Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 25
hans, en stöðvast upp undir nefinu, sem nærri tók af. Bjallan hringir. En hvílíkar fimm mínútur! Kitamura dregur sig í hlé í hring sinn og blóðið fossar úr nefi hans, en hann lítur aldrei af keppi- naut sínum. Hinn blóðugi þrimill yfir andliti Clears minnir á svipuhögg. „Hann hefur nú ekki ennþá náð að koma á þig hættulegu höggi“, sagði ég til uppörvunar. „Þá hefur einhver ver- ið að kasta í mig grjóti“, svarar Clear. Bjallan hringir. Kitamura þýtur á fætur. Hinn fyrri ögrandi svipur hans hefur vik- ið fyrir nístandi hatursaugnaráði. Hann byrjar á því að færa sig hratt í hring til hægri. Clear hreyfir sig í samræmi við það og athugar allar hreyfingar með sínum skörpu aug- um. Ég hef aldrei á ævi minni séð annan eins áhuga skína út úr aug- um og svip neinna manna eins og hinna gulu áhorfenda. Það sem gerðist fyrir augvun þeirra viðkom kynstofninum. Kitamura varði ekki einungis sinn eiginn heiður, heldur einnig heiður hins keisaralega hers Japans. Allt í einu sveiflar Japaninnhægri hendi hátt og Clear ber hendi fyrir sig til varnar höfuðhöggi, en í stað- inn ber Japaninn með hendi vinstri handar leiftursnöggt högg á neðan- verðan brjóstkassann hægra megin, svo að Clear grípur andann á lofti. Mér finnst að á næstu sekúndu hljóti öllu að vera lokið, en heppnin er Clear hliðholl í þetta sinn, því að Japaninn hefur við það að fylgja högginu eftir misst jafnvægið og nær því ekki þeirri stöðu að enda það jujitsubragð, sem hann hafði undirbúið. En nú var auðséð að baráttuhug- urinn stytti bilið milli þeirra. Jap- aninn var ákafari og vildi binda endi á tilveru hins. Með örskots- hraða stefnir önnur hendi hans í nárann, en höggið lendir lægra en ætlað var, og til endurgjalds fær nef hans nýja ráðningu. í hams- lausri reiði leggur Kitamura hand- jöðrum sínum með leiftursnöggum handsveiflum að andliti Clear, því að hann þekkir verkanir handajað- arshögga sinna. En með þessum handlögum veitir hann Clear betri aðstöðu til að bera þau af sér með hnefaleikavörnum, fremur en önnur jujitsu brögð. Clear nær því að kom- ast í gott færi við og við og getur hann því veitt Japananum ósvikin högg öðru hvoru. Þetta fær á Japanann, og í fyrsta skipti sást ótta bregða fyrir í svip hans. En nú gerði Clear skyssu. Hann hafði alltaf hopað imdan eftir hvert högg til þess að losna við fangbrögð Japanans. Er hann sá Kitamura op- inn fyrir höggum, leitaði hann fyrst fyrir með vinstri handar höggi, til þess að undirbúa þungt hægri hand- ar högg. Þetta kostaði Clear nærri því lífið. Kitamura, sem auk margra ára þjálfunar í jujitsu viðureignum, var fæddur áflogahundur, skynjaði nú með sjötta skilningarviti sínu fyrir- ætlun mótstöðumanns síns og veik mjúklega undan hinu trölleflda, hægrihandar höggi Clears, og er höggið reið á hleypur hann undir það, og ég sé Clear slöngvast yfir bak Japanans, fljúga í gegnum loft- ið og lenda á höfuðið á hart tré- gólfið. Qear reis ekki á fætur, en lá hreyfingarlaus á bakinu. Áhorfendur ráku upp ógurlegt öskur. Hrifinn af afreki sínu hljóp Kita- mura í loft upp og sló á lær sér af sigurgleði. Einhver taldi: „Ichi! Ni! Sen, einn . . tveir . . þrír .. Ég leit á úrið mitt. Lotan hafði staðið í meir en fimm mínútur. Ég óð að tímaverðinum og beindi athygli hans að úrinu. Bjallan hringdi, en Clear heyrði alls ekki til hennar. Ég gekk því fram á gólfið og tók að stumra yfir honum. Hann opnaði að lokum augum og leit í fyrstu undrandi í kringum ig. Ég beygði mig nær honum, fullur blygðunar frammi fyrir þessum æpandi gul- leita skríl. „Heldurðu að þú getir haldið á- fram?“ „Það er lítil uppörvun í svona spumingu", var svarið. Þegar hann var risinn á fætur, með hjálp minni, sá ég að hann var fölur. Af hverju sá fölvi stafaði gat ég ekki ráðið af svip hans. Hann hlaut að hafa meiðzt, — hann var einnig reiður Kitamura, sjálfum sér og mér. Ósjálfrátt brosti ég, þegar hann leit á mig. Ég skildi fyrst nú að það var Ameríkumaður með írskt blóð í æðum, sem stóð frammi fyrir mér. í bænarrómi hrutu af vörum mér orð í þá átt að hann héldi sér frá Kitamura dálitla stund. „Japanir reyna alltaf aftur það, sem heppnast einu sinni“. Kitamura læddist fram úr hring sínum, eins og hungrað rándýr og sló við og við á lær sér. Nú óttaðist hann hvergi óvin sinn. Hann heldur áfram fast að Clear, en svo snýr hann baki við honum og gengur skellihlæjandi frá honum. Áhorf- endur öskruðu. „Baka no yo na“, hvæsti Clear. Við það að vera kallaður fífl, snarsnerist Kitamura með heiftar- svip móti Clear. Hann sló Clear of- an við augun með snöggri sveiflu vinstri handar. Fagnaðarbylgja fór um salinn. Kitamura gerðist nær- göngull. Hann undirbjó það við- bragð, sem átti að færa honum sig- ur, en hinum — dauða. Áhorfendur lögðust fram á stól- bríkurnar, eða risu á fætur. Eftir- væntingarkyrrð færðist yfir. Clear skynjaði einnig endalokin, en enginn gat lesið úr svip hans þá fyrirætlun, sem hann hlóð undir allri orku sinni. Hægri handleggur hans var beygður til höggs, en hið ytra varð ekki með nokkru móti séð, að hver vöðva- og taugafruma var kölluð til starfa. Kitamura reyndi að berja sem tíðast og högg hans féllu eins og leiftur, ýmist á handlegg, háls, síður, læri eða höfuð Clears, en hann lét það ekkert á sig fá. Þá dró Clear að sér vinstri hendina. Þessu við- bragði hafði Kitamura beðið eftir. Hann sentist áfram til þess að beita Clear sömu tökum sem fyrr, og nú átti að fylgja eftir. En — Clear varð fyrri til. í stað þess að draga handlegginn að sér til fulls, sem í hið fyrra skiptið og eyða tíma til undirbúnings högginu, lagði hann VIKIN GUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.