Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 38
vekja athygli Alþingis og alþjóðar á því, hver alvara er á ferðum í þess- um málum, þar sem ekki er annað fyrirsjáanlegt, en að um og upp úr næstu áramtóum, verði að leggja öllum togaraflota landsmanna við festar um ófyrirsjáanlegan tíma, ef ekki verður nú þegar brugðið við, til þess að leysa þennan vanda. Sjómannaskólinn í Reykjavík. Þar sem upplýst er, að lóð Sjó- mannaskólans er ekki útmæld form- lega, leggur 19. sambandsþing F.F. S.í. sérstaklega áherzlu á, að nú þegar verði gengið frá því, hve stór lóð skólanum sé ætluð og framtíðar- skipulag hennar ákveðið. Þar sem vitað er, að brýn þörf er fyrir hærri fjárveitingu til skólans, til þess að fullgera hann og nauð- synlegs viðhalds svo og skipulagn- ingu og ræktun lóðarinnar, leggur 19. þing F.F.S.Í. sérstaka áherzlu á, að árleg fjárveiting til Sjómanna- skólans verði aukin að miklum mun frá því sem nú er og verði ekki und- ir 2 millj. kr. þar til byggingu skól- ans og skipulagi lóðarinnar er lokið. Sjómannaskóli í Vestmannaeyjum. 19. sambandsþing F.F.S.Í. telur, að vegna sívaxandi útgerðar í Vest- mannaeyjum sé nauðsynlegt að þar verði staðsettur fullkominn skóli til menntunar fiskimanna, þar sem námskeið þau, sem öðru hvoru eru haldin, nái ekki tilgangi sínum. Fiskvinnslukennsla. 19. þing F.F.S.Í. telur mjög mis- ráðið, að starf fiskvinnsluleiðbein- anda, sem stofnað var á öndverðu ári og sem virðist hafa reynst mjög vel, hafi verið lagt niður. Sambandsþingið lýsir því sem skoðun sinni, að okkur beri að byggja upp fullkomið fræðslukerfi um meðferð fiskjar í sjómannaskól- um og á námskeiðum sjómanna, þar sem ekki séu gerðar lægri kröfur í þessum efnum en hjá öðrum fisk- veiðiþjóðum, sem tekið hafa upp slíka fræðslu. Endurskoðun fiskmats. 19. þing F.F.S.Í. er kunnugt um að fyrirkomulag fiskmatsins sé um- deilt og ályktar þvi, að full þörf sé á því, að það sé tekið til ýtarlegrar endurskoðunar. Skipabyggingamál I Vegna framkominna mistaka í skipabyggingum á vegum ríkissjóðs, ályktar 19. þing F.F.S.Í., að skora á Alþingi og ríkisstjóm, að leita álits F.F.S.Í. á hverjum tíma í skipa- byggingarmálum. Ákvæði um slíkt verði sett með reglugjörð. Ákveður þingið að velja 5 manna nefnd til þess að verða stjóm sambandsins til aðstoðar í þessu efni. Nefndin skal skipuð sérfróðum mönnum, þ. e. tveim skipstjórum, tveim vélstjórum og einum loft- skeytamanni. Ennfremur skal nefndin leita til sérfróðra aðila ann- arra starfsgreina innan sambands- ins eftir því sem þörf krefur. Skipabyggingamál II 19. sambandsþing F.F.S.l. fagnar því, hver aukning á sér nú stað í vélbátaflota landsmanna við ný- byggingar vélbáta erlendis, sem eru að koma til landsins. — En jafn- hliða vill sambandsþingið vekja at- hygli Alþingis og ríkisstjórnar á hver nauðsyn er á þvi, að gera ráð- stafanir til þess að innlend skipa- smíði verði aukin og þannig að henni búið, að hún geti selt fiski- báta byggða hér innanlands á hlið- stæðu eða lægra verði heldur en sams konar skip fást keypt erlendis. Bendir sambandsþing F.F.S.Í. á að megin-verðmismunurinn, sem nú er á smíði fiskibáta innanlands og erlendis stafi frá margvíslegum toll- um og aukagjöldum á aðkeyptum tækjum til skipanna. Hafnarmál I. 19. þing F.F.S.Í. beinir þeirri ein- dreignu ósk til hins háa Alþingis, að á þingi því, er nú situr, verði samþykkt, að ljúka eftirtöldum höfnum í einu átaki, og taka til þess erlent eða innlent lán eftir þvi sem þörf krefur. Hafnirnar eru: Rif und- ir Jökli, Patrekshöfn, Skagaströnd, Húsavík. Hafnarmál H. 19. þing F.F.S.Í. beinir þeirri ósk til hins háa Alþlngis, að tillaga sú, er fram kom á hinu háa Alþingi árið 1957, flutt af Ásg. Sigurðssyni, sem rannsókn á nokkrum ákveðnum hafnarstæðum, verði tekin til nýrr- ar athugunar og samþykkt. En þessi ákveðnu hafnarstæði, sem um getur í tillögunni eru: Papaós, Njarðvík við Borgarfjörð eystra, Núpsf jörður (lónið þar inn af), Eiðisvatn við Eið- iswík á Langanesi, Fjallahöfn, Höfðavatn við Þórðarhöfða í Skaga- firði. Um vitamál. Nítjánda þing F.F.S.Í. beinir þeim eindregnu tilmælum til vita- málastjóra, að á Norðurlandi verði sem fyrst hafinn undirbúningur að vitabyggingum og öðrum fram- kvæmdum á eftirtöldum stöðum, auk þess sem tekið er fram í áður- nefndum áætlunum: 1. Viti á Oddeyrartanga. 2. Viti á Gjögurtá austan Eyja- fjarðar. 3. Viti á Rifsnesi á Skaga. 4. Ljósdufl á grunninu á Eyjaf. 5. Radarmerki á Kolbeinsey. Auk þess á Suðurlandi er nauð- synlegt að reisa vita á Geirfugla- drang eða Eldey. Ennfremur verði gerðar ráðstafanir til þess að gera hættulausan dranginn, sem er milli Eldeyjar og lands. Vald skipaskoðunarstjóra. Sambandsþing F.F.S.Í. samþykkir að fela stjóm sambandsins, að fá því til leiðar komið hjá viðkomandi stjórnarvöldum, að vald skipaskoð- unarstjóra ríkisins til frávika á reglum og lögum um öryggi skipa sé háð þvi, að umsagnar sé leitað hjá stjórn Farmanna- og fiski- mannasamb. íslands. 2. liður: Sambandsþing F.F.S.Í. samþykkir að fela stjóm F.F.S.Í., að skrifa landhelgisgæzlu ríkisins bréf og æskja þess eindregið, að varð- skipunum sé gert að skyldu, að mæla upp og ákveða stöðu á bauj- um fiskiskipa í þeim tilgangi að leiðbeina um landhelgislínu, ef skip- stjórnarmenn fiskiskipanna fara þess á leit við yfirmenn varðskip- anna. 88 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.