Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 24
Núverandi stjórn Félags bryta. Taliö frá vinstri. Sitjandi: BöSvar Steinþórsson, jor- maöur og Anton Líndal, gjaldkeri. Standandi: Frímann Guöjónsson, Guöjón Guöna- son, ritari og ICári Halldórsson. Félag bryta 10 ára 16. febrúar 1955 komu 16 brytar á farskipum saman til fundar í Reykjavík, og stofnuðu þar með sér félagsskap. Tilgangur félagsins kom fram í 2. gr. laga félagsins, sem sam- þykktvoru á fundinum, oghljóð- aði þannig, örlítið stytt. „Tilgangur fclagsins cr: a) að efla saintök og samvinnu þeirra, scm lögskráðir eru scm brytar á íslenzk farþega- farm- og varðskip, b) að vinna að aukinni menntun og þjálfun þeirra manna, sein við þessi störf fást, c) að vinna að öðru leyti að hverju því máli, sem horfir til heilla fyrir stéttina.“ Myndun félagsskapar fyrir bryta mun hafa átt sér langa sögu meðal þeirra. Árið 1948, þegar Matsveina- og veitinga- 58 þjónafélag Islands átti í kaup- og kjarabaráttu við útgerðir far- skipa, voru lagðar fram kröfur um kaup og kjör bryta, en ekk- ert varð úr þeim samningum þá, og var þar fyrst og fremst um að kenna, að naumur minnihluti þáverandi bryta vildu ekki standa saman um þau samtök, er naumur meirihluti þáverandi stéttarbræðra þeirra gerðu fórn- fúsa tilraun til að mynda. — Þannig fór um sjóferð þá. 1 tilefni þess, að um þessar mundir eru liðin 10 ár síðan fé- lagið var stofnað, átti Víkingur- inn tal við þá menn, er sátu fyrstu stjórn félagsins, en þeir voru, Guðbjörn Guðjónsson, sem var formaður, Konráð Guð- mundsson ritari og Aðalsteinn Guðjónsson gjaldkeri. — Sögðu þeir, að um langan tíma hefðu brytar mikið rætt um nauðsyn þess, að slíkur félagsskapur yrði stofnaður, en í janúarmánuði 1955 fóru matreiðslumenn og framreiðslumenn í verkfall, er stóð yfir í réttar 4 vikur. Vegna þessa verkfalls, stöðvuðust mörg skip, og þess vegna tókst það mörgum brytum að vera sam- tímis í Reykjavík, og var félag- ið stofnað að Kaffi Höll, mið- vikudaginn 16. febrúar 1955, og hófst stofnfundurinn kl. 7 að kvöldi, og var lokið um kl. 10, en kl. 5 morguninn eftir tókust samningar milli matreiðslu- og framreiðslumanna og skipafélag- anna, og leystist þá verkfallið, og skipin fóru hvert af öðru úr höfn, sum strax um morguninn, Á þessu sést, að seinna gat það ekki orðið, að koma þessari félagsstofnun á. í viðtalinu við fyrstu stjórnar- menn félagsins, kom í ljós, að Guðbjörn Guðjónsson hafði sett stofnfundinn og stjórnað honum, og er talið, að ef einhverjum einum manni sé að þakka, að fé- lagið hefði verið stofnað, þá sé það Guðbjörn. Guðbjörn lagði á- herzlu á nauðsyn þess, að brytar stofnuðu með sér félagsskap. Fundurinn samþykkti í einu hljóði, að stofna félagið, og var því gefið nafnið „FÉLAG BRYTA.“ Á þessum sama fundi voru samþykkt lög fyrir félagið, og því kosin stjórn. Félagið varð því 10 ára þriðjudaginn 16. febrúar s.l. Auk stjórnarmanna voru á stofnfundinum þeir Geir Vil- bogason, kosinn í varastjórn og Helgi Gíslason endurskoðandi. Fljótlega eftir stofnun félags- ins var farið að vinna að ýms- um hagsmunamálum er stéttina varðaði. T.d. var hafinn undir- búningur að gera kaup- og kjarasamninga fyrir bryta, við útgerðir farskipa, en til þess tíma höfðu slíkir samningar ekki verið til. Fyrstu kaup- og kjarasamningar bryta voru und- irritaðir árið 1957. Félagið hefur látið öll mál til sín taka, er þessari stétt til- heyrði, og sér til stuðnings í VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.