunum verða fullburða, og nýtt tímabil rannsókna var hafið. Við skulum fylgjast með því, hvernig vindurinn myndar öld- urnar á sjónum og hvemig þær ferðast á opnu hafi, ef til vill þús- undir mílna, þar til þær brotna við land. Hæfni vindsins til að mynda öldur er undir þrennu komin: Meðal vindhraða, tíma þeim, sem vindurinn blæs, og vegalengdinni, sem hann blæs yf- ir opið haf, þ. e. aðdraganda (fetch). öldur byrja að myndast, þegar kaldi dregst eftir yfirborði á sléttum sjó. Þá koma gárar, og eftir því sem lengur blæs, verða gárarnir brattari. Fletir mynd- ast, sem loftstraumurinn þrýstir á. Vindurinn er í eðli sínu óstöðug- ur og misjafn, öldumar því fyrst af ýmsum stærðum. Hinar litlu, bröttu bárur brotna og mynda kvikur, sem sleppa nokkurri orku og láta ef til vill nokkuð af henni í té stærri öldum, sem ná í þær. Eftir því sem vindurinn magnar öldurnar meira, fækkar smáum öldum, en stærri öldur, sem mót- tækilegri eru fyrir orku, taka við af þeim. En smáar öldur halda þó stöðugt áfram að myndast. Á svæði, þar sem vindurinn hreyf- ist hraðar en öldurnar, eru öldu- lengdirnar mjög margar, þar er öldumyndunarsvæði í miklum stormi, og getur það náð yfir þúsundir fermílna. Ef afl storms- ins verður meira en ein alda get- VÍKIN GUR ur þolað, hreykir hún sér of hátt, fellur fram yfir sig og myndar brotsjó. Þetta gerist, þegar öldu- kamburinn verður þynnri en 120° og hæð öldunnar sjöundi partur af öldulengdinni. Þannig getur löng alda tekið við meiri orku frá vindinum og risið miklu hærra en stutt alda í sama vindi. Þegar öldur eru af mörgum lengdum, ná þær stytztu fljótt hámarkshæð og eyðast, en þær lengri halda áfram að vaxa. Einföldum, reglulegum öldu- hóp er hægt að lýsa með öldu- tímanum, öldulengdinni og hæð- inni. öldutíminn er sá tími, sem líður, frá því að alda er á ákveðn- um stað og þar til næsta alda kemur á sama stað. öldulengdin er fjarlægðin milli öldutoppa, hæðin er lóðrétt fjarlægð milli öldudals og næsta öldutopps fyrir aftan. Venjulega eru nokkrir hópar af öldum með mismunandi öldulengdir og stefnum samtímis. Á mótum þeirra myndast stutt- toppa, tígullaga öldur af handa- hófi. Þá er ekki hægt að tála um ákveðinn öldutíma eða öldulengd. Hæðin er þó mikilvæg, a. m. k. vegna skipanna. Margir öldu- toppar kunna að mætast ogleggja fram hæð sína til myndunar á mjög stórri öldu, en sem betur fer eru meiri líkur til að öldu- jtoppur mæti öldudal og hjaðni niður. Engin ástæða er til að trúa því, að sjöunda aldan eða nokkur önnur sérstök alda í röðinni verði hærri en hinar. Slíkt er tilbún- ingur einn. Þar sem öldurnar á sjónum eru óendanlega breytilegar verður að nota tölfræðilegar aðferðir við að sunduidiða og lýsa þeim. Ein- föld leið við að lýsa ölduhæð er að tala um meðalhæð hæstaþriðja hluta þeirra. 1 annari aðferð, sem fundin var upp árið 1952 af Wil- lard J. Pierson Jr. við háskólann í New York, eru notaðar jöfnur til þess að segja fyrir um hegðun sjávaröldu eins og þær, sem beitt er í upplýsingakenningum um há- vaða. Pierson hagræðir regluleg- um ölduhópum klassiskra kenn- inga þannig, að útkoma verður óreglulegt sýnishorn ölduhópa. Hægast er að lýsa útkomunni með hjálp orkustiga (energy spectra). 1 þessari aðferð er öldu- hæðinni í öðru veldi gefið gildi móti öldutíma og stefnu. Með því að finna hvar mesta orkan er saman komin á orkustiganum er síðan hægt að reikna út meðal öldutíma og meðal öldulengd til nota við spár um öldugang. Þegar aðdragandi eða stoi'm- 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.