Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 34
Fylgst meS aS smíöareglur séu haldnar í nýjum skipum ejtir klassa Veritas. ið til þessa. Þessi nýja stálteg- und springur síður en þær fyrri. Norska Veritas hefur á seinni árum fengizt við rannsóknir á mörgum öðrum sviðum, t.d. hef- ur verið unnið að smíðareglum fyrir kjarnorkuskip og mikið gert til að verja skip fyrir eldi. Þeir mörgu skipabrunar og sprengingar um borð hafa und- irstrikað nauðsyn þess að auka allar hugsanlegar varnir gegn þeim. Norska Veritas hefur því komið sér upp sérstakri öryggis- stofnun, sem á að sinna öryggis- ráðstöfunum gegn sprengingar- hættu, eitrun og bruna um borð í skipum. Ríkjandi ástand í dagerþað,að brunar, sprengingar í lestum og vélarúmum orsaka meira mann- tjón og meira eignatjón heldur en nokkurntíma vöntun á styrk- leika skipanna. Mörg ný eldfim og sprengju- gjörn efni eru flutt í stöðugt stærri mæli í sérstökum skipum. Flutningar á kolefnasamböndum við lágt, hátt eða normalt hita- stig, fljótandi brennisteinn o.fl. hafa skapað ný vandamál. Með það fyrir augum að veita meira öryggi, hefur Veritas nú gert þá kröfu að sérhvert olíu- flutningaskip skuli auk venju- legra slökkvitækja einnig hafa um borð froðuslökkvitækjaút- búnað. — Fram að þessu hafa kröfurnar aðeins verið fyrir slöngur fyrir vatn til að slökkva eld á tankþilfarinu og það er ekki til mikils gagns við olíueld. Með hreyfanlegu froðuslökkvi- tæki verður árangurinn miklu meiri. í samvinnu við Veritas hafa nú Svíar fyrirskipað slík tæki um borð í öllum sænskum olíu- flutningaskipum, án tillits til þeirra flokkunarfélaga sém skip- in eru í. Norska Veritas hefur tekið í þjónustu sína rafeindaheila, sýn- ir það fremur öðru hversu fé- lagið fylgist vel með á tækni- sviðinu. Með rafeindaheilanum hefur þegar sparast mikil vinna. Heilinn reiknar út viðfangsefni á örstuttum tíma, sem sjö verk- fræðingar afkasta á 20 dögum. Rafeindaheili Veritas stendur skipasmíðafélögum opinn til af- nota ef þau vilja á fljótan hátt fá sem bezt leyst úr einhverjum stærðfræðilegum viðfangsefnum. í ráði er að veita einnig öðrum greinum iðnaðarins sams konar þjónustu. Hjá Norska Veritas starfa nú 600 menn og af þeim eru 450 háskólamenntaðir verkfræðingar. Auk fyrirtækja sinna í Noregi hefur félagið 256 bækistöðvar víða um heim og eru starfs- menn félagsins erlendis fleiri en Eftirlit Veritas á skrúfubúnaSi. starfsmenn norsku utanríkis- þjónustunnar á erlendum vett- vangi. Leysir tæknistofnun . . . Frh. af bls. 35 lialda fyrri kjörum mcS minni fyrir- höfn og auka síðan afraksturinn. Hins vegar tel ég óeðlilegt að gefa ekki eftir tollinn í þessu tilviki, því að ef árangur verður af, sem útgerð- armenn telja, koma peningar fljótt aftur í ríkiskassann gegnum skatta- álögur á auknar krónur útgerðar og skipsáhafnar. Dæmi þetta sýnir ljóslega, að mikil þörf er fyrir tæknistofnun í þágu sjávarútvegsins. Slík stofnun á að hafa það hlutverk að fylgjast með nýjungum í veiði- tækni og gera tilraunir á því sviði. Útgerðarmenn geta svo notfært sér árangur slíkra rannsókna. Með því yrði miklu fé bjargað frá að fara í súginn. Og menn, sem eiga að vinna saman, hætta kannske að stangast á yfir samningaborðið út af skiptingu á því sem aflast. Ö. S. -K llleð regnhlíf Frh. af bls. 65 regnhlífin sameinaði okkur alla í þessum sérkennilega, en takmark- aða heimi. Nú fannst mér komið rétta augnablikið til að spenna regnhlíf- ina niður stundarkorn. Þegar ég spennti hana upp aftur festist einn teinninn í hringnum, sem heldur teininum föstum, þegar regnhlífin er samanbrotin. Við það brotnaði teinninn. Nú var ég orðinn tak- markaður regnhlífanotandi, ekki nema tæpur þriðjungur af skermin- um þaninn. — Ég reyndi að snúa regnhlífinni þannig, að ég héldi að minnsta kosti virðingu minni að framan. Bráðlega gafst ég þó upp, laumaði regnhlífinni í ruslafötu. (Ég gæti bætt Dick hana með whiskíflösku, seinna). Mér létti, skyldu fjötramir vera byrjaðir að losna af mér. Nei, ég stóð með báða fætur á malbikinu og þær báru mig að næsta neðan- jarðarlestaropi .... Þormóður Hjörvar. VlKINGUR 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.