Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 9
sjóbirtingur, sem gengur í vatn-
ið um á, sem liggur út til sjávar,
mest er af bleikjunni, er hún
mestmegnis pund að þyngd, en
þó er til stórbleikja í vatninu,
gengur hún upp á grunnið á vor-
in og eins á haustin.
Það var venja Heiðarbænda
að sleppa sem fæstum dögum úr,
að ekki væri farið í vatnið fram-
undir slátt, því alltaf gat verið
von á því að lenda í stórbleikju-
göngu.
Hafði Þorgerður Jónsdóttir,
Ijósmóðir, sem lengi bjó á Litlu
Heiði, verið árvökul um að
sleppa ekki bleikjugöngunni
framhjá.
Jón félagi minn var dóttur-
sonur hennar og hafði lært til
veiðiskapar af vinnumönnunum
á Litlu Heiði. — Hófum við svo
veiðina. Vorum við einir við
vatnið, en töldum víst að Heið-
arbændur myndu koma til veiði
þá og þegar, því sú var venjan.
1 fyrstu dráttunum var veiði
sæmileg, fórum við drátt við
drátt og öfluðum all vel, eða svo
fannst Jóni. Lék hann á alls-
oddi og sagði mér sögur frá því
er hann var kokkur á togaran-
um ,,Apríl“ með Hjalta Jóns-
syni. Ennfremur hafði hann ver-
ið í siglingum í fyrra stríðinu.
Þar var sökkt undir honum
skipi, en áhöfnin bjargaðist í
bátana. — Lentu þeir í hinum
mestu þrengingum og liðu hung-
ur og þorsta, uns þeim var
bjargað. Voru þeir þá búnir að
lóga skipshundinum og not-
færðu sér hann til matar. Þetta
sagði Jón mér þarna í vornætur-
blíðunni við veiðiskapinn.
Eftir því sem leið á nóttina
glæddist veiðin. Við fengum
marga silunga í drætti, stundum
allt upp í 60 stykki, þar sem að
bezt lét. Þegar að sólin kom upp
yfir austurfjöllum um 3 leytið,
ákváðum við að fara yfir í land
Heiðarbænda undir Flögin. Það
var venja við vatnið að veiða
hvorir í annars landi eftir at-
vikum. — Það bólaði aldrei á
Heiðarbændunum um nóttina, og
vorum við hissa á því, þar sem
VÍKINGUR
veður var með eindæmum gott
og veiðilegt við vatnið.
Fluttum við okkur svo norður
yfir vatn og fórum að draga þar
á. Byrjuðum við í Skálabót,
fengum þar ágæta drætti, en
ekki neitt stærri silung en aust-
anmegin. Síðan fórum við undir
Langabakka. Þar var einnig á-
gætis veiði. Þar byrj uðum við að
fá stórbleikjuna með. Hertum
við okkur nú upp við ádráttinn,
þar sem við vorum farnir að
þreytast eftir nóttina. Nú voru
Flögin framundan og þar var
venjan að stórbleikjan værimest.
Drættir voru þar langir, allt
upp í 60 faðma frá landi. Dróg-
um við nú austur með öllum
Flögum og stórveiddum 1 hverj-
um drætti.
Veðrið var dásamlegt, stilli-
logn og himinsins blíða. Svanir
og endur syntu úti á vatninu,
sem speglaðist í fjallakyrrðinni,
en um löndin í kring sungu og
kvökuðu mófuglarnir. Það var
ekki hægt að verða syfjaður við
slíka rómantík og fegurð nátt-
úrunnar.
Við drógum austur með öllum
flögum og sátum einir að stór-
bleikjunni í landi Heiðarbænda,
þeir komu aldrei um nóttina. Fór
því þessi stórbleikjuganga al-
gjörlega framhjá þeim í þetta
sinn. Þá er við komum austur
að ármynninu sem fellur úr
vatninu, ákváðum við að draga
yfir mynnið, sem var stuttur
dráttur. Þar fengum við 9 stór-
ar bleikjur í drættinum.
Það var nú komið fram á dag
og við búnir að fara meiripart-
inn í krignum vatnið, og draga
þar á, sem helzt var veiðivon.
Enda vorum við orðnir þreytt-
ir eftir nóttina. Ákváðum við því
að láta slag standa og hættum
um kl. 9. Vorum við þá búnir að
vera að veiðum hálfan sólar-
hring. Rérum við nú bátnum
suður að Holti, þar sem að hróf-
ið var. Þar var nokkur hluti afl-
ans frá því um nóttina, en meiri
hlutinn var með okkur í bátnum.
Komum við nú afla og veiðar-
færum upp á þurrt land, og að
því búnu settum við bátinn í
hrófið og gengum hyggilega frá
honum. Fórum við nú að huga
að hestum okkar. — Voru þeir
skammt frá og höfðu ekkert rás-
að um nóttina. Voru þeir á beit
er við tókum þá á hinu kjarn-
mikla graslendi þarna í Hvömm-
unum.
Lögðum við síðan hnakka á
þá, og þá er við vorum búnir að
skipta aflanum, sem var skipt til
helminga, létum við pokana upp
á hnakkana og héldum heim-
leiðis.
Veiðin var nóg upp á hestana,
netið skyldum við eftir hjá bátn-
um, staðráðnir í því að fara inn-
an tíðar í aðra veiðiferð.
Frh. á bls. 63
Séð yjir Heiðarvatn.
43